Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 59
lágu þessir einstaklingar í um 95.500 legudaga, sem eru tæplega 14% allra
legudaga. Dauðsföll vegna þessara sjúkdóma voru 788 eða um 46% allra
dauðsfalla. Þess ber þó að geta að meirihluti þeirra sem deyja eru aldraðir.
Talsverður munur er á körlum og konum bæði hvað varðar innlagnir á
sjúkrahús og dauðsfóll. Heldur fleiri karlar, um það bil 56%, en konur lágu á
sjúkrahúsum og um 54% þeirra sem dóu af völdum þessara sjúkdóma voru
karlar.
Sé hins vegar litið á innlagnir á sjúkrahús m.t.t. aldurs og fólksfjölda kemur
1 ljós að karlar eru ávallt í meirihluta (mynd 3.16).
Mynd 3.16 Fjöldi karia og kvenna á 1.000 íbúa sem lágu á sjúkrahúsum 1989
vegna sjúkdóma í blóörásarfærum (ICD 9,340-459)
180 r
160 -
140
120 -
100
80
60
40
20-
0 -----------*-------
0-14 15-24
25-44 45-64
II karlar
H konur
Þessi flokkur sjúkdóma felur í sér háþrýstingssjúkdóma, hjartasjúkdóma,
sjúkdóma í blóðrásarkerfi lungna, sjúkdóma í heilaæðum, sjúkdóma í
slagæðum o.fl. og aðra sjúkdóma æðakerfis.
Tvær algengustu sjúkdómsgreiningarnar eru hjartakveisa, ICD9 413, og
aðrir langvinnir blóðþurrðarsjúkdómar hjarta, ICD9 414, eða 630 og 635
einstaklingar. Þá er bráð kransæðastífla, ICD9 410, mjög algeng með 538
einstaklinga og hjartsláttaróregla, ICD9 427, 429 einstaklingar. Af þessu má
ráða að hjartasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma í blóðrásarfærum. Séu þeir
eingöngu taldir eru þeir orsök um 35% dauðsfalla. 388 einstaklingar, þar af 283
konur lágu inni vegna æðahnúta í fótlim, ICD9 454. Þessi sjúkdómsgreining er
nokkuð algeng meðal kvenna á öllum aldri, nema í elstu og yngstu
aldurshópunum.
Af öðrum algengum sjúkdómsgreiningum má nefna lokun heilaslagæða,
ICD9 434, 258 einstaklingar og hjartabilun, ICD9 428, 251 einstaklingur.
3.4.10.1 Kransæöasjúkdómar
Aukning kransæðasjúkdóms á íslandi frá 1950 er vel þekkt, þó að orsök sé
enn ekki að fullu skýrð (Nikulás Sigfússon o.fl. 1991, bls. 49). Samtökin
Hjartavernd voru stofnuð í október 1964. Fljótlega var hafinn rekstur
57