Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 79
|-veggja sólarhringa frá fæöingunni, getur hún myndað mótefni gegn rhesus-
jákvæðu blóði barnsins. Þessi sama kona getur síðan gengið með annað rhesus-
Jákvætt barn og þá geta mótefni komist í gegnum fylgjuna og eytt rauðum
blóðkornum barnsins ef ekkert er að gert. Þegar um rhesus-misræmi er að ræða,
á barnið á hættu að fá blóðrofsgulu eftir fæðingu og í verstu tilvikum geta þau
fæðst andvana (Sigurður Thorlacius, ritstj., 1987, bls. 638-639).
Rhesus-varnir á íslandi hófust í árslok 1969 og hafa verið stundaðar í landinu
öllu frá árinu 1975. Kvennadeild Landspítalans og Blóðbankinn í Reykjavík
hafa frá upphafi verið miðstöðvar þessarar starfsemi.
Tafla B 5.2 í töfluhluta sýnir dreifíngu fæðinga á helstu fæðingarstaði í
landinu, fjölda Rhesus-neikvæðra kvenna, fjölda Rhesus-jákvæðra barna
þeirra og loks fjölda þeirra kvenna, sem gefíð var Rhesus-mótefni.
Tafla B 5.3 í töfluhluta sýnir fjölda fósturláta og fóstureyðinga á helstu
sjúkrahúsum í landinu, fjölda blóðflokkana, fjölda þeirra kvenna, sem
reyndust Rhesus-neikvæðar og loks Rhesus-mótefnagjafir.
Ef á heildina er litið hefur verið staðið vel að Rhesus-vörnum í landinu mörg
undanfarin ár. Árangur af vörnunum kemur ef til vill best í ljós í töflunni hér á
eftir, sem sýnir fjölda barna með Rhesus-sjúkdóm á Kvennadeild Land-
spítalans. Fyrir daga Rhesus-varna var algengt að á Kvennadeildinni fæddust
25-30 börn árlega með þennan sjúkdóm. Var tala þessara barna kominn niður í 4
börn árið 1981 og hefur verið á bilinu 1-4 börn árlega síðan. Þessum sjúkdómi
verður aldrei útrýmt með öllu, en reynslan hefur sýnt að halda má sjúkdómnum
1 skefjum með vel reknum vörnum (Gunnar Biering, 1990).
Tafla 5.1 Fjölda barna meö Rhesus-sjúkdóm á Kvennadeild Landspítalans
Ár Fjöldi bama meö Fjöidibama
Rhesus-sjCkdóm þurftu blóö;
1970 25 16
1971 14 6
1972 23 11
1973 22 11
1974 11 4
1975 8 3
1976 11 5
1977 12 5
1978 6 3
1979 6 2
1980 8 6
1981 4 2
1982 1 1
1983 1 0
1984 4 1
1985 1 1
1986 4 2
1987 3 0
1988 3 0
1989 3 2
1990 2 1
77