Stefnir - 01.07.1984, Qupperneq 35

Stefnir - 01.07.1984, Qupperneq 35
ÍSLAND í NORRÆNU SAMSTARFI samningi. Mál af þessu tagi voru einmitt felld undan, a.m.k. utanríkismál, til að auðvelda Finnum aðild að ráðinu. Uppbygging og skipulag Norður- landaráðs í Norðurlandaráði eiga sæti 87 þingmenn og kýs Alþingi sjö þeirra. Fessir 87 fulltrúar eiga atkvæðisrétt á þingum Norðurlandaráðs sem kemur að jafnaði saman einu sinni á ári. Auk fulltrúanna 87 eiga sæti á þingunum fulltrúar ríkisstjórna Danmerkur, Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar, fulltrúar stjórnar Álandseyja og landsstjóra Færeyja og Græn- lands. Fulltrúar ríkis- og landsstjórnanna hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt á þingunum. Ákvarðanir tekur Norðurlandaráð með einföldum meirihluta, en þær eru ekki bindandi, hvorki fyrir þjóðþing né ríkisstjórnir landanna. Öðru máli gegnir um ákvarðanir ráðherranefndar sem vikið verður að síðar. Á milli þinga Norðurlandaráðs starfar það í nefndum, forsætisnefnd skipaðri einum full- trúa frá hverju Iandi, en hún annast dagleg störf ráðsins, og fimm fastanefndum, menn- ingarmálanefnd, efnahagsmálanefnd, sam- göngumálanefnd, laganefnd og félags- og umhverfismálanefnd. Erindi koma oftast fyrir þing ráðsins í formi þingmanna- eða ráðherranefndartillagna. Er þeim venjulega vísað til nefndar og þau send til umsagnar í Iöndunum er þau berast ráðinu. Þegar þau koma til meðferðar á þingum fylgir þeim nefndarálit með tillögu að samþykkt eða synjun. Að öllu jöfnu fer þingheimur að tillög- um nefndanna. Eins og að framan greinir eru ákvarðanir Norðurlandaráðs ckki bindandi fyrir aðildar- ríkin. Samþykktir þess hafa þrátt fyrir það meiri áhrif en margan grunar. Samkvæmt könnun, sem að vísu var gerð fyrir tíu árum, komst rúmur helmingur ályktana ráðsins til framkvæmda, a.m.k. að einhverju leyti. Þess ber þó að geta að efni samþykktanna er oft ekki þess eðilis að beðið sé um beinar aðgerðir ríkis- stjórnanna heldur er gjarnan beðið um að eitt- hvert málefni sé kannað eða að möguleikar á að gera eitthvað séu kannaðir. í norrænu ráðherranefndinni starfa fulltrúar ríkisstjórnanna. Ráðherranefndin tekur bind- andi ákvarðanir fyrir Iöndin, en þær skulu sam- þykktar samhljóða. Um þau mál, sem stjórnar- skrá einhvers landanna kveður á um að þurfi samþykki þjóðþings, er ákvörðun ráðherra- nefndar ekki bindandi fyrr en þjóðþing þess lands hefur fjallað um málið. í ráðherranefndinni eiga sæti einn eða fleiri ráðherrar frá hverju landi. Ríkisstjórnir land- anna skipa hver um sig norræna samstarfsráð- herra. Norrænu samstarfsráðherrarnir hafa meðal annars það hlutverk að ákveða fjárlög ráðherranefndarinnar. Norrænu fjárlögin fyrir árið 1984 nema rúmlega 300 milljónum norskra króna, sem er minna en 1 prómill af fjárlögum landanna. Af norrænu fjárlögunum greiðir ísland nú 1,1%. Það mun vera nokkuð Ijóst að við íslendingar erum fremur þiggjendur en veitendur þegar til fjárveitinga kemur úr nor- rænum sjóðum sem fá fé af fjárlögunum. í okkar hlut hafa t.d. komið 5% af öllum lán- veitingum Norræna fjárfestingarbankans frá upphafi, en þangað greiddum við 0,9% (hlutur íslands hefur nú hækkað í 1,1%). Úr Norræna iðnþróunarsjóðnum fengu íslenskir umsækj- endur 3,5% á árunum 1981-1983. Sömu sögu er að segja um Norræna menn- ingarmálasjóðinn. Árið 1982 runnu rúmlega 6% af styrkveitingum sjóðsins til íslenskra umsækjenda. Niðurlag Gildi norræns samstarfs verður aldrei metið einvörðungu í beinhörðum peningum. Það hlýtur að vera okkur íslendingum mikils virði að hafa tækifæri til að nýta okkur reynslu ná- grannaþjóða okkar á ýmsum sviðum og þá ekki síst að læra af þeim mistökum sem þær hafa gert. Það er og mikils virði að hafa vettvang til að koma skoðunum okkar á framfæri, og eins að vinna með öðrum norðurlandaþjóðum á alþjóðlegum vettvangi til að koma skoðunum okkar á framfæri, og eins að vinna með öðrum norðurlandaþjóðum á alþjóðlegum vettvangi þar sem norrænu þjóðirnar eru smáþjóðir sem geta þó sameiginlega, með samanlagt 23 millj. íbúa, frekar haft áhrif en hver um sig. Norrænu samstarfi eru að sjálfsögðu ýmis takmörk sett. Ekki aðeins eru utanríkis- og varnarmál undanfelld heldur eru mörg þau málefni, sem mikið er fjallað um í Norðurlanda- ráði, þess eðlis, að árangur lætur á sér standa. í Norðurlandaráði hafa t.d. verið settar fram ákveðnar óskir um samræmdar aðgerðir iand- anna í efnahags- og atvinnumálum, m.a. til að vinna gegn atvinnuleysi. Þetta eru óskir sem ég tel mjög ólíklegt að orðið verði við, - af þeirri einföldu ástæðu að ríkisstjórnir landanna hafa mismunandi stefnu í þessum málum sem tæp- lega breytist fyrir tilmæli frá Norðurlandaráði. Óraunhæfar óskir af þessu tagi og vonir um árangur geta á margan hátt haft skaðleg áhrif. Norrænt samstarf hefur fram að þessu borið bestan árangur þegar raunhæft mat hefur verið lagt á það fyrirfram hvers af því er að vænta. Snjólaug Ólafsdóttir er lögfræðingur og starfaði í fimm ár í Stokkhólmi sem rit- ari samgöngumálanefndar Norður- landaráðs. Hún er nú ritari íslands- deildar Norðurlandaráðs. Hydrol Grandavegi 42 Kristinn Gunnarsson og Co Grandagarði 7 símar 21811-26677 íslensk Erlenda Verslunarfélagið Tryggvagötu 18 sími 20400 Magnús Kjaran h/f Ármtila 22 sími 83022 Ágúst Ármann heildverslun Sundaborg 5 sími 686677 Almenna Verkfræðistofan h/f Fellsmúla 26 sími 38590 Eggert Kristjánsson og Co h/f Sundagörðum 4-8 sími 685300 íspan h/f Einangrunargler Smiðjuvegi 7 kóp. sími 43100 Vouge h/f Sundaborg 1 sími 686355 Halldór Jónsson Dugguvogi 8 sími 686066 Fjarhitun h/f Borgartúni 17 sími 28955 G.G. Gunnar Guðmundsso h/f Dugguvogi 2 sími 84410 Fjöltækni s/f Eyjagötu 9 sími 25780 Verksmiðjan Vilko Brautarholti sími 29811 íslenskir Aöalverktakar Keflavíkurflugvelli sími 92-1575 Bernhard Petersen Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu sími11570 Barco Báta og Vélasaian Lyngási 6 Garðabæ sími 53322 Bátasmiðja Guðmundar Helluhrauni 6 Hafnarfirði sími 50818 Glugga og Hurðasmiðja Sigurðar Bjarnasonar Dalshrauni 17 Hafnarf. sími 53284 Ragnar Björnsson h/f Dalshrauni 6 Hafnarfirði sími 50397 Hafrafell Vagnhöfða 7 sími 685211 STEFNIR 31

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.