Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 5

Bæjarins besta - 05.02.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 5 að Halldór hafi ætlað að koma höggi á Garðar en sló okkur út í ystu myrkur fyrir vikið. Þegar krókaleyfið var tekið af okkur þá gjaldfelldu auð- vitað lánadrottnar öll lán á okkur þannig að maður fór á hausinn í rauninni. Þar sem klúður stjórnvalda var megin- ástæða fyrir hvernig komið var þá kröfðumst við bóta af þeim. Við fórum í mál við sjávar- útvegsráðherra, Þorstein Páls- son, sem við unnum fyrir und- irrétti en hann dæmdi okkur 6,5 milljónir í bætur. Þetta var um mitt ár 1995 og í kjölfarið áfrýjaði ríkið til Hæstaréttar og féll dómur þar nú í janúar þar sem sjávarútvegsráðherra er sýknaður af öllum kröfum. Ég tel að einn dómarinn í málinu, Pétur Hafstein, sé vanhæfur og hef það fyrir mér að þetta séu vinir hans sem koma að málinu fyrir hönd ríkisvaldsins, þ.e.a.s. Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson. Á þessari forsendu mun ég fara fram á að málið verði flutt aftur fyrir Hæstarétti eða að öðrum kosti mun ég fara með það fyrir Evrópudómstólinn í Strass- borg. Ég er með Jón Oddsson, lögfræðing, í því að skoða hvernig þessum málum verður komið í réttan farveg og ég veit að Gísli Einarsson, alþing- ismaður, ætlar að taka málefni Péturs Hafstein fyrir á næstunni í fyrirspurnartíma á Alþingi. Mér finnst svolítið merkilegt að þetta sama dómarapartí, sem dæmdi í okkar máli, hefur verið að sýkna ríkisvaldið, banka og stórfyrirtæki í stórum stíl að undanförnu, í málum sem þessir sömu aðilar hafa verið dæmdir fyrir í undirrétti.“ Jakob segir að málið sé svo borðleggjandi að meira að segja lögmenn ríkissjóðs hafi verið búnir að gera lögtak í úrskurðinum, þ.e.a.s. bótunum sem honum yrðu dæmdar í málinu og að það segi meira en mörg orð. Hann segir að þetta mál sé búið að rústa sér og fjölskyldu sinni gjörsamlega. Hann sé búinn að tapa bátunum ásamt fiskverkunarhúsi, ein- býlishúsi í Keflavík, bílum, búnaði og tækjum og sé í dag stórskuldugur maður ásamt því að bæði hann og fjölskyldan hafi verið rúin mannorði sínu. Jafnframt hafi faðir hans og bræður verið í ábyrgðum fyrir lánum og þeir hafi tapað peningum sem ekki hafi verið of mikið til af fyrir. Synir Jakobs, Magnús Már og Jakob, stóðu að rekstrinum með föður sínum og urðu þeir fyrir veru- legum fjárhagslegum skakka- föllum af völdum þessa máls. Jakob segir að þegar bátarnir fóru á uppboð hafi einungis fengist 5 milljónir fyrir annan og 7 milljónir fyrir hinn, en hefðu þeir verið seldir þremur Þversagnir í dómsorði Í dómsorði Hæstaréttar, í máli Jakobs Ragnarssonar gegn ríkisvaldinu, kemur í ljós að Alþingi hefur í raun klúðrað lögunum sem reglurnar um stærðarmörk smábáta byggja á og lögin því í raun ómerk. Lögmaður Jakobs byggir málflutning sinn að verulegu leyti á þessum þætti. Þarna er um að ræða að eftir 2. umræðu í efri deild um frumvarp til laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, var skammstöfunin „brl.“ [brúttólestir] allt í einu komin í stað orðsins „brúttótonnum“. Þetta er staðfest í IV. kafla dómsorðsins þar sem segir; „Frumvarp til laga nr. 38/1990 með framangreindu orðalagi 6. mgr. ákvæðis II. til bráðabirgða um brúttótonn sætti ekki þremur umræðum í hvorri deild Alþingis, en tillaga um breytingu fyrsta málsliðar 6. mgr. kom ekki fram á þinginu. Er því fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, [dómur undirréttar] að ákvæðið um brúttótonn hafi ekki orðið til á stjórnskipulegan hátt. Ákvæði 1.mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 465/1990 um veiðar í atvinnuskyni á sér þá ekki lagastoð að efni til. Hins vegar verður þeirri málsástæðu gagnáfrýjanda [Jakob] ekki samsinnt, að eðli máls og rýmkandi lögskýring eigi að leiða til þess, að viðmiðunin brúttórúmlestir verði notuð í stað brúttótonna. Það er ljóst af skýrum tilgangi laganna um takmörkun nýrra skipa og veiða smábáta og orðalagi frumvarpsins, eins og það var fyrst lagt fyrir Alþingi, að greinarmunur er gerður á smábátum í þessu efni miðað við skráningu þeirra á skipaskrá 31. desember 1989. Þegar orðið brúttótonn í 6. mgr. er fallið brott, fæst ekki merking í ákvæði hennar um báta, sem skráðir eru á skipaskrá eftir þennan tíma. Í lögunum er þá ekki öðrum ákvæðum til að dreifa um veiðileyfi þessara báta en 5. mgr. bráðabirgða- ákvæðisins um úthlutun aflahlutdeildar. Synjun sjávarútvegs- ráðuneytisins á veitingu leyfa til gagnáfrýjanda vegna Elíasar Más ÍS-99 og Rakelar Maríu ÍS-199 til veiða með línu og handfærum fór því að gildandi lögum. Þess er jafnframt að gæta, að gagnáfrýjandi hefði heldur ekki átt rétt til leyfa af þessu tagi, ef ekki hefði verið hreyft við orðinu brúttótonnum við meðferð þingskjala á skrifstofu Alþingis. Enn er það svo, að leyfin hefði ekki átt að veita, þótt fyrsti málsliður 6. mgr. bráðabirgðaákvæðisins hefði orðið til á stjórnskipulegan hátt með orðinu brúttólestir í stað orðsins brúttótonn, þar sem bátarnir voru ekki skráðir á skipaskrá fyrir gildistöku laga nr. 38/1990, sem var 18. maí 1990. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna aðaláfrýjanda [ríkisvaldið] af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Með hliðsjón af tilurð laga nr 38/1990 þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður.“ mánuðum seinna hefðu jafnvel fengist fyrir þá tugmilljónir vegna þess hve kvótaverð hækkaði mikið á þessum tíma. Hann telur varasamt að treysta lögunum í landinu og tekur undir orð Þorsteins Pálssonar um að það sé ekki hægt að treysta á sanngirni þegar að útgerð kemur. Jakob segir að við lestur dómsorðsins sé ekki laust við að sú tilfinning bæri á sér að töluverðra þversagna gæti og að dómararnir líti klúður ríkis- valdsins og Alþingis óvenju mildum augum. Í niðurlagi dómsins segir t.d. að bátarnir hafi ekki verið skráðir á skipa- skrá fyrir gildistöku laga nr. 38/1990, sem var 18. maí 1990. Samt sem áður segir á öðrum stað í dómnum; „Ekki er ágreiningur í málinu um það, að útgerð Elíasar Más ÍS-99 og Rakelar Maríu ÍS-199 hafi átt kost á veiðileyfi fyrir bátana á grundvelli þessa síðastgreinda ákvæðis,“ og er þar vitnað til ákvæðis þar sem segir; „Þá tekur 5.gr. einnig til eldri báta undir 6 brúttótonnum að upp- fylltum ákveðnum skilmálum og nýrra báta undir sama stærðarmarki, enda hafi smíði þeirra hafist fyrir gildistöku laganna og haffærisskírteini gefið út innan þriggja mánaða frá þeim tíma.“ BB hafði samband við Stein- dór Árnason, hjá skipaskrán- ingu Siglingastofnunar ríkisins, sem staðfesti að skip fengju ekki haffærisskírteini fyrr en þau hefðu verið skráð á skipa- skrá. Hann staðfesti einnig að bátar Jakobs hefðu fengið haffærisskírteini 18. ágúst 1990 eða nákvæmlega þremur mán- uðum eftir gildistöku laganna. Jakob segir að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að 18. maí 1990 eigi bátar að hafa haffærisskírteini. Það þýðir að mínu viti, að allir bátar sem fengu haffærisskírteini 19. maí til 18. ágúst hafi ekki átt rétt á veiðileyfum, svo og ekki bátar eftir 18. ágúst, en þetta eru á annað hundrað báta og margir frá Höfn í Hornafirði, helsta vígi Halldórs Ásgrímssonar. Jakob er í dag 75% öryrki vegna slyss sem hann varð fyrir á sjónum 1993 en hann bak- brotnaði og féllu saman fjórir hryggjarliðir ásamt því að sjö aðrir liðir löskuðust. „Ég er ákaflega lélegur til heilsunnar og stór hluti af veikindum mín- um er út af þessu máli, maður hugsaði aðeins um hvernig hægt væri að lifa daginn af og fyrir vikið var maður með hugann við annað en skyldi og það var m.a. ein ástæðan fyrir að ég lenti í að slasa mig,“ sagði Jakob Ragnarsson sem hefur nýhafið störf aftur eftir slysið, sem starfsmaður í Sundlaug Bolungarvíkur. 5. gr. laga um stjórn fiskveiða Þar sem töluvert er vísað í II. kafla 5. gr. laga um stjórn fisk- veiða nr. 38 frá árinu 1990, þykir rétt að birta greinina í heild sinni. „Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/ 1988, um stjórn fiskveiða, og ekki hafa horfið varanlega úr rekstri. Enn fremur bátar undir 6 brl. enda hafi beiðni um skráningu þeirra á skipaskrá Siglingamálastofnunar ríkisins eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum borist ásamt fullnægjandi gögnum innan mánaðar frá gildistöku laga þessara. Auk þess skal gefinn kostur á veiðileyfi fyrir nýja báta undir 6 brl. enda hafi smíði þeirra hafist fyrir gildistöku laganna og haffærisskírteini verið gefið út innan þriggja mánaða frá þeim tíma. Hverfi skip, sem á kost á veiðileyfi skv. 1. mgr. þessarar greinar, varanlega úr rekstri má veita nýju eða nýkeyptu sambærilegu skipi veiðileyfi í þess stað, enda hafi veiði- heimildir þess skips, er úr rekstri hvarf, ekki verið sameinaðar varanlegum veiðiheimildum annarra skipa eða horfið til Hag- ræðingarsjóðs sjávarútvegsins.“ talin meðal þeirra nýju báta undir 6 brúttórúmlestum, er áttu kost á veiðileyfi samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna, en smíði þeirra var hafin fyrir gildistöku laganna og haffærisskírteini gefið út innan þriggja mánaða frá því tímamarki. Jafnframt mátti ráða af lögunum, að þessir bátar skyldu meðhöndlaðir með hliðstæðum hætti við eldri báta að öðru jöfnu, að því er varðaði inntak veiðiheimilda. Er það í samræmi við aðdraganda og markmið laganna, að þetta ráði hér úrslitum, enda byggja þau í meginatriðum á jafnstöðu milli veiðiskipa.“ „Álitaefnið er þannig það eitt, hvernig fara átti um báta skráða eftir 31. desember 1989, þegar stærðarmörkin, sem um þá voru tilgreind, urðu að teljast án stjórnskipulegs gildis. Þegar litið er til þeirrar meginstefnu laganna, að gæta jöfnuðar milli veiðiskipa, og þess jöfnuðar, sem gætt var í ákvæðunum um aflahlutdeild smábáta, ásamt mikilvægi þeirra hagsmuna, sem tengdir voru svonefndum krókaleyfum, verður að skýra lögin á þann veg, að þessir bátar hafi átt að sæta sama kosti og hinir, sem skráðir voru eftir áramótin. Þann greinarmun, sem aðaláfrýjandi [íslenska ríkið] telur hafa fylgt ákvæðinu um brúttótonn, verður að meta sem afbrigði við meginefni laganna, og í honum fólst mismunun, sem ekki er unnt að réttlæta, úr því að ákvæðið hlaut ekki gildi. Samkvæmt þessu verður að líta svo á, að sjávarútvegs- ráðuneytinu hafi verið óheimilt að synja gagnáfrýjanda [Jakob] um hin umdeildu veiðileyfi. Er þá einnig óhjákvæmilegt að fallast á með dómendum í héraði, að aðaláfrýjandi beri skaðabótaskyldu vegna þeirrar mismununar, sem synjunin olli í raun.“ Dómarar í Hæstarétti voru þau Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Hjörtur Torfason skilaði inn sératkvæði þar sem sagði m.a. „Ég er sammála því áliti annarra dómenda, að ákvæðið um brúttótonn í fyrsta málslið 6. mgr. ákvæðis II. til bráðabirgða við lög nr. 38/1990 hafi ekki orðið til á stjórskipulegan hátt, og að samsvarandi ákvæði í 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 465/1990 eigi sér þá ekki lagastoð. Um áhrif þessa er ég þó á öðru máli. Fyrir liggur, að Elías Már ÍS 99 og Rakel María ÍS-199 voru Sératkvæði Hjartar Torfasonar Bátarnir umdeildu í Sortland í Noregi þar sem þeir voru smíðaðir

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.