Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Side 116
Þegar bornar hafa verið saman tölur milli landa um Qölda rúma á
sjúkrahúsum og fjölda innlagna hefur komið í ljós verulegt ósamræmi, t.d.
milli íslands og annarra Norðurlanda. Þannig hefur m.a. komið í Ijós að á
íslandi eru tiltölulega mörg rúm á almennum sjúkrahúsum miðað við önnur
Norðurlönd.
Skýringanna er fyrst og fremst að leita í mismunandi flokkun sjúkra-
stofnana. Á íslandi hefur sjúkrahúsum oftast verið skipt í almenn og
deildasjúkrahús. Deildasjúkrahús eru á stærstu þéttbýlisstöðunum, þ.e. í
Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi og Akureyri. Almenn sjúkrahús eru hins
vegar í fámennari byggðum víðsvegar um landið. Ef betur er að gáð er meirihluti
rúma á almennum sjúkrahúsum notuð fyrir langlegu- og/eða hjúkrunar-
sjúklinga og stórar skurðaðgerðir fátíðar. í mörgum tilvikum eiga þessi
sjúkrahús því meira sameiginlegt með hjúkrunarheimilum en sjúkrahúsum.
Við samanburð talna frá Norðurlöndum hefur í auknum mæli verið reynt að
gera tölur landanna samanburðarhæfari (NOMESKO, 1991, bls. 90). Svo virðist
einnig sem langlega sé meiri á íslenskum sjúkrahúsum en á sjúkrahúsunum í
nágrannalöndunum og stafar það líklega af því að á íslandi eru algengara að
gamalt fólk sé lagt inn á sjúkrahús (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
1993 a)).
Landlæknisembættið, ásamt aðilum frá sjúkrahúsum og Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti, vinnur nú að tillögu að nýrri flokkun heilbrigðis-
þjónustu og munu tölur í heilbrigðisskýrslum í framtíðinni byggja á þessari
flokkun. Megin markmið þessarar flokkunar er að flokka saman skylda
starfsemi á stofnunum en ekki að flokka heilu stofnanirnar sem slíkar. Þetta
þýðir að takmarkið verður að greina á milli rúmafjölda og aðsóknar á
almennum legudeildum (bráða-/skammtíma), hjúkrunardeildum, langlegu- og
öldrunarlækningadeildum, vinnu- og dvalarheimilum og slysa- og bráða-
móttöku. Þá er einnig lögð áhersla á að telja sérstaklega starfsemi dagdeilda.
Jafnframt þessu vinna sömu aðilar að því að samræma skilgreiningar á
ýmsu er varðar aðsókn að sjúkrahúsum, s.s. innlagnir, legur, göngudeildir
o.s.frv.
Skilgreiningar hafa verið nokkuð misjafnar eftir stofnunum og hefur það
haft í för með sér misjafna talningu og þess vegna hafa tölur frá hinum ýmsu
stofnunum ekki verið fyllilega sambærilegar.
Samræmdar skilgreiningar munu krefjast nokkurra breytinga og gera
verður ráð fyrir að það taki nokkurn tíma. Meðan á þessum aðlögunartíma
stendur verður reynt að þoka tölum í Heilbrigðisskýslum í átt að því sem koma
skal, eins mikið og núverandi gögn leyfa. Þannig hefur flokkun heilbrigðis-
stofnana verið breytt lítillega í töflu B 7.2 og eru almenn sjúkrahús greind í tvo
flokka eftir því hvort við sjúkrahúsin starfí sérstakur sjúkrahúslæknir eða
heilsugæslulæknir. Með þessu er verið að gera tilraun til þess að greina á milli
almennra sjúkrahúsa sem sinna að mestu langlegu og þeirra sem sinna
bráðatilvikum í einhverjum mæli. Hér á eftir fer tafla sem sýnir í hvaða flokka
sjúkrahús skiptast í þessari skýrslu. I töflu B 7.2 og B 6.3 í töfluhluta eru birtar
tölur um aðsókn og mannafla samkvæmt þessari skiptingu.
114