Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 13
Af öðrum kjördæmum er Norðurland Eystra, með höfuðstað Norðurlands
íjölmennast. Fast á eftir fylgir Suðurland, en þar eru nokkrir fjölmennir
þéttbýlisstaðir svo sem Vestmanneyjar og Selfoss.
Aberandi fleiri konur en karlar búa í Reykjavík, eða 50.201 konur (1990) en
47.368 karlar. í öllum öðrum kjördæmum eru karlar í meiribluta.
Kynjaskiptingin gefur vísbendingu um aldursskiptingu í kjördæmunum.
Þannig er t.d. meðalaldur bærri í Reykjavík en í öðrum kjördæmum sem stafar
m-a. af því að í Reykjavík eru fleiri aldraðar og einbleypar konur en í öðrum
kjördæmum.
Reykjavík og Akureyri eru ennfremur einu þéttbýlisstaðirnir þar sem konur
eru umtalsvert fleiri en karlar. í öðrum þéttbýlisstöðum eru ámóta margir
karlar og konur eða að karlar eru í meiribluta. Aberandi fleiri karlar en konur
búa í strjálbýli, eða 12.758 karlar á móti 10.896 konum (1990). í töflu B.1.2 í
töfluhluta er nánar greint frá mannfjölda í hverju kjördæmi eftir kyni og
aldursflokkum.
Samkvæmt framreikningum Hagstofu íslands frá 1991 mun íbúum landsins
fjölga um rúmlega 51.000 frá 1990 til 2020. Framreikningar Byggðastofnunar frá
1994 gerir hins vegar ráð fyrir að íbúum landsins fjölgi um tæplega 74.000 á
sama tímabili. Framreikningar Hagstofunnar gera ráð fyrir lækkandi
fæðingar- og dánartíðni en framreikningar Byggðastofnunar gera ráð fyrir
svipaðri fæðingar- dánartíðni og var árin 1988 til 1990. Vegna þeirra sterku
tengsla sem eru á milli aldurs og sjúkdóma skiptir það höfuðmáli í hvaða
aldursflokkum fjölgunin verður mest.
Aldurssamsetning mannQöldans jafnt nú og í framtíðinni er einn af þeim
þáttum sem taka verður tillit til við skipulag heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir á
heilsufari hafa sýnt að tegundir og tíðni sjúkdóma eru mjög breytilegar eftir
aldri og aldurshópum. Skipting mannfjöldans í aldurshópa er aftur á móti háð
frjósemi, dánartíðni og búferlaflutningum ( Lopez og Cliquet, ritstj., 1984, bls. 6).
Fjöldi aldraðra og hlutfall þeirra af íbúafjölda hefur augljóslega mikil áhrif
á sjúkdómatíðni og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Árið 1990 var tæplega
fjórðungur þjóðarinnar innan við 15 ára, um 65 % milli 15 og 64 ára og tæplega
11%, eða um 27.000 manns, eldri en 65 ára (tafla B.l.l í töfluhuta). Samkvæmt
framreikningum Hagstofu íslands mun öldruðum fjölga hlutfallslega meira en
öðrum aldurshópum á næstu 30 árum. Árið 2020 er áætlað að tala þeirra verði um
47.000 og þeir telji þannig 15% þjóðarinnar.
Þó ber þess að geta, að hér er um mjög breitt aldursbil að ræða, þ.e. frá 65 ára til
85 ára og eldri og skiptir fjölgun þrengri aldurshópa því einnig máli því gera má
ráð fyrir mismunandi heilsufari innan þessa aldurshóps, bæði einstaklings-
bundið og tengt aldri. Sé litið nánar á framreikninga Hagstofunnar kemur í ljós
að gert er ráð fyrir talsverðri fjölgun meðal 85 ára og eldri og mun þeim fjölga úr
u.þ.b. 2.900 í rúmlega 5.000.
Fjölgun aldraðra er og mun verða eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem veita og
bera ábyrgð á heilbrigðis- og félagsþjónustu. Fjölgun aldraðra hefur í fór með sér
aukna þörf fyrir hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Auk þess
verður að reikna með því að æ fleiri aldraðir kjósi að dvelja eins lengi á
heimilum sínum og kostur er eða við svipaðar aðstæður. Þess vegna þarf m.a. að
auka heimahjúkrun og heimaþjónustu.
Við skipulag heilbrigðisþjónustu þarf einnig að huga að sérstökum
11