Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Síða 46
3.2.8 Salmonellusýkingar og matareitranir
Matareitranir gera m.a. vart við sig með ógleði, uppköstum og niðurgangi
eftir neyslu matvæla eða neysluvatns. Líklega er aðeins lítill hluti
matarsýkinga og matareitrana tilkynntur, einkum vegna þess að flest tilvik
koma upp í heimahúsum og sjúkdómseinkenni eru oftast tiltölulega væg og
skammvinn og þess vegna er ekki leitað til læknis (Franklín Georgsson, 1992,
bls. 1)
Aukning hefur orðið á skráðum sýkingum hér á landi og má trúlega að
nokkru leyti skrifa þessa aukningu á bætta skráningu. Nú er tíðni skráðra
salmonellusýkinga svipuð og í mörgum nágrannalöndum. Þó ber að hafa í huga
að vera kann að skráning sé hér betri en víða annars staðar m.a. vegna vel
þróaðrar heilsugæslu og fámennis.
Víða erlendis er talið að eingöngu 1-10% einstaklinga sem sýkjast af
salmonellu leiti til læknis og fái sýkinguna staðfesta með ræktun. Þess vegna
eru geind tilfelli aðeins hluti af raunverulegum Qölda tilfella. (Anna Geirsdóttir
o.fl., 1992, bls. 83).
Tafla 3.1 Tíöni salmonellu-matareitrana
og iörakveisu á íslandi á 100.000 íbúa
Salmonelu
sýtdng Matareitrun lörakvetsa
1970-74 1,1 1835,4
1975-79 7,4 1527,7
1980-84 28,3 17,0 2444,8
1985-90 66,4 33,0 2241,8
Heimild: Heilbrigðisskýrslur1970-1990.
Einnig hefur orðið veruleg aukning á salmonellusýkingum á Vesturlöndum.
A meðan aðrar tegundir hafa staðið í stað hefur salmonella entiritidis aukist
sexfalt í Bretlandi og á austurströnd Bandaríkjanna, og er hún einkum tengd
kjúklingum og eggjum (Anna Geirsdóttir o.fl., 1992, bls. 79).
í rannsókn sem gerð var á sýklafræðideild Landspítalans var reynt að safna
ákveðnum upplýsingum frá öllum þeim sem greinst höfðu með salmonellu-
sýkingu árið 1988. Það ár var sýklafræðideild Landspítalans eina stofnunin hér
á landi sem leitaði að salmonellum í saur og fóru öll sýni þangað þegar grunur
lék á salmonellusýkingu.
A árinu 1988 greindust 130 einstaklingar með salmonellu. Tæplega
helmingur þessara einstaklinga smitaðist á Spáni. Flestir sem smituðust
erlendis smituðust á tímabilinu frá júlí til september, en smit á Islandi dreifðist
nokkuð jafnt yfir allt árið (Anna Geirsdóttir o.fl., 1992, bls. 81-82). Há tíðni
44