Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ 3 SPÓLAN10TOPP http://www.alberto.tomba. it/e/ Skíðakappinn Alberto Tomba hefur opnað heima- síðu sína. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um kappann afrek og fleira. http://www.chevrolet.com/ c5/ Hvernig væri að kíkja á nýju Corvettuna, Corvette C5. Glæsilega hönnuð heima- síða. http://www.100hot.com/ jokes/archives/computers. chtml Hérna eru nokkrir góðir tölvubrandarar. 1. Trainspotting 2. Bilko liðþjálfi 3. Kingpin 4. From Dusk till Dawn 5. Primal Fear 6. Copycat 7. Agnes 8. Broken Arrow 9. Down Periscope 10. Executive Decission í TÆKINU HELGAR veðrið góðará NETINUht tp : ókeypis smáauglýsingar kaup & sala Horfur á fimmtudag: Austan stinningskaldi eða allhvasst og slydda eða rigning sunnan- og austanlands en norð- austan hvassviðri, snjó- koma og vægt frost norðvestan til. Á föstudag snýst vind- ur í hvassa norðanátt með talsverðu frosti fyrst vestanlands. Þurrt á Suðurlandi en snjó- koma eða él annars staðar. Síðdegis á laugardag fer norðanáttin að ganga niður en á sunnudag lítur út fyrir suðlæga átt með snjó- komu og síðan rigningu víða um land. The Rock The Rock er mögnuð mynd með stórleikur- unum Nicolas Cage, Ed Harris og Sean Connery. En myndin segir frá viður- eign lögreglu og hers við uppgjafarhermenn sem hafa tekið Alcatraz fang- elsið og hyggjast nota það sem skotpall eiturefna- árasar. MYNDBÖND HJÁ VÍDEÓHÖLLINNI Lítið einbýlishús í Bolung- arvík til leigu eða sölu. Leigu- eða söluskipti á íbúð eða húsi á Ísafirði væri góður kostur. Upplýsingar gefur Magnús í síma 456 7055 á kvöldin og Sóley í síma 456 5280 á daginn. Konan sem hringdi í Straum til að athuga um gleraugun sín, er beðin að hringja aftur því gleraugun eru fundin. Síminn er 456 3321 Til sölu Skidoo vélsleði árg. ´92. Upplýsingar eru veittar í síma 456 7741 4ra manna fjölskylda óskar eftir 3-4 herbergja íbúð eða húsi á Ísafirði, helst á eyrinni eða í nágrenni. Upplýsingar í síma 587 4493 Til sölu Playstation tölva ásamt leikjum. Upplýsingar í síma 456 6203 Ef einhvern vantar að losna við hitatúpu, þá er ég tilbúin að kaupa hana. Upplýsingar í síma 456 4686 Til sölu Fiat Uno árg. 1985. Er í góðu lagi, skoðaður ´97, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 456 8373 Óska eftir einbýlishúsi eða stórri íbúð í Bolungarvík. Upplýsingar í síma 456 7161 Til sölu Tangagata 21, sem er lítið gamalt einbýlishús. Upplýsingar í síma 456 3881 Til sölu vegna brottflutnings gul VW bjalla 1200 árg. ´76. Óryðgaður. Upplýsingar í síma 456 3454 og 456 3374 Til sölu eða leigu einbýlishúsið að Hjallabyggð 9, sem er 132m² ásamt 70m² bílskúr. Laus 1. febrúar. Söluverð: 5.000.000.- Leiga 28.000 pr./mán. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 456 6217 eftir kl. 20. Volvo 340 DL árg. 1985 til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 456 4030 á kvöldin. Til sölu er 143m² einbýlishús ásamt 40m² bílskúr að Fagra- holti 3. Ásett verð kr. 11,8 millj. Upplýsingar í síma 456 3928 eða 456 4323, Erlingur Tryggvason. Ath. grunnskóla- og fram- haldsskólanemar! Tek að mér aukatíma í íslensku, ensku, þýsku, frönsku og stærðfræði. Upplýsingar í síma 456 4775, á kvöldin. Hrafnhildur. Til sölu vegna brottflutnings Philco Softline þvottavél, Phil- ips ísskápur með stórum frysti, rúm 1½ breidd og leðurjakki. Upplýsingar í síma 456 3454 og 456 3374 Til sölu lítill og nettur Pana- sonic GSM sími. Upplýsingar í síma 897 6707 Til sölu Subaru Justy árg. ́ 87. Sumar- og vetrardekk á felgum. Skoðaður ´97, gott verð. Upp- lýsingar í síma 456 5310 Til sölu er fasteignin Selja- landsvegur 68, sem er 198m² bjart og rúmgott einbýlishús. Skipti á minni eign á Ísafirði eða á höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Upplýsingar í síma 456 4786 Til sölu Iveco Turbo Daily 4x4 árg. ́ 91 ásamt hestvagni, Toyota Corolla árg. ́ 91, Yamaha píanó, baðherbergissett: WC, baðkar og handlaug og fiskeldis- flotkví. Upplýsingar í síma 456 8172 Tek að mér viðgerðir og endurbætur á bátum úr trefja- plasti. Friggi Jó. Upplýsingar í síma 456 4664 Mig vantar pössun fyrir 9 mánaða strák frá 13-17 og af og til frá 13-21. Erum í Hnífsdal en erum að reyna að komast í bæinn. Skipti- pössun yrði frábær lausn. Upplýsingar í síma 456 5069, Anna. Ég, sem er 9 mánaða, mömmu og kisunni minni vantar íbúð á eyrinni. Bara litla og þægilega. Svona um 25.000 á mánuði. Upp- lýsingar í síma 456 5069, Anna. Til leigu einbýlishús að Hlíðarstræti 7, Bolungarvík. Upplýsingar í síma 456 3635, Stefán. Óska eftir sjónvarpi fyrir lítinn pening. Upplýsingar í síma 456 7187 Vil leigja eða kaupa húsnæði til viðgerða og framleiðslu hluta úr trefjaplasti á Ísafirði eða nágrenni. Þarf að vera hægt að koma smábátum inn til viðgerða. Upplýsingar í síma 456 4664 og 893 6082 Ungbarnasundnámskeið hefjast nú í vikunni fyrir byrjendur og lengra komna. Upplýsingar í síma 456 5082, Margrét. Smáauglýsingasími Bæjar- ins besta er 456 4560. Gott er að hafa barn til blóra Enn á ný hefur atvinnulífið dregið að sér athyglina. Nú með sameiningu hlutafélagsins Hrannar á Ísafirði við Samherja h.f. á Akureyri. Því ber að fagna að samstarf þetta hafi náðst. Einkanlega vegna þess að öllum mátti vera það ljóst, að við óbreytt ástand gekk útgerð Guðbjaragar ÍS 46 ekki upp. Auðvitað hafa margir sagt ýmislegt og sumt gáfulegt, en sumt miður eins og gengur. Síst af öllu er verið að verja kvótakerfið þótt því sé fagnað að útgerð frystitogarans Guðbjargar standi nú á traustum grunni, mun traustari en fyrr. Á ýmsu hefur gengið í sjávarútvegi á Vestfjörðum á undanförnum árum. En kvótakefinu hefur ekki verið haggað í neinum þeim mæli að nokkru skipti. Rækjuverksmiðjur hafa orðið gjaldþrota. Segja má að það hafi verið reglan ef Bakki í Hnífsdal er frátalinn. Reyndar hefur Básafell gengið og er það nú heiti hins sameinaða Vestfirska sjávarútvegsrisa, sem ekki náði því fram að sameinast Hrönn h.f. Enn er Fáfnir h.f. á Þingeyri óleyst vandamál. Ekkert sem gert hefur verið, hefur dugað til bjargar. Fáfnis sýnist því bíða baninn einn. Hver heilvita maður skilur að fyrirtæki verður ekki rekið til lengdar ef það kostar 1,35 krónur að framleiða verðmæti sem selst fyrir eina krónu. Togararnir báðir sem gerðir voru út frá Þing- eyri eru nú í raun komnir til Ísafjarðar með heimahöfn. Það er hvorki gott né slæmt. Svona er það bara, staðreynd. Að vísu fór ekkert fyrir mótmælum forseta bæjar- stjórnar á Ísfirði yfir flutningi kvóta þegar þetta gerðist. En hann hefur haft uppi stór orð í tengslum við sameiningu Hrannar og Samherja og notað lýsingarorð eins og hörmulegt. Forseti bæjarstjórnar er frjáls að því að hafa skoðun á málinu. En það er hans skoð- un, ekki staðreynd. Sama er um málflutning formanns Verkalýðsfélagsins Baldurs og forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Hugsun þeirra er án nokkurs vafa góð. En hverju ráða þeir um málið. Af hálfu forystumanna Ísafjarðar- bæjar er því haldið fram að bærinn taki ekki þátt í atvinnulífi. En hvernig má það vera? Lagði ekki Ísafjarðarbær sinn hluta í hlutafélaginu Togaraútgerð Ísafjarðar í nýja Básafell h.f. ? Hafa verkalýðsfélögin lagt fé til kaupa á kvóta eða aflamarki eins og það mun kallað í lögum? Hvað er að marka málflutning sem hér hefur verið lýst? Öllum er fullkomlega augljóst að vandi byggðar á Þingeyri, sem er hluti Ísafjarðarbæjar, er atvinnuleysi mikils hluta vinnandi fólks á staðnum. Ef það er stefna bæjarstjórnar að taka ekki þátt í atvinnulífi, þá rekst stefnan í málum Básafells á stefnuna í málefnum Þingeyrar. Allir kenna kvótakerfinu um ófarir í atvinnulífi. En svo er ekki. Gott er að hafa barn til blóra segir gamalt máltæki. Þá kenndu fullorðnir barninu um það sem úrskeiðis gekk. Stjórnunarvandi? Forsvarsmaður Samherja hf. Þorsteinn Már Baldvinsson sagði í útvarpi, að Guðbjörg ÍS 46 yrði áfram gerð út frá Ísafirði. Hann sagði einnig að vandi í útgerð á Vestfjörðum væri stjórnunarvandi. Stjórnun fyrirtækja í sjávarútvegi á Vestfjörðum hafi verið ábótavant, að minnsta kosti í sumum tilvikum. Þetta kann að vera skoðun hans, en ekki staðreynd. En þarna talar maður með mikla reynslu, sem hófst þegar handa um að endurfjármagna lán vegna Guðbjargar og lækka þannig vaxtabyrði. Hann kann að hafa nokkuð til síns máls. Ekki er ótrúlegt að heppni þeirra frænda, sem margir vilja kalla, stafi af vinnu og hugsun um það sem gera þarf. Fyrir réttri viku var að því vikið, að við ráðum ekki öllu í lífi okkar, hvorki einstaklingar né þjóð. En markmið getum við sett okkur. Umræðan um sameininguna, sem hér er til umfjöllunar ber sterkan keim af miklum tilfinningum. Íslendingar eru þeirrar náttúru að geta deilt og karpað um öll efni og fer þá stundum minna fyrir rökum. Án þess að leggja nokkurn dóm á kvótakerfið má rifja upp, að útgerðarmenn hafa orðið ríkir af útgerð sinni, tapað öllu og orðið gjaldþrota, og reyndar flutt skip sín úr einni heimahöfn í aðra lengi og löngu fyrir tíð kvótans. Vonandi stendur loforð Samherja um að frystiskipið Guðbjörg verði áfram gert út frá Ísafirði. Stjórnin á því fyrirtæki sýnist hafa verið til fyrirmyndar og án mikilla vandamála. Hví ættu menn að rífa hár sitt og skegg vegna einhvers sem þeir fá engu um ráðið? -Stakkur Atvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk til snyrtingar og pökkunar á fiski. Upplýsingar gefur Rúnar í síma 456 4003.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.