Stefnir - 01.07.1984, Síða 37
ÍSLAND í NORRÆNU SAMSTARFI
sér í dönsku, sænsku eða norsku eftir atvikum,
en það breytir því ekki, að Islendingar geta
ekki unað við þessa skipan mála.
Þá er rétt að minna á þær umræður, sem
orðið hafa hér á landi um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs. Þar búa íslendingar við að
þurfa að leggja fram bókmenntaverk sín í þýð-
ingum, þegar aðrar þjóðir (nema Finnar vegna
sérstöðu sinnar) leggja verk sinna höfunda
fram á frummálinu. Verði ekki orðið við þeirri
ósk íslendinga, að dómnefnd skipi menn, sem
læsir eru á íslensku, eiga Islendingar naumast
samleið með hinum þjóðunum í þessum verð-
launaveitingum enda ekki jafnræði með kepp-
endum um verðlaunin.
í fréttabréfi íslenskrar málnefndar hefur
verið bent á þann vanda, sem Islendingar eiga
við að glíma, þegar kemur til þess að segja til
nafns á norrænum vettvangi. Til dæmis um það
er ritið Nordiska samarbetsorgan, sem Norður-
landaráð og Ráðherranefnd Norðurlanda gefa
út á ári hverju. Margir styðjast við uppsláttarrit
þetta, og þeim ntun bagalegra er, að ritið er
þeim annmörkum háð, að íslensk nöfn eru oft
rangrituð með því að bókstafirnir þ og ð hafa
ekki verið notaðir og brodd hefur vantað yfir
sérhljóða. Þar að auki er íslenskri nafnvenju
ekki fylgt og nöfn ísienskra manna skráð í öf-
ugri röð, þ.e. föðurnafn er haft á undan
skírnarnafni. Um þetta segir Baldur Jónsson
dósent, ritstjóri fréttabréfs Islenskrar mál-
nefndar: „Engin þjóð á No'rðurlöndum þarf að
búa við slíka niðurlægingu. Minnumst þess, að
hér er ekki verið að ræða nein álitamál. Hver
Islendingur veit, hvað hann heitir og hvernig
hann skrifar nafnið sitt. Engin lögleg breyting
verður á því, þó að maðurinn taki þátt í nor-
rænu samstarfi1'.1'
Þetta nafnamál er punkturinn yfir iið þegar
íslenskan og norrænt samstarf eru annars
vegar. Fyrrgreint rit er ekki eina dæmið um
hversu íslenskum nöfnum og heitum er mis-
boðið í hinu norræna samstarfi, heldur mora
flestar útgáfur á norrænum vettvangi af villum
af þessu tagi. Jafnvel nafn Alþingis sleppur
ekki óskaddað, og er þá mælirinn tekinn að
fyllast. Mál er að þessum ósköpum linni.
Niðurlag
Hér að framan hafa verið raktar nokkrar þær
ástæður, sem liggja til þess, að íslendingartaka
þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og leggja á
það áherslu við framkvæmd utanríkisstefnu
sinnar. Jafnframt hefur verið drepið á nokkur
atriði, sem að Islendingum snúa sérstakíega,
og óneitanlega mættu fara betur. Þessi atriði
eru auðvitað misjafnlega þung á metunum.
11 Baldur Jónsson: fslensk mannanöfn í norrænu
samstarfi, Fréttabréf íslenskrar málnefndar, 2. árg.,
2. tbl., bls. 13.
Mestu skiptir, að íslendingar njóti í öllu tilliti
jafns réttar á við aðra aðila samstarfsins. Þar til
úr hefur verið bætt mun nokkurn skugga bera
á annars ágæta samvinnu lýðræðisþjóðanna í
norðri. Það er miður, og því er brýnt að leið-
réttingar náist fram hið fyrsta. Sjálfstæðis-
mönnum gefst nú óvenjulega gott tækifæri til
að hafa forystu af hálfu íslendinga í að knýja á
um nauðsynlega Iagfæringu mála. Þeir hafa
þau tök í þeirri ríkisstjórn, sem nú situr, og
skipa öll helstu ráðherraembætti, sem máli
skipta í þessu sambandi. Láta verður hendur
standa fram úr ermum fram að og á þingi
Norðurlandaráðs. Enda er það við hæfi -
þingið verður næst haldið í Reykjavík.
Ólafur íslcifsson lauk B.S. prófi í stærö-
fræði frá Háskóla íslands 1978 og M.Sc.
prófi í hagfræði frá London School of
Economics 1980. Hagfræðingur í Þjóð-
hagsstofnun 1980-1983 og í alþjóða-
deild Seðlabanka íslands frá 1983.
Kennari við Menntaskólann við
Hamrahlíð 1981. Hefur kennt við
Háskóla íslands frá 1981. Ólafur átti
sæti í stjórn Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta 1977 og í stjórn SUS
frá 1981.
Bútur h.f.
Byggingafélag
Eldhúsinnréttingar
Fataskápar
Gluggabretti
Innihuröir
Nýbyggingar.
Umboö fyrir:
Glerborg h.f.
tvöfalt einangrunargler.
Sími: 96-71333.
Einco
byggingavörur.
Spónarplötur 10,12,16,
19 og 25 mm
Vegg- og loftklæðningar
Gólfdúkur
Málningarvörur
GROHE og allar
almennar
byggingavörur.
Umboö fyrir:
Hörpu h.f.
^Málning h.f.
/Sími: 96-71128.
SIGLUFJÖRÐUR
Framkv.stj.: Konráð Baldvinsson, heima71473.
STEFNIR
33