Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 103
6.4 Mannafli í heilbrigðisþjónustu
í árslok 1990 störfuðu 10.524 (9.853 árið 1989) einstaklingar á sjúkrastofnunum
ýmist í hlutastarfí eða í fullu starfi. Samtals er hér um að ræða 7.324 (7.515 árið
1989) stöðugildi. Þegar talað er um heilbrigðisstarfsmenn er oftast verið að vísa
til lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, dýralækna, tannlækna
o.s.frv. Því má hins vegar ekki gleyma að miklu stærri hópur fólks vinnur við
heilbrigðisþjónustu. Þessir einstaklingar taka ekki allir beinan þátt í umönnun
°g lækningu sjúklinga en þeir taka þátt í rannsóknum, daglegum reksti og
stjórnun stofnana. Þess skal getið að í ofangreindri tölu er átt við alla þá sem
starfa á sjúkrastofnunum.
Á heilsugæslustöðvum störfuðu 714 (704 árið 1989) einstaklingar í 496 (490 árið
1989) stöðugildum. Enn eru ótaldir starfsmenn Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur en þar störfuðu árið 1990 vel á annað hundrað einstaklingar í 105
stöðugildum. Nokkur hópur heilbrigðisstarfsmanna starfar á ýmsum öðrum
stofnunum sem tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. á rannsóknarstofum og við
stjórnssýslu. Stór hópur lækna starfar sjálfstætt og má þar nefna um 30
heimilislækna í Reykjavík og fjölmarga sérfræðinga, í ýmsum greinum
laeknisfræðinnar, sem reka eigin lækningastofur. Flestir þessara sérfræðinga
starfa einnig á sjúkrastofnunum og eru taldir þar, en samkvæmt upplýsingum
^rygginga-stofnunar ríkisins starfa 48 sérfræðingar eingöngu á eigin stofu.
Enn eru ótaldir 44 lyfsalar, 60 sjúkraþjálfar, 55 dýralæknar, 27 heilbrigðis-
lulltrúar, 33 sjúkranuddar og um 200 tannlæknar, sem starfa utan stofnana. Ef á
heildina er litið hafa ekki færri en 12 þúsund manns atvinnu af heilbrigðis-
Þjónustu á íslandi sem er um 10% af heildarmannafla.
Þá eru ótaldir allir þeir sem heilbrigðisþjónustan veitir óbeint atvinnu. Erfitt
gæti reynst að henda reiður á fjölda þessara starfsmanna en dæmi um þetta eru
t d. starfsmenn við innflutning eða framleiðslu á vörum og tækjum til
lækninga.
Eins og á öðrum Norðurlöndum hefur heilbrigðisstarfsmönnum og heil-
brigðisstéttum fjölgað örar en íbúum. Sífellt færri íbúar eru á hvern heilbrigðis-
starfsmann. Þannig voru t.d. 704 íbúar á hvern lækni 1970, en 355 íbúar árið
1989. Sömu tilhneigingar gætir meðal margra annarra heilbrigðisstétta, t.d.
hjúkrunarfræðinga og tannlækna, en verulega hefur dregið úr þessari fjölgun
eftir 1985 (NOMESKO, 1991, bls. 103-106).
6.4.1 Skráning mannafla
Eftirtaldir aðilar safna upplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn: Landlæknir,
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, starfsmannaskrifstofa ríkisins,
heilbrigðisstofnanirnar og stéttarfélög. Þær tölur sem hér birtast eru byggðar á
upplýsingaöflun landlæknis, nema annað sé tekið fram.
Landlæknir safnar á ári hverju upplýsingum um fjölda heilbrigðisstarfs-
manna eftir starfsstéttum á hverri stofnun. Auk þess er safnað upplýsingum um
Qölda stöðuheimilda og fjölda setinna staða. Með stöðuheimild er átt við hversu
margar stöður eru heimilaðar með fjárlögum á ári hverju, miðað við heils-
dagsstarf. Setnar stöður eru þær stöður sem voru mannaðar á einhverjum
101