Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 66
Mynd 3.23
Börn og unglingar dánir eöa slasaðir í
umferöarslysum 1990 á 100.000 íbúa
Heimild: Yearbook of Nordic Statistics 1992
5ára
6-9 ára
10-14 ára
Island
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóö
Á Slysadeild Borgarspítalans var gerð athugun á Reykvíkingum á aldrinum
0-14 ára sem leitað höfðu til deildarinnar á tímabilinu frá 1987-1991.
Á þessu tímabili slösuðust 970 börn í umferðarslysum í Reykjavík og 16 börn
létust og voru slys mun tíðari hjá drengjum en stúlkum. Umferðarslys voru 3,2%
af öllum barnaslysum.
í umferðarslysum slösuðust 51% barnanna á umferðargötu, en 21% á gangstíg
eða gangbraut. Flest barnanna voru að leika sér. Þá má einnig geta þess að af
þeim börnum sem voru farþegar í bifreiðum og lentu í umferðarslysi, var
rúmlega helmingur barnanna óvarinn.
Reiðhjólaslys voru 47,1% af öllum umferðarslysum barna, bifreiðaslys 25,6%
og gangandi börn 21,3%. Umferðarslys barna eru algengust á sumrin og þá
sérstaklega þegar skóla lýkur á vorin og þegar hann hefst á haustin. (Brynjólfur
Mogensen, 1993).
3.6 Atvinnusjúkdómar
Rannsóknir hafa sýnt að kvörtunum um vinnustreitu hefur fjölgað á síðustu
árum sérstaklega í aldurshópnum frá 34-44 ára. Mest bar á vinnustreitu meðal
atvinnurekenda og háskólamenntaðra. Meðal þeirra sem kvarta um
vinnustreitu bar marktækt meira á bakveiki, magasári, þreytu, höfuðverk og
frávikum frá vinnu, en meðal þeirra sem kvarta ekki um vinnustreitu (Ólafur
Ólafsson, 1993, bls. 38)
I rannsókn Vinnueftirlits ríkisins frá 1986 kemur fram að verkir og
óþægindi meðal fiskvinnslufólks voru tíðari en hjá úrtaki íslensku
þjóðarinnar. Niðurstöðurnar voru í samræmi við niðurstöður kannana sem
gerðar hafa verið erlendis á fólki sem vinnur einhæf störf. Óþægindi frá
herðum, olnbogum og úlnliðum eru tíð hjá fólki sem vinnur störf þar sem sömu
hreyfíngarnar eru sífellt endurteknar. Þá kom einnig í ljós að konur höfðu
tíðari óþægindi frá hálsi og herðum en karlar og var ástæðan talin mismunandi
64