Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 57
(ICD9 285), 53 einstaklingar og loks aðrir blóð- og blóðveflasjúkdómar, 44
einstaklingar.
3.4.8 Geötuflanir
Um er að ræða sjúkdómsgreiningar á bilinu ICD9 290-319. Sjúkdóms-
greiningar í þessum flokki eru nokkuð algengar, en árið 1989 fengu þær 5,4%
einstaklinga sem lágu á sjúkrahúsum, samtals 2.844 einstaklingar og 5.221
legur. Hins vegar er meðallegutími þessa sjúkdómaflokks greinilega mun
lengri en allra annarra sjúkdómaflokka þar sem ríflega 27% legudaga, samtals
191.869 eru vegna geðtruflana. Árið 1989 voru sjúkdómsgreiningar í þessum
flokki aðeins þrisvar skráðar sem aðalorsök dauðsfalla, og í öllum tilvikum var
um áfengissýki að ræða. Þess ber þó að geta aö líklega eiga þessir sjúkdómar
mun oftar þátt í dauðsföllum, þó þeir séu ekki skráðir sem aðaldánarorsök
heldur sem samverkandi þættir.
Algengustu sjúkdómsgreiningarnar eru í fyrsta lagi áfengissýki (ICD9 303),
on 593 einstaklingar lágu inni á sjúkrahúsum landsins vegna hennar árið 1989,
meirihlutinn karlar, eða 465. Þá eru ekki taldir þeir einstaklingar sem lágu á
sjúkrastofnunum SÁÁ, en árið 1989 dvöldust tæplega 1600 einstaklingar á Vogi
(SÁA, 1992, bls. 12). Önnur algengasta sjúkdómsgreiningin er geðhvarfasýki
(ICD9 296), 478 einstaklingar og sú þriðja algengasta er geðklofi (ICD9 295), 426
einstaklingar. í fjórða og fimmta sæti eru elliglöp (ICD9 290), 360 einstaklingar
°g loks hugsýki (ICD9 300), 313 einstaklingar.
Svipaður fjöldi karla og kvenna lágu á sjúkrahúsum vegna geðtruflana árið
1989. Tíðni geðtruflana vex jafnt og þétt með hækkandi aldri en þó er nokkur
munur á körlum og konum (mynd 3.14).
Mynd 3.14 Fjöldi karla og kvenna á 1.000 íbúa sem lágu á sjúkrahúsum 1989
vegna geötruflana (ICD9,290-319)
II karlar
11 konur
0-14 15-24 25-44 45-64 65-74 75 og eldri
Tíðni geðtruflana meðal karla er nokkru hærri en meðal kvenna fram að 65
ára aldri og munar þar mestu um hærri tíðni áfengissýki hjá körlum. Eftir 65
ára aldur er tíðni geðtruflana meðal kvenna hærri en karla og sérstaklega
55