Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Síða 123
legudeilda sjúkrahúsa og greina á milli almennrar heilsugæslu og
sérfræðiþjónustu og verður það seint gert svo óyggjandi sé. Sem dæmi má nefna
að mæðraeftirlit fer fram á heilsugæslustöðvum og á Heilsuverndarstöð
^eykjavíkur og flokkast því sem heilsugæsla. Mæðraeftirlit fer einnig fram í
nokkrum mæli á göngudeild kvennadeildar Landspítalans og flokkast þess
vegna sem sérfræðingsþjónusta eins og önnur göngudeildarþjónusta.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir aðsókn að heilbrigðisþjónustu utan
sjúkrahúsa. Hafa verður í huga mismunandi skráningu upplýsinga þegar tölur
uni aðsókn eru túlkaðar og er skráning upplýsinga og gagnasöfnun rakin í
kaflanum hér á eftir.
7-3.1 Skráning samskipta
Samskipti við heilsugæslustöðvar eru skráð á þar til gerða samskiptaseðla. Á
seðilinn eru skráð persónuauðkenni sjúklings, tegund samskipta (viðtal, vitjun
o.s.frv.), hvenær samskiptin áttu sér stað, tilefni samskipta, sjúkdómsgreining
°g úrlausn heilbrigðisstarfsmanna.
Heilsugæslustöðvar skila ársskýrslu til landlæknis þar sem tilgreind er
aðsókn að stöðinni, ónæmisaðgerðir, ungbarna- og mæðravernd, heimahjúkrun
°g loks skólaheilsugæsla. Tölvuvæddar heilsugæslustöðvar skila landlækni
ýtarlegri skýrslum á tölvutæku formi, en auk fyrrgreindra upplýsinga skila þær
skýrslu um tilefni samskipta, sjúkdómsgreiningar og úrlausnir.
Sjálfstætt starfandi heimilislæknar senda reikninga vegna sjúklinga sinna
til Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Tölur um fjölda samskipta eru fengnar
frá TR, en þar er áætlaður fjöldi samskipta byggður á þriggja mánaða úrtaki.
Eingöngu er hægt að telja þau samskipti sem leiða til reikningsgerðar læknis á
hendur sjúkratryggingum. Samkvæmt því eru undanskilin öll símtöl og
heilsuverndarstörf sjálfstætt starfandi heimilislækna.
Tölur TR urn samskipti við sjálfstætt starfandi sérfræðinga eru einnig
hyggðar á þeim reikningum sem læknar senda stofnuninni. Þess ber að geta að
einhver tvítalning á samskiptaQölda á sér stað í þeim tilvikum þar sem
sJúklingur hittir bæði aðgerðarlækni og svæfingalækni í sama skiptið.
Erfitt er að henda reiður á komur á göngudeildir. Ef sérstakar göngudeildir
eru starfandi við sjúkrahúsin (Landspítala, Borgarspítala, Landakot og
h'jórðungssjúkrahúsið Akureyri) eru skráðar komur á deildina, en ekki er
fidlkomlega ljóst hvort skráning er fyllilega sambærileg. Víða úti á landi, þar
Sern ekki eru starfræktar sérstakar göngudeildir, koma sjúklingar í raun í
Spngudeildarheimsóknir, sérstaklega eftir að hafa legið á sjúkrahúsinu. Þá eru
sjúkrahúsin mjög gjarnan í nánu samstarfi við heilsugæslustöðvar og eru
góngudeildarkomur ýmist skráðar þar eða sem ambulant komur á einhverja
^eild sjúkrahússins. Reynt hefur verið að nálgast þessar upplýsingar eins og
uaegt hefur verið í þessari skýrslu og þar sem engar upplýsingar fengust var
fjöldi göngudeildakoma áætlaður út frá íbúafjölda, fjölda innlagna og reynslu
annars staðar frá.
121