Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Jóhanna og Skúli ásamt öðrum stýrimanni Skúla, Jónasi Titus Kashupi. Skúli Elíasson og Jóhanna Gunnarsdóttir frá Þingeyri segja frá veru sinni í Namibíu,,Afríkuverkurinn“ er kominn til að vera Skúli Elíasson og Jóhanna Gunnarsdóttir frá Þingeyri hafa undanfarin þrjú ár búið í Namibíu þar sem Skúli starfaði við fiskveiðar. Þau segjast lengi hafa haft löngun til að búa erlendis og kynnast einhverju nýju. Það má með sanni segja að þeim hafi tekist það þar sem Namibía á fátt sameiginlegt með Íslandi. BB ræddi við þau hjón nýlega um reynslu þeirra síðustu þrjú árin og komst fljótlega að því að Namibía er óþrjótandi umræðuefni. Þjóðin sjálf og menning og saga hennar er margslungin og ekki margt sem minnir á landið okkar. Jóhanna og Skúli segja það alveg á hreinu að þau muni aldrei læknast af ,,afríkuverk“, hann sé kominn til að vera. Dýrfirðingar í húð og hár Skúli er fæddur og uppalinn í Keldudal og bjó þar til 14 ára aldurs, en þá fluttu foreldrar hans inn á Sveinseyri þar sem móðir hans, Kristjana Vagns- dóttir, býr enn þann dag í dag. Faðir Skúla var Elías Þórarins- son, eða Elli frá Hrauni, og var hann þekktur hagyrðingur. Þegar Skúli var inntur eftir því hvort hann gerði ekki eitthvað að því að setja saman vísur gaf hann ekki mikið út á það, en kona hans jánkaði því nú og sagði hann eitthvað fást við það þó ekki sé það mikið opinberlega. Það má segja að skólaganga Skúla hafi verið frekar rykkjótt. ,,Ég var níu ára þegar ég byrjaði í farskóla, en þá fór kennari á milli bæjanna. Skólagangan á hverjum vetri var samanlagt u.þ.b. þrír mánuðir. Ég var í skólanum í tvær vikur og fór síðan heim, en varð að læra og skila inn sama efni, hefði ég verið í skólanum. Besta að- haldið var að maður vissi að það yrði próf þegar farið væri næst í skólann. Mér fannst þetta fínt kerfi þó svo að búið sé að fordæma það fyrir löngu síðan. Þetta þýddi í raun að maður varð, með aðstoð foreldra sinna, að bera ábyrgð á sjálfum sér þann tíma, sem maður sat ekki í skólanum. Ég var fjóra vetur í farskóla áður en ég fór í gagnfræðaskólann á Þingeyri. Síðan var ég í einn vetur í Reykjanesi og að Núpi árið eftir. Eftir að hafa fengið þennan samanburð, fannst mér miklu manneskjulegra að vera í Reykjanesi heldur en á Núpi. Það var allt mun strangara að Núpi, fleiri boð og bönn og kunni ég betur við mig í Reykjanesi.“ Eftir landspróf gerðist Skúli sjómaður og dreif sig síðan í Stýrimannaskólann veturinn 1977-1978. Hann var skipstjóri á Framnesi ÍS frá 1989 og þangað til seinni parts árs 1993 eða þar til hann fór til Namibíu. Jóhanna er einnig Dýrfirð- ingur, dóttir Gunnars Friðfinns- sonar og Rannveigar Guðjóns- dóttur á Þingeyri. Hún gekk í skóla á Þingeyri og fór síðan á Núp. ,,Það gekk alltaf í bylgjum hvor skólanna var vinsælli. Flestir í mínum árgangi völdu að fara á Núp þannig að ég fylgdi með.“ Auðvelt að bjarga sér erlendis Þau hjón segja að það hafi lengi blundað í þeim að fara eitthvað út fyrir landsteinana, og segja þau að sú útþrá hafi einungis versnað eftir að þau hafi prófað einu sinni. ,,Ég var búinn að vera á Framnesinu í nokkuð mörg ár og var farið að langa að breyta til. Við höfðum ekki farið til Afríku áður, en við höfðum víða farið um Evrópu. Svo hafði það einhver áhrif í öllu þessu að í júní 1993 fórum við út með Norrænu og tókum bílinn með okkur. Við flökkuðum um Evrópu í mánuð og ég hugsa að það hafi gert heilmikið í sambandi við að auðvelda þessa ákvörðun að flytja í annað land. Þarna sáum við hvað það er auðvelt að bjarga sér og ferðast á milli staða erlendis. Maður miklar stundum hlutina fyrir sér áður en maður prófar og kemst að hinu sanna,“ segir Skúli. ,,Við sáum auglýsingu í blaði um að það vantaði skipstjóra til vinnu í Namibíu og byrjuð- um við á að afla okkur frekari upplýsinga um starfið og aðrar aðstæður. Þannig var að ráð- gjafafyrirtæki í Reykjavík sem heitir Nýsir var búið að koma á tengslum við Namibíu og það var beðið um að auglýsa eftir skipstjórum og vélstjórum til starfa. Verið var að stofna fyrirtæki sem í dag heitir Seaflower Whitefish Corporat- ion og er að 80% hlut í eigu Namibíska ríkisins og 20% Íslendinga. Þetta var mjög stuttur fyrirvari. Við sáum auglýsinguna í september og þegar ég loks sótti um var umsóknarfresturinn eiginlega runninn út. Ég var þó ráðinn fljótlega eftir það og flaug til Namibíu 9. nóvember 1993 ásamt bróður mínum sem ráðinn var netagerðarmaður og Ásmundi Þóri Ólafssyni, stýri- manni, sem enn starfar í Afríku. Við flugum frá Keflavík til Englands, þaðan til Windhoek höfuðborgar Namibíu og til Luderitz. Við vorum allir ráðnir á sama skipið, Jakob Marengo, fyrsta mánuðinn, en það var fyrsti togari fyrirtækisins,“ segir Skúli. Bærinn Luderitz er í eyði- mörk út við sjóinn og þar er lítið nema sandur og klettar. ,,Þegar við komum til Luderitz leist okkur ekkert of vel á staðinn við fyrstu sýn. Mér fannst skrítið að það var mikið af vopnuðum lögreglumönn- um hvert sem litið var. Við vorum svo fáfróðir að halda að þetta væri venjulegt ástand og spurðum ekkert frekar út í það. Síðan fréttum við löngu seinna að einmitt þennan dag, höfðu innfæddu verkamennirnir gert uppsteyt og m.a. tekið einn skrifstofumann fyrirtækisins og haldið honum fyrir utan skrifstofubyggingu Seaflower með hníf við hálsinn, “ segir Skúli. Fyrirtækið sem Skúli vann hjá hafði áður verið í humar- vinnslu og var að byrja í togaraútgerð. Þessi átök voru m.a. vegna samdráttar í humar- veiðum, en það var verið að draga úr kvóta sem þýddi minni vinnu. Þegar menn fóru til að ná í launin sín eins og venjulega fréttu þeir að ekki ætti að byrja humarvinnslu fyrr en eftir marga mánuði og því varð uppsteytur sem endaði með þessum ósköpum. Alltaf hægt að snúa aftur Skúli og Jóhanna segjast hafa verið búin að búa sig undir að þarna væri margt öðruvísi og höfðu hugsað sér að ef eitthvað klikkaði, gætu þau alltaf snúið aftur. Þau segja það hafi verið þó nokkuð mikið mál að fara með þetta stóra fjölskyldu á stað þar sem fáir vissu hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. ,,Þegar við komum var ein íslensk fjölskylda á staðnum og það var fjölskylda framkvæmdastjórans. Að von- um sagði hann já og amen við öllum okkar spurningum því hann vildi ráða fólk til sín. Það stóðst þó það sem hann sagði og allt gekk þokkalega, enda hefðum við ekki framlengt dvölina ef hlutirnir hefðu ekki gengið upp,“ segir Jóhanna. Skúli fór í fyrsta túrinn 3. desember 1993 sem stýrimað- ur. ,,Skipstjóri var Magnús Þórarinsson en hann hafði áður unnið hjá Þróunarsamvinnu- stofnun. Hrólfur bróðir minn var bátsmaður og stýrimaður- inn sem fór með mér út var annar stýrimaður. Við vorum ágætlega mannaðir miðað við það sem varð svo seinna, en í þessum túr vorum við sex Íslendingarnir og 24 svert- ingjar. Seinna áttum við svo eftir að prófa að vera jafnvel ekki nema 2-3 Íslendingar um borð í einu, sem auðvitað var allt of lítið. Við komum í land 24. desember í steikjandi hita og sól. Okkur var boðið í mat til framkvæmdastjórans um

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.