Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Síða 35
Dánartíðni vegna umferðarslysa hefur farið lækkandi á íslandi og á árinu
1990 létust 25 íslendingar vegna umferðarslysa. Dánartíðni hefur lækkað um
meira en helming síðustu 3 áratugina ef miðað er við fjölda bifreiða og er sömu
sögu að segja af hinum Norðurlöndunum (Landlæknisembættið, 1992 b), bls. 5).
Tafla 2.5 Dánartíðni úr umferðarslysum í nokkrum löndum
Aldursstöðluð dánartíðni miöað við 100.000 íbúa.
Karlar Konur
Venesúela 44,4 10,6
Kúvæt 42,6 9,8
Súrínam 46,1 11,4
Portúgal 40,5 10,1
Frakkland 24,8 8,4
Ítalía 20,5 5,7
Bandaríkin 26,0 10,7
Spánn 24,1 7,3
Kanada 20,9 9,1
Vestur-Pýskaland 16,2 5,5
Danmörk 14,2 6,2
Japan 15,4 5,1
Noregur 12,4 4,1
Finnland 18,9 7,2
ísland 12,7 6,7
England og Wales 12,9 4,2
Svíþjóð 11,8 5,0
Malta 2,0 0,9
Máritíus 16,2 3,0
Heimild: World Heaith Statistics Annuai 1991.
2.5.2 Sjálfsvíg
Mikil umræða hefur farið fram að undanfórnu um tíðni sjálfsvíga og þá
sérstaklega hvort þeim hafí farið fækkandi eða fari fjölgandi.
Sjálfsvíg eru í raun sjaldgæf miðað við margar aðrar dánarorsakir og í
fámennu landi eins og Islandi er tala sjálfsvíga lág á hverju ári. Þetta gerir það
að verkum að erfitt er að túlka töluleg gögn um sjálfsvíg og sjá hvort og hversu
miklar breytingar hafa orðið.
Gjarnan er brugðist við þessum vanda með því að rannsaka löng tímabil og
reikna meðaltalstölur fyrir nokkur ár. Þegar rannsóknir ná yfír langt tímabil
þarf hins vegar að taka til greina þær breytingar sem orðið hafa á
mannfjöldanum á tímabilinu bæði hvað varðar Qölda og aldurssamsetningu.
I rannsókn sem gerð var á sjálfsvígum og öðrum vofeiflegum mannslátum á
Islandi voru athugaðar breytingar á Qölda sjálfsvíga á tímabilinu frá 1951-1990
Tölur voru aldursstaðlaðar vegna þess hve þar er um langt tímabil að ræða. í
niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að sjálfsvíg karla voru að meðaltali
85 á hverja 100.000 íbúa á hveiju fímm ára tímabili en sjálfsvíg kvenna voru að
33