Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 3
Vestfirskur skelfiskur á Flateyri
Áætlar að hefja vinnslu í apríl
Vestfirskur skelfiskur hf., á Flateyri hefur náð nauðasamn-
ingum við flesta kröfuhafa og er gert ráð fyrir að samningarnir
fari fyrir dómara í febrúar. Fyrirtækið er að festa kaup á
skelfiskveiðiskipi í Bandaríkjunum og hefur það um helmingi
meiri burðargetu en Æsa ÍS, sem fórst í Arnarfirði í júlí á síðasta
ári. Ráðgert er að vinnsla geti hafist að nýju hjá Vestfirskum
skelfiski hf., í apríl.
Nauðasamningarnir fela í sér að fyrirtækið greiðir 20% af
öllum kröfum og fellir niður hlutafé um 80%, stefnt er að aukn-
ingu hlutafjár síðar. Samningur um kaupin á skipinu frá Banda-
ríkjunum verður væntanlega undirritaður undir lok þessa mánaðar
en það er keypt frá Tampa í Flórída. Skipið er sérstaklega
hannað til skelfiskveiða en var síðan breytt til veiða á hörpuskel
og krabba. Skipið hefur legið við bryggju um tíma vegna
kvótaleysis.
Ráðgert er að gera nauðsynlegar breytingar á skipinu og er
kostnaður við kaupin og breytingarnar áætlaður um 90-100
milljónir króna.
Vestfirskur skelfiskur hf., á Flateyri er um þessar mundir að
festa kaup á nýju skipi í stað Æsu ÍS sem fórst í Arnarfirði á
síðasta ári. Ráðgera stjórnendur fyrirtækisins að vinnsla
geti hafist að nýju í apríl.
Bergmálsmælingar á þorski á Vestfjarðamiðum
Rannsóknarleiðangur í janúar
Hafrannsóknarstofnun ætlar
að framkvæma bergmáls-mæl-
ingar á þorski á Vestfjarða-
miðum 15.-27. janúar. Fyrir
ári var farið í svipaðan leið-
angur í þeim tilgangi að rann-
saka „stóru torfuna“ sem stöð-
ugar fréttir bárust af frá sjó-
mönnum á Vestfjarðamiðum.
Að sögn Páls Reynissonar,
leiðangursstjóra, sást fiskurinn
mjög vel þá og var ljóst að
mjög mikið af fiski var á
rannsóknum á Barentshafs-
þorskinum í 10-15 ár og þeir
styðjist við þessar mælingar til
að áætla stofnstærð. Bergmáls-
mælingar hafa nær eingöngu
verið notaðar við mælingar á
uppsjávartegundum eins og
síld, loðnu og nú síðast karfa
og segir Páll að erfitt sé að
koma þessari aðferð við þegar
fiskur er mjög botnlægur. Það
sé samt oft svo að þorskurinn
leiti upp í sjó og þá henti þessi
aðferð tiltölulega vel.
„Við eru að þreifa okkur
áfram með þetta og það eru
fréttir af mikilli þorskgengd
og þorski upp í sjó. Meiningin
er ekki að mæla stofnstærð
þorsksins eins og hann leggur
sig. Þetta er tilraunastarfsemi
og hvort hún á eftir að gefa
einhverjar viðbótarupplýsingar
sem verða notaðar er erfitt að
segja um, en við vonumst
auðvitað eftir því,“ sagði Páll.
tiltölulega litlu svæði. Þessar
mælingar voru þær fyrstu í
langan tíma sem gerðar voru á
þorski með bergmálsmæli.
Páll segir að þarna sé um
tilraun að ræða og að niður-
stöður mælinga af þessu tagi
gætu orðið gagnlegar við
samanburð á öðrum upplýs-
ingum um þorskstofninn þegar
fram líða stundir. Hann segir
að Norðmenn hafi notað berg-
málsmælingar samhliða tog-
Ísafjarðarbær
Eitt atvinnusvæði - eða hvað?
Eitt af markmiðunum með
sameiningu sveitarfélaga og
gerð jarðganga undir Breiða-
dals- og Botnsheiði, var að gera
norðanverða Vestfirði að einu
atvinnusvæði. Mörgum finnst
sem fyrirætlanir þessar hafi
farið út um þúfur og að vænt-
ingarnar hafi verið meiri en
efni stóðu til. Hvað rök færa
menn svo fyrir þessu? Þingeyri
hefur verið mikið í umræðunni
vegna ófremdarástands í at-
vinnumálum sem skapaðist
vegna erfiðleika hjá aðal
fiskvinnslufyrirtæki staðarins
Fáfni hf, en 68 voru á atvinnu-
leysiskrá á Þingeyri fyrir jólin.
Á Flateyri, sem eins og
flestir vita er næsti bær við,
hefur hins vegar verið næg
atvinna en fátt um starfsfólk
þannig að Kambur, sem er
stærsti atvinnuveitandinn á
Flateyri, hefur þurft að manna
fiskvinnslu sína að helmingi
til með erlendu farandverka-
fólki. Þetta þykir mörgum
skjóta skökku við í ljósi göf-
ugra markmiða um eitt atvinnu-
svæði og þeirrar staðreyndar
að veðurfar hefur verið með
eindæmum gott í haust og það
sem af er vetri og telja að
Þingeyringar hefðu getað nýtt
sér þá atvinnu sem boðist hefur
á Flateyri a.m.k. tímabundið
þar til úr rættist í atvinnumálum
á Þingeyri.
Um 20-30 mín. akstur er á
milli Þingeyrar og Flateyrar og
er leiðin yfirleitt erfið yfir-
ferðar á „eðlilegum vestfirsk-
um vetrum,“ en eins og áður
sagði þá hefur veðurfar verið
með eindæmum gott í haust og
vetur. Reyndar er það svo að
engin eru jarðgöngin á milli
Dýrafjarðar og Önundarfjarðar
og skal það fært Þingeyringum
til tekna.
„Ég get ekki neitað því að
þetta er svolítið sérkennileg
afstaða því við verðum náttúru-
lega að reyna að brjóta upp
þessa hlekki hugarfarsins og
fara að líta á okkur sem íbúa
sameiginlegs sveitarfélags á
einu atvinnusvæði þar sem
íbúar geta þurft og ættu að
sækja atvinnu yfir í næsta
byggðarlag. Við vonumst auð-
vitað til þess að hjól atvinnu-
lífsins fari að snúast á Þingeyri
en á meðan svo er ekki þá er
ekkert eðlilegra en að fólkið
fari til vinnu t.d. á Flateyri. Ég
bendi á að viðlíka ástand kom
upp í Bolungarvík fyrir tveimur
árum þegar fyrirtækjum þar
var lokað. Þá var fullt af fólki
ekið í rútubíl daglega til starfa
t.d. í fiskvinnslufyrirtækjum á
Ísafirði og þótti ekki nema
eðlilegur hlutur þangað til
þeirra mál leystust,“ sagði
Þorsteinn Jóhannesson, forseti
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar,
aðspurður um þessi mál.
Þorsteinn Már Baldvinsson, hjá Samherja hf.
Neikvæð umræða um sægreifa
Neikvæð umræða um stór
sjávarútvegsfyrirtæki og eig-
endur þeirra, hina svokölluðu
sægreifa, hefur verið mjög
áberandi um lengri tíma. Því
er m.a. haldið fram að þeir séu
að nota sameign íslensku
þjóðarinnar til að fjárfesta í
áhætturekstri erlendis. Eitt
þeirra fyrirtækja sem verið
hefur mikið í umræðunni er
Samherji hf. á Akureyri. Fram-
kvæmdastjóri Samherja er
Þorsteinn Már Baldvinsson og
í samtali við BB kom fram hjá
honum að hann teldi þessa
gagnrýni ekki réttláta.
„Ég held að menn ættu frek-
ar að vera stoltir af að Íslend-
ingar stundi sjávarútveg er-
lendis og fari út með sína þekk-
ingu. Það er ljóst að það sem
Samherji er að gera mun skapa
mjög mikla vinnu. Við höfum
verið að láta smíða hér færi-
bönd, kaupa flokkara og veið-
arfæri og við erum að nota ís-
lenska sjómenn. Við erum ekki
að nota sameign íslensku þjóð-
arinnar í þetta það er alveg af
og frá. Við höfum fengið lánsfé
til þessara erlendu verkefna en
þau hafa tekist vel. Við höfum
gaman af þeim og lítum björt-
um augum á þau til lengri tíma
litið. Munurinn á íslensku verk-
efnunum og þeim erlendu er sú
neikvæða umræða sem fram
fer hérlendis um sægreifa en
við erum lausir við hana úti.
STARFSMAÐUR VIÐ
LAUNAVINNSLU OG BÓKHALD
Óskum eftir að ráða starfsmann við
launa- og bókhaldsstörf á bæjarskrif-
stofunum. Starfshlutfall 100%.
Helstu verkefni: Færsla bókhalds-
gagna og launavinnsla.
Menntun og reynsla: Stúdentspróf
eða sambærileg menntun auk starfs-
reynslu af launa- og bókhaldsstörf-
um.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar
nk.
Kjör: Laun samkvæmt kjarasamn-
ingi félags opinberra starfsmanna á
Vestfjörðum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
bæjarskrifstofunum en frekari upplýs-
ingar veitir Þórir Sveinsson, fjármála-
stjóri og Bára Einarsdóttir, launa-
fulltrúi.
STAÐARVERKSTJÓRI FLATEYRI
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ óskar
eftir að ráða staðarverkstjóra á Flat-
eyri frá og með 1. mars nk. að telja.
Megin viðfangsefni staðarverk-
stjóra eru umsjón með verklegum
framkvæmdum og daglegur rekstur
áhaldahúss staðarins og störfum því
tengdu. Einnig annast staðarverk-
stjórinn vigtun fyrir hafnarsjóð, um-
ferðastjórnun við höfnina ásamt mót-
töku báta og skipa.
Skriflegum umsóknum skal skila á
bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar fyrir
31. janúar nk.
Nánari upplýsingar gefur bæjar-
verkfræðingur eða bæjarverkstjóri í
síma 456 3722.
AÐSTOÐAR FORSTÖÐUMAÐUR
Staða aðstoðarforstöðumanns Hlíf-
ar, íbúða aldraðra, Torfnesi er laus til
umsóknar.
Óskað er eftir umsækjendum með
áhuga á öldrunarþjónustu.
Umsækjendur þurfa að hafa reynslu
í mannlegum samskiptum, stjórnun
og skipulagningu þjónustu.
Umsóknarfrestur er til 29. janúar
1997.
Upplýsingar veitir forstöðumaður,
Rósa Guðrún Jóhannsdóttir í síma
456 4076 eða félagsmálastjóri, Jón
Tynes í síma 456 3722.
STARF Á ÞJÓNUSTUDEILD
Starfsmaður óskast á þjónustudeild
Hlífar, íbúða fyrir aldraða, Torfnesi.
Um er að ræða 60% starf, vaktavinna.
Upplýsingar veitir forstöðumaður,
Rósa Guðrún Jóhannsdóttir í síma
456 4076.
ÍSAFJARÐARBÆR