Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
Desember:
Tvær fjöl-
skyldur fengu
46 milljónir
Tvær fjölskyldur á Ísafirði
urðu rúmlega 46 milljónum
króna ríkari þegar dregið var í
heita potti Happdrættis Há-
skóla Íslands. Þetta er hæsti
vinningur sem fengist hefur í
Happdrætti Háskóla Íslands og
næst hæsti vinningur sem
borgaður hefur verið út hér-
lendis. Eigendur trompmiða
fengu 32,6 milljónir króna í
sinn hlut og eigendur tvöfalds
miða fengu 13,5 milljónir
króna. Eigendur lægri vinn-
ingsins reyndust vera þau Redy
Svandís Valdimarsson og Öss-
ur Pétur Valdimarsson en enn
er ekki vitað hverjir eru eigend-
ur 32,6 milljónanna.
Nýr leikskóli
vígður
Nýr leikskóli var vígður á
Flateyri í desember. Leik-
skólinn, sem gefið var nafnið,
Grænigarður, kostaði fullfrá-
genginn um 40 milljónir króna,
en söfnunarfé frá Færeyingum
var lagt til nýbyggingarinnar
ásamt gjafafé frá Kiwanis-
hreyfingunni. Leikskólinn tek-
ur 40 börn en fyrst um sinn var
áætlað að 29 börn yrðu í
skólanum. Á efri hæð hússins
átti að verða rekin félagsstarf-
semi fyrir börn og unglinga á
grunnskólaaldri.
Lá kaldur og
hrakinn
Ökumaður bifreiðar sem sér
um ferðir á milli Þingeyrar og
Ísafjarðar, lá á fimmtu klukku-
stund í snjó og kulda eftir að
bifreið hans fór út af veginum
yfir Gemlufallsheiði. Bifreiðin
mun hafa farið nokkrar veltur
áður en hún stöðvaðist um 50-
60 metrum fyrir neðan veg-
kantinn. Það var ökumaður
annarar bifreiðar, sem einnig
fór út af veginum á sama stað,
sem tilkynnti um slysið. Mjög
hvasst var á þessum slóðum á
þessum tíma og mikil hálka.
Vínveitinga-
staður á
Suðureyri
Söluskálinn Essó á Suður-
eyri, færði út kvíarnar í des-
ember með opnun nýs sals sem
rúmar um þrjátíu manns í sæti.
Með tilkomu hans var þjón-
ustan aukin og býður sölu-
skálinn nú upp á pizzur, léttar
steikur auk vínveitinga. Íbúar
á Suðureyri kunnu vel að meta
þessar breytingar og var fjöl-
menni við opnun salarins.
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
,,Súrefnisveggur
Haraldar
Gallerí Slunkaríki
Á laugardaginn kemur kl. 16, opnar Haraldur Jónsson,
myndlistarmaður sýningu í Slunkaríki á Ísafirði. Á sýningunni
mun Haraldur sýna verk sitt ,,Súrefnisveggur”, sem er
sérstaklega unnið fyrir sal Slunkaríkis, með staðhætti og
nánasta umhverfi í huga.
Haraldur Jónsson er fæddur í Finnlandi árið 1961. Hann
lagði stund á myndlistarnám í Reykjavík og í Dusseldorf í
Þýskalandi á árunum 1984-1990 og hefur haldið fjölda
sýninga á verkum sínum undanfarin tíu ár. Sýning Haraldar
í Slunkaríki er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18
og lýkur henni 2. febrúar nk.
Ísafjarðarbær
Funi aftur í gang
Nú líður að því að sorpbrennsla hefjist aftur í
sorpeyðingarstöðinni Funa, en viðgerðir hafa staðið yfir þar
að undanförnu vegna skemmda sem hlutust af snjóflóðinu í
október 1995.
Þorlákur Kjartansson, stöðvarstjóri, segir að brennsla
sorps geti hugsanlega hafist í næstu viku svo fremi að
eitthvað óvænt komi ekki upp. Húsið hefur verið sérstaklega
styrkt með tilliti til snjóflóða, m.a. stálgrind og gluggar.
Teiknivinna vegna snjóflóðavarna er í vinnslu en Þorlákur
gat ekki sagt til um hvenær áætlað væri að framkvæmdir við
þær myndu hefjast. Fimm manns munu starfa í Funa þegar
brennsla hefst.
Bolungarvík
Innbrot í Víkurbæ
Aðfaranótt 8. janúar s.l. var brotist inn í félagsheimilið í
Bolungarvík þar sem skemmtistaðurinn Víkurbær hefur
verið til húsa. Brotinn var rúða í eldhúsi og í bakdyrum
ásamt því að skemmdir voru unnar á neyðarútgang. Aðrar
skemmdir voru óverulegar en hvolft hafði verið úr
ruslapokum bakatil í húsinu þannig að aðkoma eigenda var
óskemmtileg. Þjófarnir höfðu á brott með sér eitthvað af
áfengi en létu annað í friði eftir því sem best var séð.
Blóðslóð lá um húsið þegar lögregla kom á vettvang og varð
því ljóst að þjófarnir höfðu skorist við rúðubrotið. Lögreglan
í Bolungarvík brá skjótt við í þetta sinn og var málið leyst
samdægurs og þykir það vel af verki staðið. Þarna reyndist
vera um aðkomumenn að ræða sem gert höfðu sér ferð til
Bolungarvíkur í þessum erindagjörðum.
Ísafjarðarflugvöllur
Brottfarir að
næturlagi leyfð-
ar á næstunni
Reykjanes við Ísafjarðardjúp
Tilboð í húseignir Hér-
aðsskólans í Reykjaur nesi
við Ísafjarðardjúp verða
opnuð 16. janúar n.k.
Samkvæmt upplýsingum
frá Ríkiskaupum þá höfðu
borist einhverjar fyrir-
spurnir um eignirnar en
ekki höfðu borist eiginleg
tilboð. Algengt er að
Tilboð í húseignir
opnuð á morgun
menn mæti með tilboðin
með sér eða senda þau
sama dag og opnun fer
fram. Fasteignamat eign-
ana mun vera um 60
milljónir króna en bæði
var auglýst eftir kaup- og
leigutilboðum. Ekki er um
ásett verð að ræða og fer
það væntanlega eftir
staðsetningu og eftirspurn
eins og það var orðað hjá
Ríkiskaupum. Eignirnar
sem eru til sölu saman-
standa af; 6 íbúðum,
heimavistarhúsnæði,
kennslustofum, mötu-
neyti, sundlaug o.fl.
Tvö ár frá því snjóflóð féll á Súðavík
Atburðanna ekki
minnst sérstaklega
Á morgun, fimmtu-
daginn 16. janúar, eru tvö
ár liðin frá því snjóflóðið
mikla féll á byggðina í
Súðavík, með þeim
afleiðingum að fjórtán
manns fórust, sex full-
orðnir og átta börn.
Ágúst Kr. Björnsson,
sveitarstjóri í Súðavík
sagði í samtali við blaðið á
mánudag, að ekki hefði
Frá minningarathöfninni sem haldin var í Súðavík fyrir ári síðan.
verið tekin nein ákvörðun
um að minnast atburð-
anna sérstaklega í ár, það
hefði verið gert á síðasta
ári, þegar eitt ár var liðin
frá því hörmungarnar
dundu yfir byggðarlagið.
Þann 16. janúar á síðasta
ári söfnuðust bæjarbúar
við kaupfélagið á staðn-
um, gengu í blysför um
plássið og lögðu kertaljós
við grunna þeirra húsa
sem eyðilögðust í flóðinu.
Þá var haldið að auðu
svæði við pósthúsið í
Súðavík, þar sem fram fór
bænastund og látinna var
minnst. Síðar um kvöldið
fór fram minningarstund í
Súðavíkurkirkju sem og í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Að undanförnu hefur verið unnið að uppsetningu búnaðar
sem nauðsynlegur er til að hægt verði að leyfa flugumferð að
næturlagi frá Ísafirði. Guðbjörn Charlesson, hjá flugmála-
stjórn á Ísafirði, segir að sett hafi verið upp þrjú rauð ljós í
Kirkjubólshlíðinni ásamt hvítu blikkljósi á Arnarnesi. Annað
slíkt verður sett upp í Hnífsdal en ekki er von á því fyrr en
eftir 4-5 vikur. Ef veður leyfir verður í þessari viku byrjað
að flugprófa kerfið en kanna þarf m.a. hvort ljósin trufli aðra
umferð, t.d. skipaumferð. Að sögn Guðbjörns mun þetta allt
taka sinn tíma en mögulega verði hægt að leyfa næturumferð
í þessum mánuði eða næsta. Hann segir að eingöngu sé verið
að tala um brottfarir að næturlagi en lendingar verði eftir
sem áður háðar birtuskilyrðum.
Auglýsingasími
Bæjarins besta
er 456 4560