Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 36
meðaltali 25 á hverja 100.000 íbúa. Þá kom einnig fram að sjálfsvíg, bæði meðal
karla og kvenna voru flest á tímabilinu frá 1986-1990 ef miðað er við íbúaQölda.
Aldursstöðluð dánartíðni gefur hins vegar ekki til kynna marktæka breytingu á
þessu 40 ára tímabili, hvorki meðal karla né kvenna. Ef litið er á einstaka
aldurshópa virðist þó að mati höfunda rannsóknarinnar vera um fjölgun að ræða
meðal 15-24 ára karla frá 1961-1965 (Kristinn Tómasson og Tómas Zoéga, 1993,
bls 72).
I ljós hefur komið í jafnt innlendum sem erlendum rannsóknum (Jóhanna
M. Sigurjónsdóttir o.fl., 1993, bls. 335) að helsti áhættuhópur varðandi sjálfsvíg
eru þeir sem hafa gert sjálfsvígstilraunir. Gefa þarf nánari gaum að
sjálfvígstilraunum hér á landi og í ársbyrjun 1994 hvatti landlæknir alla lækna
til þess að huga vel að skráningu sjálfsvígstilrauna og nota víðari skilgreiningu
en áður þannig að unnt verði að meta umfang þess vanda sem við er að etja.
Samkvæmt rannsóknaniðurstöðum frá hinum Norðurlöndunum er meðaltíðni
sjálfsvígstilrauna um 470 á ári fyrir hverja 100.000 íbúa yfir 15 ára aldri. Ef
tíðnin á Islandi væri svipuð og í nágrannalöndunum má gera ráð íyrir fleiri en
900 sjálfsvígstilraunum á hverju ári (Valgerður Baldursdóttir og Sigmundur
Sigfússon, 1994, bls. 20).
2.6 Dánarorsökum raðaö með tilliti til fjölda glataðra starfsára
Alvarlegustu dánarorsakir má meta á mismunandi hátt. í fyrsta lagi er hægt
að líta á Qölda |>eirra sem deyja af völdum sjúkdóma og finna þannig algengustu
dánarorsakir. I öðru lagi má meta kostnað samfélagsins vegna dauðsfalla af
völdum ólíkra sjúkdóma og í þriðja lagi má líta á hversu mörg æviár (miðað við
meðalævilengd eða starfsævi) glatast af völdum ýmissa sjúkdóma.
Röksemdin íyrir notkun síðast nefndu aðferðarinnar er að gefa dauðsföllum
sem verða snemma á ævinni meira vægi en þeim sem verða seint á ævinni.
Þessi aðferð hefur verið notuð reglulega af CDC í Atlanta í Bandaríkjunum síðan
1984.
Enn er ekki samkomulag um hvaða aldursmörk skuli nota við þessa
útreikninga og á það sérstaklega við um efri mörk aldursbilsins. Sumir hafa
tekið þá stefnu að nota eins árs sem neðri mörk og 64 ára sem efri mörk. Aðrir
kjósa að nota lífslíkur við fæðingu sem efri mörk jafnvel þó að lífslíkur séu
breytilegar á milli landa. í þeim tilfellum er stuðst við 1-69 ára aldursbilið þar
sem 70 ára aldursmarkið er næst lífslíkum í flestum vestrænum löndum. Hér á
landi eru lífslíkur nokkru hærri, eða um 80 ár hjá konum og 75 ár hjá körlum.
Samkomulag virðist ríkja um neðri mörk aldursbilsins, en venjan er að reikna
glötuð æviár frá eins árs aldri og fialla sérstaklega um ungbarnadauða (0-1 árs)
(Rodriques og daMotta, 1989, bls. 50-51).
34