Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 27
2. Dánarorsakir
2.1 Inngangur
í kaflanum hér á eftir verður fjallað um algengustu dánarorsakir íslendinga
°g algengustu dánarorsakir eftir aldri. Nákvæmari tölur um dánarorsakir árin
1989 og 1990, eftir kyni og aldri eru birtar í töflum B 2.1 og B 2.2 í töfluhluta.
2.2 Skráning dánarmeina
Þrátt fyrir ýmsa annmarka eru tölur um dauðsföll meginuppspretta
upplýsinga við skipulag og mat á heilbrigðisþjónustu því flestar þjóðir hafa enn
ekki nægilega nákvæmar og yfírgripsmiklar upplýsingar um sjúkdóma og
sóttafar. Dánartölur eru þess vegna aðgengilegustu upplýsingarnar þegar
rannsakað er hlutfallslegt mikilvægi algengustu heilbrigðisvandamála bæði á
lands- og heimsmælikvarða (Reid, G.A. og Rose, D.D., 1964, bls., 1437-1439) .
Dánartölur verður þó að túlka með gát þegar um samanburð í tíma eða á milli
landa er að ræða m.a. vegna mismunandi greiningaraðferða og mismunandi
aldurssamsetningar.
Dánartölur eru byggðar á dánarvottorðum þar sem tilgreindir eru sjúkdómar,
áverkar og kringumstæður sem valda dauða. Þegar um fleiri en eina
dánarorsök er að ræða eru þær flokkaðar þannig að hægt er að velja þá
dánarorsök sem er undirorsök dauðsfallsins til skráningar og túlkunar (WHO,
!977, bls. 737).
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir ferli upplýsinga um sjúkdóma og
dánarmein og annað sem tengist heilsufari þjóða. Ferill dánarvottorða er
sýndur á mynd 2.1. Þar sem greining dánarorsaka er í höndum einstakra
lækna má gera ráð fyrir nokkru ósamræmi vegna mismunandi túlkunar
Þeirra. Til þess að draga sem mest úr því ósamræmi sem þetta kanna að valda fer
Ginn aðili, sjúkdómafræðingur, yfir öll dánarvottorð hér á landi og leiðréttir þau
ef með þarf og sér til þess að aflað sér nánari upplýsinga um vafatilvik.
í tölulegri úrvinnslu á dánarvottorðum er aðeins ein dánarorsök valin til
skráningar. Þetta verður hins vegar að teljast bagalegt þar sem að þannig fást
engar upplýsingar um samverkandi þætti eins og t.d. ofneyslu áfengis.
2.2.1 Tíðni krufninga
Núorðið deyja flestir íslendingar á sjúkrahúsum eða öðrum sjúkrastofnunum,
eða 80% árið 1990. Til samanburðar má geta að í Bandaríkjunum eiga um 60%
dauðsfalla sér stað á sjúkrahúsum, Danmörku 56%, Frakklandi 50%, Svíþjóð
"79%, Bretlandi 57% og Japan 67% (WHO 1991, bls. XV-XVII). Þá eru krufningar
hlutfallslega margar hér á landi og eru þær framkvæmdar við 38% dauðsfalla, í
Bandaríkjunum er þessi tala 12%, Danmörku 32%, Svíþjóð 37%, Bretlandi 26% og
Japan 4% (sama heimild).
25