Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 1
Blaðsíða 5 Blaðsíða 8 Kaupin eru vís- bending um sam- einingu spari- sjóðanna Bæjarins besta Miðvikudagur 15. janúar 1997 • 2. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk 37 milljónir falla á Súða- víkurhrepp Eru stjórn- völd heila- laus? Blaðsíða 16 Fjórir sparisjóðir á norðanverðum Vestfjörðum hafa sameinast um kaup á húsnæðinu að Aðalstræti 20 á Ísafirði. Viðræður hafa staðið yfir á milli forráðamanna sparisjóðanna fjögurra um hugsanlega sameiningu þeirra, og eru taldar góðar líkur á að þeir sameinist innan tíðar. Fjórir sparisjóðir sameinast um fasteignakaup Undanfarna mánuði hafa staðið yfir samningaviðræður á mili forráðamanna fjögurra sparisjóða á norðanverðum Vestfjörðum um hugsanlega sameiningu þeirra. Þeir spari- sjóðir sem um ræðir eru Spari- sjóður Bolungarvíkur, Spari- sjóður Önundarfjarðar, Spari- sjóður Þingeyrarhrepps og Sparisjóður Súðavíkur. For- ráðamenn sparisjóðanna hittust á fundi í gær, þriðjudag, og samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var ákveðið á fundinum að halda viðræðunum áfram. Fyrsta skrefið í átt til samein- ingar sparisjóðanna fjögurra var tekið á föstudag, er þeir sameinuðust um kaup á hús- næði verslunar G.E. Sæmunds- sonar hf., við Aðalstræti 20 á Ísafirði, en þar er ráðgert að útibú hins sameinaða spari- sjóðs verði til húsa á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var kaupverð fasteign- arinnar um 15 milljónir króna. Ragnar Jörundsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Súðavík- ur sagði í samtali við blaðið að engum blöðum væri um það að flétta að sparisjóðirnir myndu sameinast, spurningin væri hins vegar sú, hvenær samein- ingin myndi eiga sér stað. ,,Við verðum að þjappa okkur saman til þess að vera samkeppnis- hæfir. Kaupin á húsnæðinu á Ísafirði er ákveðin vísbending um það sem koma skal,” sagði Ragnar. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins hefur nafnið ,,Sparisjóður Vestfjarða” verið ofarlega í huga forráðamanna sparisjóðanna fjögurra um heiti á hinni nýju sameinuðu pen- ingastofnun á norðanverðum Vestfjörðum. Við sameiningu sparisjóðanna verður til spari- sjóður sem verður sá fimmti stærsti á landinu miðað við innlán. ,,Það er hugsanlegt að sam- einingin verði tekin í þrepum. Fyrst muni einhverjir tveir sparisjóðir sameinast og hinir tveir komi að síðar á árinu. Með tilkomu afgreiðslu á Ísafirði verður kominn spari- sjóður í hvern einasta þéttbýlis- kjarna á norðanverðum Vest- fjörðum. Það er ekki spurning um það að Bolungarvík og Súðavík munu sameinast Ísa- fjarðarbæ í framtíðinni og þá standa sparisjóðirnir sterkir að vígi að vera með afgreiðslu á hverjum stað til þess að fá viðskipti við sitt sveitarfélag. Þeir gera það ekki nema með því að þjappa sér saman,” sagði Ragnar. Ragnar sagði að til væri stjórnarsamþykkt hjá spari- sjóðnum um að breyta nafni sparisjóðsins í Sparisjóð Vest- fjarða og myndi hann fyrst um sinn færa afgreiðslu sína frá Aðalstræti 19 í hið nýja hús- næði, í náinni samvinnu við forráðamenn hinna sparisjóð- anna þriggja. Reiknað er með að opna afgreiðsla með vorinu. Samherji og Hrönn sameinast „Guggan áfram gul“ Sameining Hrannar hf. á Ísafirði, sem gert hefur út frystiskipið Guðbjörgu, og Samherja hf. á Akureyri hafa vakið hörð viðbrögð víða um land og ekki síst á Vest- fjörðum. Þykir mörgum þetta vera enn eitt dæmi um að einstaklingum sé ekki treyst- andi fyrir forræði fiskveiði- heimilda og að þeir nýti þær í eigin þágu og gleymi fólk- inu í landinu sem hjálpaði til við öflun þeirra. Aðrir telja að eigendur Hrannar séu í fullum rétti að taka ákvarð- anir um hagsmuni sína en finnst að reyna hefði mátt lausn á vanda Hrannar á Vestfjörðum og vitna þar í meintan áhuga Básafells hf. á viðræðum við Hrönn hf. Hvorugur aðili virðist þó hafa lýst yfir á formlegan hátt áhuga á viðræðum um samstarf eða sameiningu þótt forsvarsmenn Básafells játi að þeir hefðu haft áhuga ef til þeirra hefði verið leitað. Með sameiningu Hrannar og Samherja er orðið til stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hefur fyrirtækið tæplega 25.000 tonna kvóta innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Samherji ásamt Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum og Haraldi Böðvarssyni á Akra- nesi munu nú hafa yfir að ráða þriðjungi fiskveiðiheimilda á landsvísu. Ljóst er að sameiningin og ótti Vestfirðinga við að missa 3.400 tonna kvóta Guðbjargar úr fjórðungnum ásamt því að fullkomnasta fiskiskip landsins væri ef til vill á förum norður til Akureyrar, hefur valdið miklum vangaveltum um fisk- veiðistjórnunarkerfið sem nú er við lýði og hafa alþingis- menn eins og Einar Kristinn Guðfinnsson lýst yfir að breyt- inga sé þörf. Ísfirðingar og Vestfirðingar virðast þó ekki þurfa að óttast að Guðbjörgin hverfi til nýrra lendna því bæði Samherjamenn og Hrannarmenn hafa keppst við að lýsa yfir að Guðbjörg verði áfram gerð út frá Ísafirði og með sömu áhöfn. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, hefur meira að segja látið hafa eftir sér að; „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði,“ og segist bjartsýnn á starfsemi Sam- herja á Ísafirði. Sjá nánar frétt og yfirlýs- ingu á bls. 6 og 7. Afríkuverkur- inn er kominn til að vera

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.