Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 54
barneignaaldur og verða flestar á aldrinum 25-44 ára. Þeim fækkar síðan
nokkuð á aldrinum 45-64 ára og fer síðan að fjölga aftur eins og körlum með
hækkandi aldri.
Algengustu sjúkdómsgreiningar endurspegla vel þennan mun kynjanna.
Flestar konur fá sjúkdómsgreininguna eðlileg fæðing, þá fylgir eðlileg
meðganga og framkallað fósturlát af lögmætum ástæðum í kjölfarið (flórða
algengasta ef nýburar eru ekki taldir með). Algengustu sjúkdómsgreiningar
hjá körlum eru hins vegar skoðun, langvinnir sjúkdómar í kveklum og
kyklum, áfengissýki og aðrir langvinnir blóðþurrðar sjúkdómar hjarta.
3.4.4 Næmar sóttir og aörir sóttkveikjusjúkdómar
Undir þennan flokk falla smitsjúkdómar (ICD9 000-139). Sem dæmi má
nefna iðrasýkingar, berkla, mislinga, hettusótt og kynsjúkdóma.
Um 3,1% þeirra sem lágu á sjúkrahúsum 1989, eða 1612 einstaklingar, fengu
sjúkdómsgreininar sem tilheyra þessum flokki og 1,2% legudaga reiknuðust á
þessa einstaklinga. Til samanburðar má geta þess að árið 1989 létust eingöngu 10
einstaklingar vegna þessara sjúkdóma, sem er 0,6% allra dauðsfalla það ár.
Tíðni þessara sjúkdóma er hæst hjá þeim elstu og þeim yngstu og þá er tíðnin
gjarnan hærri hjá konum en körlum ef undan er skilinn yngsti aldurshópur-
inn, 0-14 ára.
Mynd 3.12
Fjöldi karla og kvenna á 1.000 íbúa sem lágu á sjúkrahúsum vegna
næmra sótta og annarra sóttkveikjusjúkdóma (ICD9,000-139)
Algengustu sjúkdómsgreiningar eru 079, veirusýkingar í ástandi flokkuðu
annars staðar, eða í ógreindum líffærum, 555 einstaklingar og 009, illa
skilgreindar iðrasóttir, 423 einstaklingar.
52