Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 56
illkynja æxli eru skráðar (Ólafur Bjarnason og Hrafn Tulinius, 1983).
I töfluhluta í töflum B 3.9 og B 3.10 eru birtar tölur frá Krabbameinsskránni
um krabbamein eftir aldri, kyni og líffærum árin 1989 og 1990.
I rannsókn sem gerð var á nýgengi krabbameina og dánartíðni krabba-
meinssjúklinga á íslandi frá 1955 til 1989 kom í ljós að á því tímabili sem
rannsóknin náði til varð veruleg aukning á Qölda nýgreindra krabbameina á
ári í öllum aldurshópum nema þeim yngsta og hefur nýgengishlutfallið hækkað
marktækt bjá bæði körlum og konum þrátt fyrir að tekið bafi verið tillit til
íbúafjölgunar og breytingar á aldursskiptingu á tímabilinu. Dánartíðni hefur á
hinn bóginn lækkað á tímabilinu bæði hjá konum og körlum. Dánartíðni
krabbameina hjá körlum hefur lækkað um 5% en síðasta áratuginn hefur verið
um hækkun að ræða m.a. vegna lungnakrabbameins. Hjá konum hefur
lækkunin verið um 10% á tímabilinu (Jón Hrafnkelsson o.fl. 1993, bls. 188-190).
Eftir árið 1980 varð tímabundin aukning á tíðni leghálskrabbameina og
dánartíðni hætti að falla frá sama tíma. Við nánari athugun kom í ljós að 2/3
hlutar þeirra kvenna, sem greindust með leghálskrabbamein síðan 1980, höfðu
ekki mætt reglulega til krabbameinsleitar og gera mátti athugasemdir við
eftirlit í 60% tilfella hjá þeim konum sem mætt höfðu reglulega til leitar
(Kristján Sigurðsson, 1993).
Við svo var ekki unað og hefur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins unnið
markvisst að því að bæta reglulega mætingu til leitar. Markmið Leitarstöðvar-
innar er að koma reglulegri mætingu yfir 85% og hefur það tekist á allmörgum
stöðum utan höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við starfsfólk viðkomandi
heilsugæslustöðva. Til þess að ná megi sama árangri á höfuðbogarsvæðinu
hefur verið hafin samvinna milli Leitarstöðvar og heilsugæslustöðva (Kristján
Sigurðsson, 1993).
Nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameina fer lækkandi á ný.
3.4.6 Innkirtla-, manneldis- og efnaskiptasjúkdómar og truflun á ónæmi
Um 1.4% þeirra sem lágu á sjúkrahúsum 1989 greindust með sjúkdóma í
þessum flokki (ICD9 240-279), 713 einstaklingar, og 1,2% legudaga reiknast á þá.
Eingöngu 14 einstaklingar létust af völdum þessara sjúkdóma sama ár, sem er
um 0,8% dauðsfalla. Algengustu sjúkdómsgreiningarnar eru offita og annað
ofeldi (ICD9 278), 253 einstaklingar og sykursýki (ICD9 250) 203 einstaklingar.
Álíka margir karlar og konur lögðust inn vegna sykursýki, en nokkru fleiri
karlar lögðust inn vegna offitu og annars ofeldis.
3.4.7 Blóð- og blóðvefjasjúkdómar
Árið 1989 voru eingöngu 0,5% þeirra einstaklinga sem lögðust inn greindir
með sjúkdóma í þessum flokki (ICD9 280-289), 278 einstaklingar, og 0,4%
legudaga. Á sama ári dóu þrír einstaklingar vegna þessara sjúkdóma, sem telur
eingöngu 0,2% dauðsfalla.
Algengasta sjúkdómsgreiningin er blóðleysi vegna járnsskorts (ICD9 280),
eða 26 karlar og 59 konur. Þá kemur annað blóðleysi og ekki nánara greint
54