Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 74
4.5 Úrlausnir á heilsugæslustöðvum
Eins og fram kemur í kafla 7.2. eru samskipti við heilsugæslustöðvar skráð á
þar til gerða samskiptaseðla. Skráð eru tilefni samskipta, sjúkdómsgreining og
úrlausnir heilbrigðisstarfsfólks. í ársskýrslum tölvuvæddra heilsugæslustöðva
til landlæknis koma fram upplýsingar um hverjar þessar úrlausnir eru.
Urlausnir eru flokkaðar í 12 flokka og er greint frá Qölda úrlausna í hverjum
flokki árið 1989 í töflu 4.4. Taflan byggir á upplýsingum frá 19 tölvuvæddum
heilsugæslustöðvum. Nánar er greint frá úrlausnum á heilsugæslustöðvum 1989
og 1990 í töflu B 4.2 í töfluhluta.
Tafla 4.4 Heildarfjöldi úrlausna á heilsugæslustöövum 1989
Flokkur Fjöldi Hlutfall á 100 samskipti
Sérskoöanir 11568 2,6 5,7
Rannsóknir 33919 7,6 16,7
Röntgen 6952 1,5 3,4
Tilvísun til sérfræöinga 5436 1,2 2,7
Aðgerðir 38033 8,5 18,8
Ónæmisaögeröir 54926 12,3 27,1
Samtöl/fjölskyldumeöferö 5320 4,6 2,6
Ráðleggingar 70710 15,8 35,0
iyf 178413 40,0 88,1
Innlögn á sjúkrahús 4813 1,1 2,4
Vottorð 17920 4,0 8,8
Annaö 18019 4,0 8,9
Samtals 446229 100,0 220,3
Ef á heildina er litið voru að meðaltali skráðar 2,2 úrlausnir við hver sam-
skipti, en gjarnan eru skráðar fleiri en ein tegund úrlausnar. LyQaávísanir
voru algengastar eða 40 % af öllum úrlausnum. Tæplega 16 % af úrlausnum voru
ráðleggingar og ónæmisaðgerðir voru rúmlega 12 %.
Urlausnir eru nokkuð breytilegar eftir landshlutum ef miðað er við Qölda
samskipta. Þannig var t.d. fjöldi lyQaávísana á hver 100 samskipti vel yfír
landsmeðaltali á Vestfjörðum og á Austurlandi og það sama má segja um ýmsa
aðra flokka úrlausna eins og t.d. aðgerðir og vottorð. Miðað við fjölda samkipta
voru lyfjaávísanir fæstar á Norðurlandi eystra (sjá nánar töflu 4.5).
72