Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 81
A þeim stöðum, þar sem starfandi er hjúkrunardeild á sjúkrahúsi eða
dvalarheimili fyrir aldraða, hefur að öðru jöfnu verið minni heimahjúkrun.
f’á hefur verið bent á að ekki hafi verið gefinn nægilegur gaumur að þeirri stað-
reynd að mikið starf færist af sjúkrahúsum á heilsugæslulækna og heilsugæslu-
hjúkrunarfræðinga við lokun deilda, eða hluta þeirra, á sjúkrahúsum og vegna
styttri legutíma á sjúkrahúsum en áður (Ingibjörg R. Magnúsdóttir, 1993, bls. 3).
5.4 Fræösla og ráögjöf varöandi kynlrf og bameignir
Starfsfólk heilsugæslustöðva eru meðal þeirra sem veita ráðgjöf um kynlíf og
barneignir. í könnun sem unnin var fyrir Landlæknisembættið 1988 kom í ljós
að mest er veitt af fræðslu varðandi getnaðarvarnir, tíðahvörf og kynsjúkdóma
(Sóley Bender, 1990, bls. 42). Hins vegar virtist sjaldan vera veitt ráðgjöf
varðandi fóstureyðingu, kynlífsvandamál og kynlífsheilbrigði (sama heimild,
hls. 42). Þessi fræðsla og ráðgjöf á heilsugæslustöðvum er oftast veitt í tengslum
V1ð almenn heilsugæslustörf, mæðravernd og heilsugæslu í skólum. I
ofangreindri rannsókn voru síðan settar fram tillögur um hvemig hægt væri að
standa að fræðslu og ráðgjöf varðandi kynlíf og barneignir (sama heimild, bls.
48-61).
5.5 Kynsjúkdómavarnir
Kynsjúkdómavarnir tengjast óhjákvæmilega kynfræðslu. Margir aðilar
taka þátt í kynfræðslu, og þá einkum heilbrigðisþjónustan, skólar og síðast en
ekki síst foreldrar og aðrir forráðamenn barna og unglinga.
Megin markmið kynfræðslu eru að stuðla að heilbrigðu kynlífi jafn líkam-
legu, félagslegu og siðferðislegu, og fyrirbyggja ótímabærar þunganir og loks að
lækka tíðni kynsjúkdóma (Sigríður Jakobínudóttir, 1993, bls. 5).
Síðustu árin hefur mest borið á fræðslu um alnæmi og HlV-smit, sem telst til
kynsjúkdóma. Samfara aukinni umræðu um alnæmi og HlV-smit hefur
umræða um kynlíf, kynsjúkdómavarnir og félagsleg- og siðferðismál tengd
Þeini aukist stórlega. Nauðsyn þess að nota smokka við samfarir hefur verið
haldið á lofti. í eftirfarandi töflu má sjá tölur um sölu á smokkum og lykkjum
síðan 1982. Svo virðist sem sala á smokkum hafi náð hámarki árið 1987.
Taí|a 5.2 Sala á getnaöarvörnum 1982-1991
1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
Lykkjur 5000 6000 5000 6000 5150 5800 5525 4592 4733 4242
Smokkar 269000 356000 243000 308000458586 501600 422679449034 457241 436826
I aðalnámsskrá grunnskóla frá 1989 kemur fram að skólum ber að veita
fræðslu um kynlíf og siðfræði þess auk fræðslu um kynsjúkdóma og varnir gegn
þeim (Sigríður Jakobínudóttir, 1993, bls. 6). Árið 1991 var gerð könnun á því hvort
79