Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 96
að reglum og reglugerðum um vinnuvernd sé framfylgt. Þannig má segja að
starf Vinnueftirlitsins sé í því fólgið að koma í veg fyrir slys á vinnustöðum og
heilsutjón vegna vinnu (Vinnueftirlit ríkisins, 1991, bls. 2).
Eitt af meginverkefnum Vinnueftirlitsins eru eftirlits- og skoðunarstörf á
fyirirtækjum. Árið 1990 voru heimsótt 5089 fyrirtæki (4804 árið 1989) og þar af
voru 1934 (1769 árið 1989) reglubundnar skoðanir (sama heimild, bls. 6).
Auk eftirlits- og skoðunarstarfs sinnir Vinnueftirlitið fræðslustarfí m.a. með
námskeiðum, vinnustaðafundum, fyrirlestrum og útgáfu rita um vinnuvernd.
Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur heimsækir
einnig vinnustaði í sambandi við meint atvinnusjúkdómatilfelli í því skyni að
meta áhættu og gefa ráð til að draga úr áhrifum áhættuþátta á vinnustað
(Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilsu-
gæslustöðvar Reykjavíkur, 1990, bls. 63).
5.15 Samantekt
Heilsugæslustöðvar eru samkvæmt lögum þungamiðjan í heilsugæslu á
Islandi. Mæðra- og ungbarnavernd fer fram á heilsugæslustöðvum og einnig eru
skólaheilsugæsla og heimahjúkrun verkefni heilsugæslustöðva. Reykjavík
hefur nokkra sérstöðu miðað við önnur læknishéruð því þar hefur ekki verið
lokið við uppbyggingu heilsugæslustöðva. Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur hefur
þess vegna sinnt talsverðum hluta ofangreinds heilsuverndarstarfs í borginni.
Fjölmargar aðrar stofnanir standa að forvörnum, t.d. tóbaksvörnum og áfengis-
og vímuefnavörnum. Aróður gegn tóbaksreykingum er áberandi á íslandi og
kannanir sýna að dregið hefur jafnt og þétt úr daglegum reykingum fullorðinna,
einkum karla.
Arið 1989, þegar sala áfengs bjórs var heimiluð, var metár í áfengissölu á
íbúa. Aftur dró nokkuð úr áfengissölu 1990, þó ekki yrðu tölur jafn lágar og áður
en sala áfengs bjórs var heimiluð. Samkvæmt sölutölum ATVR er þó minna selt
af áfengi á hvern íbúa á íslandi en á öðrum Norðurlöndum.
Tannheilsa Islendinga hefur batnað að undanförnu þó við höfum enn ekki
náð sama árangri og margar nágrannaþjóðir. Notkun skorufylla hefur
margfaldast á undanfórnum árum og er það talinn einn aðalþátturinn í minni
tannskemmdum hér, auk annars forvarnarstarfs.
Umhverfisvernd og samspil heilsufars og ytra umhverfís hefur mætt vaxandi
skilningi hin síðari ár. Almennt má segja að mengun sé lítil á íslandi og er það
einkum vegna fólksfæðar, lítils iðnaðar, notkunar fallvatna og jarðvarma til
orkuöflunar og legu landsins. Víða er pottur brotinn í meðhöndlun skólps og
úrgangs og eru endurbætur hafnar á nokkrum stöðum. Þá þarf einnig að huga að
grunnvatnsmálum og verja vatnsuppsprettur á hálendinu fyrir vaxandi ágangi
ferðamanna.
Matarvenjur íslendinga hafa gjörbreyst á undanförnum 50 árum en fæði
okkar er sem fyrr að jafnaði of feitt og nokkuð næringarríkt þó uppspretta
fitunnar sé nú að sumu leyti önnur en áður. Nokkur einföld atriði ráða að miklu
leyti fituneyslu, t.d. hversu miklu smjöri eða smörlíki er smurt á brauðið.
01