Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 108
Tafla 6.4 Setnar stööur á heilsugæslustöövum
1989 og 1990 eftir starfsflokkum
Setnar stööur Hlutfall
Starfsheiti 1989 1990 1990
Læknar 140 134 27
Hjúkrunarfræð. 142 141 28,3
Ljósmaaöur 14 14 2,8
Sjúkraliðar 26 27 5,4
Þjálfar/ranns.f./félagsfr. 13 14 2,8
Stjórn./skrifstofuf. 122 127 25,5
Önnur störf 38 39 7,8
Samtals 495 496 100
Aðstæður til heilsugæslu eru mjög ólíkar í þéttbýli og strjálbýli og einnig ef
bornar eru saman aðstæður á einstökum stöðum í þéttbýli og strjálbýli. Þrátt
fyrir að Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti hafí ekki sett fram ákveðnar
tölur um Qölda íbúa sem hver læknir og hjúkrunarfræðingur á að sinna, þá
hefur verið rætt um 1200-1500 íbúa á hvern lækni og heldur færri á hvern
hjúkrunarfræðing, eða 800-1000. Þessar tölur hljóta þó að vera breytilegar m.a.
vegna þess að misjafnt er hverjir og hversu margir aðrir vinna á stöðvunum.
(Ingibjörg R. Magnúsdóttir, 1993, bls. 1).
Það er erfíðleikum bundið að bera saman aðsókn og mannafla á höfuð-
borgarsvæðinu og á landsbyggðinni. A landsbyggðinni er heilsugæsla, eða
heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, að stórum hluta sinnt af heilsugæslu-
stöðvum en á höfuðborgarsvæðinu eru mun fleirri aðilar sem sinna þessari
þjónustu, s.s. heimilislæknar, sjálfstætt starfandi sérfræðingar, Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur og ýmsar deildir sjúkrahúsa utan legudeilda og
stofnanir t.d. Krabbameinsfélagið, Hjartavernd o.fl. Þessi þjónusta er án efa
nýtt af öllum landsmönnum en líklegt er að heilsugæslustöðvar á lands-
byggðinni sinni einhverjum hluta af því starfí sem t.d. sjálfstætt starfandi
sérfræðingar og Slysavarðstofa Borgarspítalans sinna á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngur og veðurfar torvelda störf starfsfólks heilsugæslustöðva á
landsbyggðinni. Vitjanir lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra vegna
sjúkratilvika, heimahjúkrunar og ungbarnaeftirlits taka oft 4-6 klukkustundir
og allt upp í 15-19 klukkustundir (Ingibjörg R. Magnúsdóttir, 1993, bls. 2).
Ýmsir aðrir þættir hafa mikla þýðingu fyrir starfsfólk heilsugæslustöðva. Á
vetrum eykur heilsugæsla í skólum enn á annríki starfsmanna og á sumrum
bætast ferðamenn við (sama heimild).
6.4.5 Mönnun
Það er að mörgu leyti áhugavert að velta fyrir sér mannafla í heilbrigðis-
þjónustunni á Islandi og bera hann saman við það sem gerist í löndum þar sem
lífskjör og heilsufar er með svipuðum hætti og hér. Á myndinni hér á eftir er
borinn saman fjöldi heilbrigðisstarfsmanna í nokkrum stéttum á Norður-
106