Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 26
framtíðinni áður en gerðar verða róttækar breytingar á skipulagi heilbrigðis-
þjónustu um landsbyggðina.
Meðalævilíkur Islendinga og þá sérstaklega kvenna (80,3 ár hjá konum og
75,7 ár hjá körlum) eru orðnar með því mesta sem gerist í heiminum og gera má
ráð fyrir að meðalævi eigi enn eftir að lengjast að einhverju marki. Það skiptir
ekki minna máli að velta því fyrir sér við hvers konar heilsu gamalt fólk býr.
Árið 1990 reiknuðu Hollendingar það út að karlar jafnt sem konur þar í landi
lifðu að jafnaði við "góða" heilsu í 60 ár en við "verri" heilsu þau ár sem eftir
væru (National Institute of Public Health and Environmental Protection (RIVM),
1994). Ef gert er ráð fyrir svipaðri niðurstöðu á íslandi þá má gera ráð fyrir að um
15 ár af ævi karla og 20 ár af ævi kvenna sé eytt við "verri" heilsu. Þá má einnig
segja að í þau fimm ár sem konur lifa lengur en karlar þá eigi þær ekki góðri
heilsu að fagna.
I töflunni hér á eftir eru teknar saman tölur um fólksfjölda, barnakomu og
manndauða síðastliðin fimm ár.
Tafla 1.7 Fólkspdi, bamkoma og manndauöi1)
FóJksfjöldí 1986 1987 1988 1989 1990
Alit landið í árslok (1. des.) 244009 247357 251690 253500 255708
Allt landið meðalmannfj 243209 245962 249885 252746 254788
Reykjavík 91497 93425 9581 1 96708 97569
% af landsbúum 37,5 37,8 38,1 38,1 38,2
Hjónavígslur
Fjöldi 1229 1160 1294 1176 1154
%o af landsbúum 5,1 4,7 5,2 4,7 4,5
Lögskilnaður hjóna
Fjöldi 498 477 459 520 479
°L af landsbúum 2,0 1,9 1,8 2,1 1,9
Lifandi fæddir
Fjöldi 3881 4193 4673 4560 4768
%. af landsbúum 16,0 17,0 18,7 18,0 18,7
Andvana fæddir
Fjöldi 18 15 18 6 13
%o lifandi fæddra 4,6 3,6 3,9 1,3 2,7
Mamdauði alls
Fjöldi 1598 1724 1818 1715 1704
%o af landsbúum 6,6 7,0 7,3 6,8 6,7
Burðarmálsdauöi
Fjöldi 32 35 35 19 30
%o allra fæddra 8,2 8,3 7,5 4,2 6,3
Dóuá 1. ári
Fjöldi 21 30 29 24 28
%0 lifandi fæddra 5,4 7,2 6,2 5,3 5,9
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar. Tölur geta breyst, þegar um bráðabirgðatölur er að ræða.
24