Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 11 Fréttaannáll Bæjarins besta – síðari hluti – Ágúst: 133 milljónum króna lægra Í byrjun ágúst voru opnuð hjá Framkvæmdastofnun ríkis- ins, tilboð í gerð snjóflóðavarna fyrir ofan Flateyri. Kostn- aðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á kr. 372.741.150.- og var lægsta tilboðið rúmum 133 milljónum króna lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Það kom frá Klæðningu hf., og hljóðaði upp á kr. 239.568.000. Fram- kvæmdastofnun mælti með því að tilboðinu yrði tekið. Sex verktakar buðu í verkið. Nýr fram- kvæmdastjóri Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ákvað í ágúst að ráða Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra í Grinda- vík, sem framkvæmdatjóra Fjórðungssambandsins í stað Eiríks Finns Greipssonar, sem ráðinn var sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Önundarfjarðar í stað Ægis Hafberg. Tíu um- sóknir voru um starfið. Halldór er fæddur og uppalinn í Ögri við Ísafjarðardjúp og var því kominn á heimaslóðir á ný. Fékk styrk frá danska ríkinu Í ágúst greindi blaðið einnig frá því að ungum ísfirskum gullsmiði, hefði verið veittur styrkur frá danska ríkinu fyrir framúrskarandi árangur í gull og silfursmíði. Umræddur Ísfirðingur er Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir og voru það Margrét danadrottning og Henrik prins sem afhentu henni styrkinn. Guðbjörg Kristín hóf sitt nám hjá Dýrfinnu Torfa- dóttur í Gullauganu á Ísafirði. Grunaður um kynferðislega misnotkun Undir lok ágúst var lögð fram kæra hjá lögreglunni á Ísafirði á hendur karlmanni á fertugs- aldri í Ísafjarðarbæ, vegna gruns um kynferðislega mis- notkun gagnvart tveimur ung- um börnum. Það voru mæður barnanna, fjögurra ára stúlku og tveggja ára drengs, sem lögðu fram kæru á hendur manninum. Maðurinn hafði áður komið við sögu hjá lög- reglunni, þó ekki vegna afbrota sem hann var ákærður fyrir. September: Forsetinn í heimsókn Í fyrsta tölublaði september mánaðar sagði blaðið frá fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar og eiginkonu hans, Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur til norðanverðra Vest- fjarða. Heimsókn forsetahjón- anna stóð yfir í fjóra daga og var þeim vel tekið á öllum þeim stöðum sem þau fóru um. Voru Vestfirðingar ánægðir með að forsetinn skyldi velja norðan- verða Vestfirði til sinnar fyrstu heimsóknar, en eins og kunnugt er, er forsetinn fæddur og uppalinn á Ísafirði. Framkvæmdir við nýjan miðbæ Framkvæmdir við nýjan miðbæ á Ísafirði hófust í byrjun september. Efnt var til hönn- unarsamkeppni á meðal arki- tekta um nýja ímynd miðbæj- arins á Ísafirði og varð tillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts fyrir valinu. Til fyrsta áfanga verksins, sem ráðgert var að klára á haustmánuðum, voru ráðgerðar 10-15 milljónir króna. Unnið verður áfram við verkið í vor og ræðst fram- kvæmdahraðinn af þeim fjár- munum sem veittir verða til verksins. Fegurstu garðar Ísaf- jarðarbæjar Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar ákvað í september að veita eigendum fjögurra garða í sveitarfélaginu viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi umhirðu. Þeir garðar sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni og teljast því fegurstu garðar sveitarfélagsins voru að Aðal- götu 21 á Suðureyri, en sá garður er í eigu Ásdísar Frið- bertsdóttur, Brimnesvegur 26 á Flateyri, sem er í eigu Unu Friðriksdóttur, Aðalstræti 23 á Þingeyri, sem er í eigu hjón- anna Guðrúnar Markúsdóttur og Skarphéðins Njálssonar og Smiðjugata 1 á Ísafirði, sem er í eigu þeirra Aðalheiðar Sig- urðardóttur og Bárðar Gríms- sonar. Jarðgöngin opnuð Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, opnaði í september, jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði, formlega fyrir almennri umferð. Fjölmargir gestir voru viðstaddir hátíðlega athöfn sem fór fram við ganga- munnan í Tungudal, þeirra á meðal þingmenn Vestfirðinga, fulltrúar þeirra verktaka sem stóðu að framkvæmdunum, sveitarstjórnarmenn og aðrir gestir. Október: Eitt stærsta sjávarútvegs- fyrirtækið Í byrjun október greindi blaðið frá því að stjórnir fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum, hefðu samþykkt tillögur um sameiningu fyrirtækjanna. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Básafell hf., Togaraútgerð Ísafjarðar hf., og Ritur hf., á Ísafirði og Útgerðarfélagið Sléttanes hf., á Þingeyri. Við sameiningu fyrirtækjanna fjög- urra varð til eitt stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins. Múlabergið strandaði Togarinn Múlaberg frá Ólafsfirði tók niðri í Sund- unum, á móts við Ísafjarðar- flugvöll í byrjun otkóber. Sökum hvassviðris reyndist ekki unnt að losa skipið fyrr en eftir þrjár klukkustundir, þrátt fyrir nokkrar tilraunir hafn- sögubátsins Þyts. Togarinn losnaði síðan af eigin ramm- leik. Mjög hvasst var á Ísafirði þennan dag og fór vindhraðinn mest upp í 82 hnúta á Ísafjarð- arflugvelli. Norðurtang- inn sameinast Básafelli Í október var tekin ákvörðun um að Hraðfrystihúsið Norður- tangi hf., á Ísafirði myndi sameinast hinu nýja sjávar- útvegsfyrirtæki á Ísafirði, Básafelli hf. Með sameining- unni var hið nýja fyrirtæki komið með kvóta upp á rúm 9.000 þíg.tonn, en með Norður- tanganum komu tæp 3.000 þíg.tonn. Áætlað var að hið nýja fyrirtæki yrði sjötta kvóta- mesta fyrirtæki landsins eftir sameininguna. Snjóflóðanna minnst Undir lok október var þess minnst á Flateyri að eitt ár var liðið frá því snjóflóðið mikla féll á byggðina með þeim afleiðingum að 20 íbúar stað- arins fórust. Haldin var minn- ingarstund í Flateyrarkirkju, afhjúpaður var minnisvarði um þá sem fórust auk þess sem kyrrðarstund fór fram í kirkj- unni. Að henni lokinni fleyttu íbúar Flateyrar ljósum á Lóninu til minningar um liðinn atburð. Nóvember: Flateyrar- kirkja 60 ára Í byrjun nóvember héldu Flateyringar upp á það, að sextíu ár voru liðin frá því kirkja staðarins var vígð. Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, predikaði við af- mælisguðþjónustu í Flateyrar- kirkju og blessaði síðan safnað- arheimili í nýrri viðbyggingu kirkjunnar. Fjölmenni var viðstatt afmælishátíðina. Bakki sam- einast Bakka Í nóvember greindi blaðið frá því að í undirbúningi væri sameining fyrirtækjanna Bakka hf., í Hnífsdal og Bakka Bol- ungarvík hf. Sameiningin var hluti af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins. Aðabjörn Jóa- kimsson, framkvæmdastjóri Bakka, sagði í samtali við blaðið á þessum tíma að ýmsar fleiri breytingar væru á döfinni hjá fyrirtækinu, sumar hefðu litið dagsins ljós en aðrar ekki. Fyrsta ný- smíðaverk- efnið í sjö ár Árla laugardagsmorgunn einn í nóvember, var fyrsta nýsmíðaverkefni Skipasmíða- stöðvarinnar hf., á Ísafirði í sjö ár, hleypt af stokkunum að viðstöddum eigendum skipsins og starfsmönnum stöðvarinnar. Hér var um að ræða 30 tonna rækjubát, Sandvík, sem gert er út frá Sauðárkróki. Við athöfn- inna var þess getið að næg verkefni væru framundan hjá Skipasmíðastöðinni og í burð- arliðnum væri samningsgerð um smíði á nýju skipi. Nýtt stjórn- skipulag Ísafjarðar- bæjar Undir lok nóvember sam- þykkti bæjarráð Ísafjarðar- bæjar nýtt stjórnskipulag sveit- arfélagsins. Samkvæmt hinu nýja stjórnskipulagi, var stjórn- sýslunni skipt upp í sex svið, stjórnsýslusvið, fjárreiðu- og áætlunarsvið, félagsþjónustu- svið, fræðslu- og menningar- svið, umhverfissvið og hafnar- málasvið. Yfirmenn framan- greindra sviða eru þau Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, Jón Tynes, félagsmálastjóri, Rúnar Vífilsson, skóla- og menning- arfulltrúi, Ármann Jóhannes- son, bæjarverkfræðingur, Her- mann Skúlason, hafnarstjóri og Þórunn Gestsdóttir, sem er aðstoðarmaður bæjarstjóra.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.