Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Qupperneq 92
5.12 Hollustuvernd
Hollustuvernd ríkisins hefur það hlutverk að annast yfirumsjón með
heilbrigðiseftirliti, mengunarvarnareftirliti, eiturefnaeftirliti og rannsóknum,
sem þessu eru tengdar og sjá um framkvæmd þeirra samkvæmt lögum.
Starf Hollusutverndar beinist í stuttu máli að því að vernda þau lífsskilyrði
sem felast í ómenguðu umhverfi, þrifalegum hýbýlum, heilnæmum matvælum
og skaðlausum nauðsynjavörum (Hollustuvernd ríkisins, 1991, bls. 1).
Hollustuvernd ríkisins var stofnuð árið 1982 og sameinuðust við það þrjár
minni ríkisstofnanir, þ.e. Matvælarannsóknir ríkisins, Heilbrigðiseftirlit
ríkisins og Geislavarnir ríkisins. Geislavarnir ríkisins voru aftur færðar til
sérstakrar stofnunar árið 1985, eiturefnasvið bættist við Hollustuvernd ríkisins
1988 og árið 1990 var mengunarvarnarsvið fært undir yfirstjórn Umhverfis-
ráðuneytis. Frá þeim tíma hefur Hollustuvernd ríkisins lotið yfirstjórn
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Umhverfisráðuneytis (Hollustu-
vernd ríkisins, 1991, bls. 4).
Umhverfisvernd hefur átt vaxandi fylgi að fagna hin síðari ár, bæði meðal
almennings og stjórnvalda. Um það vitnar til dæmis stofnun Umhverfis-
ráðuneytis árið 1990.
Vegna fólksfæðar, lítils iðnaðar og notkunar fallvatna og jarðvarma til
orkuöflunar er mengun tiltölulega lítil á íslandi (Umhverfisráðuneytið, 1992,
bls. 11-17).
5.12.1 Vatns- og sjávarmengun
Grunnvatn er oftast ríkulegt og lítt mengað, ef undan eru skilin fáein
byggðalög. Hugsanleg mengun kann að verða erfiðasti vandinn, sem við blasir,
ef tryggja á gott vatn í landinu framvegis (Umhverfisráðuneytið, 1992 bls. 95).
Hér er einkum átt við mengun frá vaxandi þéttbýli og mengun af völdum
útivistar og ferðamennsku, ekki síst á hálendinu þar sem dýrmætar vatns-
uppsprettur eru óvarðar (sama heimild, bls. 96).
Þrátt fyrir að meiri hluti landsmanna sé ýmist tengdur holræsakerfi eða hafi
aðrar leiðir til þess að losna við skólp þá er meðhöndlun skólps víða ábótavant
(sama heimild, bls. 13). Unnið er að því að færa þessi mál til betri vegar og eru
endurbætur á frárennslismálum þegar hafnar t.d. í Reykjavík og mun
meðhöndlun skólps vera innan leyfilegra marka innan fárra ára.
5.12.2 Úrgangsmengun
Samkvæmt ársskýrslu Hollustuverndar ríkisins 1991 (bls. 16-17) er ársfram-
leiðsla heimilisúrgangs á hvern einstakling um 390 kg. Framleiðsluúrgangur,
þ.e. úrgangur frá verslun og þjónustu, er áætlaður um 720 kg á hvern
einstakling. Samanlagt gerir þetta um 1,1 tonn af úrgangi á hvern íbúa árlega.
Víða er pottur brotinn í úrgangsmálum og mikil vinna óunnin. Umhverfis-
ráðuneyti kynnti framtíðarstefnu í sorphirðu og endurvinnslumálum. Gerðar
eru strangar kröfur til staðarvals þar sem stuðst er við grunnrannsóknir og
90