Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 87
5.10 Slysavarnir
Fjölmargir einstaklingar og stofnanir standa að slysavörnum, t.d.
heilbrigðisstarfsmenn, lög^æsla, skólar, vinnustaðir, sveitarfélög og félaga-
sanitök. Slysavarnaráð Islands og Slysavarnafélag íslands skipuleggja
forvarnir í slysamálum í samvinnu við Landlæknisembættið. Árlega eru
haldnir samráðsfundir með fulltrúum frá Umferðarráði, lögreglu og öðrum
félögum og samtökum (Ólafur Ólafsson, 1993, bls. 9).
Fjölmargar forvarnaraðgerðir hafa skilað umtalsverðum árangri á
andanförnum árum. Þar má nefna lögleidda notkun bílbelta en í ljós hefur
komið að alvarlegum slysum, þ.e. heila- og mænuáverkum 'fækkaði um
helming meðal þeirra sem nota bílbelti borið saman við þá sem ekki nota bílbelti.
I heild hefur sárum og brotum einnig fækkað um helming (Landlæknisembættið
1992, bls 13). Hálshnykkáverkum hefur hins vegar íjölgað gífurlega frá 1987 og
e,r talið stafa að einhverju leyti af breytingum á reglum um örorkubætur (Ólafur
Olafsson, 1993, bls. 7).
I kjölfar hárrar eitranatíðni meðal ungbarna árið 1970 gáfu Landlæknis-
embættið og Slysavarnafélag íslands út bæklinginn "Slys af völdum efna í
heimahúsum, viðbrögð við þeim og varnir". Bæklingurinn var sendur á öll
heimili í landu. Tíðni eitrana meðal barna hefur lækkað mjög mikið, eða um
nimlega 60% frá 1974 til 1987 (Landlæknisembættið og Slysavarnaráð íslands,
1992, bls. 27). Þessi bæklingur var endurútgefmn árið 1994.
5-11 Tannvernd
5.11.1 Skipulag tannlæknaþjónustu
Tannlæknar starfa flestir sjálfstætt hér á landi á eigin stofum. Utan Stór-
^eykjavíkursvæðisins er aðstaða til tannlækninga á 44 stöðum. Oft starfa
tannlaeknar í húsnæði hins opinbera á þessum stöðum og sums staðar á hið
opmbera einnig mestan hlutan af nauðsynlegum tækjabúnaði.
A 13 stöðum utan Stór-Reykjavíkursvæðisins starfa tannlæknar án tengsla
Vlð hið opinbera. Þar að auki er aðstaða og tækjabúnaður á vegum hins opinbera
til að annast tannlækningaþjónustu þroskaheftra á 6 stöðum á landinu. Einnig
annast hið opinbera tannlækningaþjónustu á eigin vegum fyrir skólabörn í
Heykjavík. Er sú þjónusta veitt á 22 stöðum.
A mörgum stöðum á landsbyggðinni hafa tannlæknar, sem búsettir eru á
V)ðkomandi stað, nýtt aðstöðuna en annars staðar þjóna tannlæknar sem hafa
nðalaðsetur á öðrum stöðum. Meðan skortur var á tannlæknum var þessi
Þjónusta vel þegin, þótt oft væru notuð kvöld og helgar til að sinna henni á sem
skemmstum tíma. Nú ætti þess ekki að vera lengur þörf.
Undanfarið hefur verið mikil ásókn í að nýta aðstöðu hins opinbera víðs vegar
um land og má t.d. nefna að 5 tannlæknar, þar af 4 búsettir í öðrum landshlutum,
ar>nast nú þjónustu við um 2300 íbúa á Norðausturlandi og hafa nýtt aðstöðu á 3
stöðum. Æskilegra væri að einn tannlæknir með fasta búsetu á einhverjum
Þessara staða annaðist þjónustuna.
85