Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 40
ræða, eða án tafar (einstaklingstilkynningar) þegar um alvarlega sjúkdóma er
að ræða. Einnig þarf að tilkynna flestar tegundir kynsjúkdóma sérstaklega, en í
tilkynningum til landlæknis er eingöngu greint frá fæðingarári sjúklings og
kyni, en ekki nafni. Frá Skrifstofu landlæknis eru síðan send út mánaðarleg
yfirlit þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum frá öllum heilsugæslu-
stöðvum og ársyfirlit (sjá töflur B 3.1 - B 3.6 í töfluhluta).
Smitsjúkdómar eru án efa að einhverju leyti vanskráðir hér á landi og þá
einkum vægari sóttir. Astæður þess eru m.a þær að leita þarf til margra aðila um
upplýsingar og virðist skilningur lækna á þessari skráningu misjafn. Margir
læknar sinna þessari skráningarskyldu af stakri nákvæmni en aðrir eiga erfitt
með að sjá tilgang hennar og slá slöku við skráninguna. Þá þarf einnig að hafa í
huga að ekki leita allir læknis þegar um tiltölulega væga smitsjúkdóma er að
ræða og koma þessir einstaklingar því hvergi fram í skráningu.
Þrátt fyrir að smitsjúkdómar séu að jafnaði lítill hluti þeirra sjúkdóma sem
hijá íbúa iðnvæddra ríkja, þá gegnir öflugt og áreiðanlegt skráningarkerfi
lykilhlutverki í því að fylgjast með framvindu farsótta og í að skipuleggja
ráðstafanir gegn þeim.
3.2.2 Mislingar
Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur og fylgikvillar eru algengir, t.d.
lungnabólga og aðrar sýkingar af völdum baktería. Allt að helmingur þeirra
sem sýkjast fá heilabólgu og um það bil 1 af hverjum 1000 fá einkenni um
heilabólgu. Það er mismunandi eftir heimshlutum hversu mikil hætta er á
alvarlegum sjúkdómum af völdum mislinga. Þannig eru t.d. vannærð börn í
þróunarlöndum í mikilli hætttu, sennilega vegna lélegs frumubundins ónæmis
(Haraldur Briem og Sigurður Guðmundsson, 1989, bls. 3).
Af framansögðu má ljóst vera að ónæmisaðgerðir gegn mislingum eru
mikilvægar. Almenn mislingabólusetning hófst í Reykjavík og víðar á landinu
meðal 18 mánaða barna árið 1976. í janúar 1989 hófust bólusetningar með MMR
bóluefninu og eru bólusetningar gegn mislingum nú hluti af bólusetningum
gegn rauðum hundum og hettusótt.
Svo virðist sem bólusetningar gegn mislingum hafi strax farið að draga úr
flölda tilfella. Þó geysaði hér mislingafaraldur árið 1977, enda bólusetningar
nýhafnar. Varla er hægt að tala um aðra faraldra frá árinu 1976 en árið 1985 urðu
mislingatilfelli nokkuð mörg (sjá ennfremur töflu B 3.2 í töfluhluta).
Stöðugt hefur dregið úr fjölda mislingatilfella síðan 1976 en á síðustu 5 árum
voru að meðaltali 0,15 tilfelli á hverja 1.000 íbúa á ári, en á 5 ára tímabilinu frá
1971-1975 voru að jafnaði tæplega 4 tilfelli á hverja 1.000 íbúa á ári.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin heldur skrá yfir tilkynnt mislingatilfelli
og ónæmisaðgerðir frá aðildarríkjum. Vegna vanskráningar er talið að þessi
skráning gefi eingöngu til kynna brot af raunverulegum Qölda tilfella, en
samkvæmt áætlunum veikjast um 50 miljónir einstaklinga af mislingum á ári
í þróunarlöndum og 1,5 miljón deyr (Kiple K.F., ritstj., 1993, bls. 872).
A
38