Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 93
umhverfisáhrif eru metin. Samkvæmt Hollustuvernd ríkisins eru helstu
framtíðarverkefni m.a. þau að endurskoða söfnun og förgun á hættulegum
urgangi, draga úr magni úrgangs og auka endurvinnslu (sama heimild, bls.
5-12.3 Loftmengun
Loftmengun er fremur lítil á íslandi og ef á heildina er litið innan þeirra
niarka sem sett hafa verið. Sum staðar á landinu er loftmengun meiri en ella
Vegna útblásturs bæði frá bílum og öðrum samgöngutækjum og frá iðnaði.
Mengun frá útblæstri bifreiða er mest á höfuðborgarsvæðinu, enda eru þar 56% af
farartækjum landsmanna (Umhverfisráðuneytið 1992, bls. 65).
Blýmagn í lofti yfir Reykjavík hefur farið minnkandi síðan 1986. A sama
tíma hefur dregið úr blýmagni í bensíni (sama heimild, bls. 65).
5.12.4 Matvæli
Yfirumsjón matvælaeftirlits er í höndum Hollustuverndar ríkisins.
Hollustuvernd ríkisins veitir þeim ráðgjöf og þjónustu sem fer með framkvæmd
eftirlitsins. Ráðgjöf og þjónusta til matvælaframleiðenda og þeirra sem dreifa
niatvælum hefur aukist verulega að undanfornu (Hollustuvernd ríkisins 1991,
bls. 24).
5.13 Mataræði
Nýlega lauk mikilli könnun á mataræði Islendinga á vegum Heilbrigðis-
ráðuneytis og Manneldisráðs. Niðurstöður könnunarinnar sýna matarvenjur
nútíma Islendinga í allri sinni margbreytni, allt eftir aldri, búsetu og aðstæðum
fólks, auk þess sem þær varpa ljósi á helstu kosti og annmarka íslensks
mataræðis.
Tilgangurinn með öflun slíkra upplýsinga er ekki síst sá að geta veitt betri og
markvissari fræðslu um mataræði og hollustu, en væntanlega munu
niðurstöðurnar koma víðar að gangi, bæði við stjórnun heilbrigðismála og
rannsóknir á heilsufari í landinu.
Þegar litið er á niðurstöður könnunarinnar blasir sú gamalkunna staðreynd
yið að fæði Islendinga er að jafnaði of feitt en yfirleitt nokkuð næringarríkt.
Pituríkt fæði er engin nýlunda á íslandi, sjálfsagt hefur fæði okkar alla tíð verið
heldur feitara en gengur og gerist meðal flestra annarra þjóða. Þeir sem eru
komnir yfir miðjan aldur þekkja vel hversu gaumgæfilega hver einasta hvít
orða var nýtt til matar fyrir fáum áratugum og hvílík sóun þá hefði þótt að skera
burtu hverja ljósleita tæju af kjöti eins og nú er gert. Fitan var verðmæti, hún var
mikilvægur orkugjafi þjóðar sem bjó við kröpp kjör í harðbýlu landi.
I ljósi þessarar fortíðar kemur ef til vill nokkuð á óvart, að fæði Islendinga er
gTeinilega feitara nú en á árunum fyrir stríð. Heimildir um fæði Islendinga frá
bessum tíma eru óvenju traustar því árið 1939 var gerð ítarleg og vönduð könnun
91