Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 5
Formáli
Heilbrigðisskýrslur eiga sér langa sögu og hófst útgáfa þeirra árið 1897, en þá var gefin út
skýrsla fyrir árið 1896. Fram til ársins 1895 var venjan sú að yfirlitsskýrslur landlæknis voru
sendar heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku og útdráttur úr þeim birtur með heilbrigðisskýrslum
Dana. Heilbrigðisskýrslur hafa verið gefnar út fyrir hvert ár síðan 1896, þó oft hafi dráttur
orðið á útgáfu og skýrslur fyrir nokkur ár verið gefnar út í einu riti.
Fyrstu árin og áratugina voru útdrættir úr skýrslum héraðslækna fyrirferðamestir í
Heilbrigðisskýrslum þar sem birtar voru lýsingar á heilsufari í hveiju héraöi á árinu. Gangi
farsótta var lýst mjög nákvæmlega, til hvaða aðgerða var gripið og greint fiá ónæmisaðgerðum
ef því var að skipta. Þá var einnig fjallað um heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, meðferð
ungbarna, skólaheilsugæslu og aðbúnað fólks, t.d. húsakynni og þrifnað. Á hverju ári voru
jafnframt birtar tölur um tilkynnta smitsjúkdóma firá hverju læknishéraði/heilsugæslusvæði.
Eins og við er að búast hafa Heilbrigðisskýrslur tekið nokkrum breytingum á síðastliðnum
98 árum en gildi þeirra felst meðal annars í því að meginflokkar upplýsinga hafa haldið sér og
ýmsar af megintöflum ritsins hafa haldist nánast óbreyttar allan þennan tíma. Þar má nefna
töflur um farsóttir eftir heilsugæslusvæðum, töflur um heilbrigðisstarfsmenn og aösókn að
heilbrigðisstofnunum. Ritað mál í skýrslunum hefur hins vegar tekið umtalsverðum
breytingum. Er fram liðu stundir var minna tekið óbreytt úr skýrslum héraðslækna og
almennar lýsingar á heilsufari í hverju héraði hurfu smám saman. Hin síðustu ár hafa nær
eingöngu verið birtar tölulegar upplýsingar í Heilbrigöisskýrslum.
Árið 1989 var hafist handa um endurskoðun á innihaldi Heilbrigðisskýrslna með þaö fyrir
augum að aölaga þær breyttu þjóðfélagi og heilbrigðiskerfi og jafnframt hverfa aftur að þeim
ágæta sið að lýsa, í rituðu máli, heilsufari landsmanna eins og gert var í Heilbrigðisskýrslum í
áratugi fyrr á öldinni. Nú eru þessar lýsingar með nokkru öðru sniði en áður var, en eins og
sjá má á efnisyfirliti er reynt að fjalla um flest svið heilbrigðismála. Fyrmefndri endurskoðun
á Heilbrigðisskýrslum sem hófst árið 1989 fylgdu miklar breytingar á gagnasöfnun og
úrvinnslu. Umfang verksins varð þannig í raun meira en til var ætlast í upphafi og er það ein
megin skýringin á því hvers vegna dráttur hefur orðið á útgáfu skýrslanna. Eftirleikurinn
verður hins vegar auðveldari og verða skýrslur fyrir tvö ár gefnar út saman, allavega fyrst um
sinn. Þegar fram h'öa stundir veröur reynt að gefa HeilbrigÖisskýrslur út eins fljótt og kostur er
eftir hver áramót, þannig að í þeim birtist eins nýjar upplýsingar og völ er á.
Margir hafa lagt hönd á plóg við gerð þessara Heilbrigðisskýrslna. Allir starfsmenn
Landlæknisembættisins hafa komið við sögu og eru þeim færðar bestu þakkir. Sigríður
Haraldsdóttir, ritstjóri Heilbrigðisskýrslna, samdi megin hluta textans en í þeim tilvikum þar
sem höfundar eru aðrir er þess getið þar sem við á. Hrefna Þorbjarnardóttir sá um allan
innslátt og uppsetningu á töflum og texta og Hjördís Jónsdóttir og Sigríður Haraldsdóttir sáu
um gagnasöfnun og úrvinnslu fyrir skýrslumar.
Við lítum svo á að Heilbrigðisskýrslur eigi að vera í stöðugri endurskoðun og þess vegna
em allar ábendingar og tillögur um úrbætur vel þegnar.
Ólafur Ólafsson, landlæknir.
3