Blik - 01.03.1936, Síða 17

Blik - 01.03.1936, Síða 17
BLIK 15 sem liggur að baki tóbaksneyzl- unnar. Um hinn heilsufarslega voða er ég síður fær um að vitna, því ég er sjálfur sterkbyggður frá skap. arans hendi og hefi ávait hraust- ur veiið. En um þann voða hefir einnig verið meira skrifað og rætt svo hann er athugulum ungmenn- um kunnur. Kæru ungmeuni!. Hugleiðið þessa upphæð mína. Hefði ég varið þessum peningum á skynsamlegan hátt mundi ég og fjölskylda mín nu lifa ánægjulegra og betra iifi. Við höfum aldrei haft efni á að eignast eigin íbúð, heldur orðið að hýrast í þröngum og lélegum íbuðum sökum fátækt- ar. Heilsuleysi og ýmiskonar krank- leiki steðja að okkur. Rætur þess má rekja t.il illrar ytri aðbúðar fjölskyldunnar um mataiæði, hús- næði og klæðnað. Nú er ég orðinn sannfærður um það, að tohakspen- ingarnir mínir hefðu nægt mér til þess að gera þá aðbúð alla betri og heilsusamlegri. Tóbaksneyzla mín hefir því komið harða^t niður á þvi, sem mér var falið að hlynna að og annast um í lífinu “ Það kostar karlmennsku og drenglund að gera slika ját.ningu. Þessvegna gera hana svo fáir. P. P. V. HEILBRIGT ÆSKULÍF D A L - skilyrðið fyrir bví, að æskuiýður verði heilbrigður, er það, að hann lifi reglusömu lífi, fari að sofa ekki seinna en kl. 10 á kvöldin, og vakni kl. 7 á morgn- ana, eða í siðasta lagi kl. 8. Börn á aldrinum 12:—16 áraþurfamik- ið að sofa til að vera frísk, og það er hollara að sofa á kvöldin en á morgnana. Þegar þau vakna eiga þau strax að fara á fætur, og fara út ef veður er gott, og hressa sig áður en þau set.jast inn í skölann. Eitt skllyrði fyiir því, að börn- in verði hraust og frísk, er að þau fái kjarngóðan mat að boiða. Gott er að byrja daginn méð því að borða haíragraut og nýmjólk. Sömuleiðis eiga börnin að íðka líkamsæfingar og ýmsar íþióttir, sem eiga yið þeirra aldur og hæfi. T. d. er sund mjög holl íþrótt, fjaligöngur, skiðafeiðir og aðrar úti-íþróttir. Þetta eru hollar skemmtanir, hollari heldur en t.d. áð dansa hálfa eða heila nótt f vondu lofti, en það þykir flestum unglingum svo skemmtilegt. Eitt af því. sem farið hefir mjög i vöxt nú á seinni tímum

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.