Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Side 4

Bæjarins besta - 30.04.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Eftirsótt leirlista- verk frá Þingeyri Pantanasíminn er 456 3367 tt Ýlfa Einarsdóttir, leirlistakona. Að undanförnu hafa tvær ungar konur frá Þingeyri vakið athygli fyrir listfengi sitt við leirkera- smíði. Þetta eru þær Kristbjörg Bjarnadóttir og Ýlfa Einarsdóttir og ákvað blaðið að ná tali af þeim til að forvitnast um hvað þær væru að fást við. Kristbjörg var reyndar stödd í Reykjavík þegar samtalið fór fram þannig að Ýlfa varð fyrir svörum. Hún segir að upphafið að leirkerasmíðinni megi rekja til þess að þær stöllur kynntust henni hjá svilkonu Ýlfu og ákváðu að sækja byrjendanám- skeið hjá Ólöfu Odds- dóttur á Suðureyri í fyrravor, en Ólöf er menntuð í listgreininni. Þarna var um grunn- námskeið að ræða og hafa þær Ýlfa og Krist- björg þróað sig áfram með tímanum en vinna með leir er mjög vanda- söm og segir Ýlfa að oft hafi þær verið að því komnar að gefast upp. Reynir á þolinmæðina „Við vinnum úr steinleir og útbúum mót úr gifsi sem gripirnir eru mótaðir í. Vinna við þetta er mjög flókið ferli og það er margt sem þarf að athuga. Til dæmis má gifs og leir ekki mætast í brennslunni því þá springa gripirnir. Eins má ekki vera loft í leirnum og því verður að hnoða hann á réttan hátt til að ná loftinu úr. Það verður að passa upp á að hnoða leirinn ekki of mikið því þá er hætta á að lofti sé hnoðað í hann. Þetta getur oft reynt ansi mikið á þolinmæðina og við höfum oft verið að því komnar að hætta þessu. En ég er svo heppin að mamma á góða vinkonu, Kristjönu Samper, sem er leirlistamaður og hún hefur verið óþreytandi við að stappa í okkur stálinu. Ýlfa vinnur hálfan daginn í sparisjóðnum á Þingeyri en hún segir að sífellt meiri tími fari í leirinn. Hún vill þó ekki færast of mikið í fang því hún setur framar öllu að hafa gaman af því sem hún er að gera. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð að undanförnu sem má kannski rekja til þess að við höfum verið duglegar við að koma okkur á framfæri. Hluti af þessu getur verið að við fórum að sýna og selja listmuni á Húsgagna- loftinu og í Rammagerð- inni á Ísafirði, en það virtist kvikna mikill áhugi hjá fólki í kjölfarið. Ég veit ekki hvað við gerum - hvort við höldum áfram eða hvað. Ég er bara með vinnuaðstöðu hérna í eldhúsinu hjá mér og þar er allt undirlagt auðvitað, þannig að það gengur ekki til lengdar. Ég vill líka hafa gaman af því sem ég geri og ég er dálítið hrædd við að ef þetta verður of mikið, þá verði þetta kvöð og ánægjan hverfi. Við erum svona að melda það með okkur þessa stundina hvað við gerum í framhaldinu.“ Fjölbreytt starf hjá handverksfólki Ýlfa segir aðspurð, að þrátt fyrir eftirgrennslan, þá hafi þeim ekki tekist að fá húsnæði sem henti undir starfsemina á Þingeyri. Einnig segir hún talsverða eldhættu af brennsluofninum og að öryggisráðstafanir vegna þess geti reynst kostnað- arsamar. Ofninn eru þær með að láni frá Kvenfélagi Mosvallahrepps og er Ýlfa mjög þakklát félaginu fyrir afnotin. Hún segir að gripirnir hafi stækkað með tímanum og því sé í rauninni orðin þörf á stærri ofni til að brenna þá í. Það sem er vinsæl- ast um þessar mundir eru risastórar skálar á stærð við hálfan bobbing og kertastjakar á gólf sem eru um hálfur metri á hæð. Þær Ýlfa og Krist- björg búa einnig til smærri hluti eins og veggljós, kertastjaka og bjöllur, svo eitthvað sé nefnt. Ýlfa segir að sér hafi komið á óvart hversu viðbrögðin hafa verið góð. Þetta hafi verið fikt til að byrja með og þær síðan haldið áfram á þrjóskunni. - Starfið þið eitthvað með handverksfélaginu á Þingeyri Ýlfa? „Já, við gerðum það á tímabili. Það eru frábærar konur sem starfa innan félagsins og gífurlega vönduð vinna sem þar er innt af hendi. Borgný Gunnarsdóttir er til dæmis að vinna frábæra hluti úr selskinni, lambsskinni og roði, t.d. töskur, veski, skartgripi og hárspennur. Það eru ólíklegustu hlutir sem eru unnir þarna. Það er prjónað, skorið út í við, hnýttar bastkörfur, leirvinnsla, járnsmíði, kertamálun, dúkasaumur, prjónaðar lopapeysur, málaðir timburmunir og fleira. Það er gífurleg TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • % 456 3940 & 456 3244 • o 456 4547 Fasteignaviðskipti Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari upplýsingar varðandi söluskrá fasteigna eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1, 3. hæð. fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð: 4.900.000,- Stórholt 9: 74,6m² íbúð á 1. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð: 5.300.000,- Stórholt 11: 80m² 3ja herbergja íbúð á 3 hæð í fjölbýlishúsi. Verð: 6.000.000,- Stórholt 11: 80 m² 3ja herbergja íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi ásamt innbyggðum bílskúr. Verð: 6.900.000,- Stórholt 11: 72,6m² 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Verð: 4.500.000,- 2ja herbergja íbúðir Hlíf II: 50,4m² íbúð á 2. hæð í Dvalar- heimili aldraðra Verð: 6.100.000,- Hlíf II: 50,4 m² íbúð á 4 hæð í Dvalarheimili aldraðra. Verð: 5.900.000,- Sundstræti 24: 69m² íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi. Íbúðin er mikið upp- gerð. Verð: 5.200.000,- Suðureyri Aðalgata 23: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr og ræktaðri lóð. Verð 2.600.000,- íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Engar áhvílandi veðskuldir. Verð: 3.500.000,- Túngata 12: 98,9m² 4ra herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi. Mikið uppgerð. Verð: 6.700.000,- Túngata 21: 77,5m² 4ra herbergja ris- íbúð í þríbýlishúsi. Verð: 5.600.000,- Urðarvegur 25 - Hraunprýði: 155m² 5-6 herbergja íbúð á 2 hæðum að hluta í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign möguleg. Tilboð óskast. 3ja herbergja íbúðir Aðalstræti 20: 98m² íbúð á 2. hæð t.v. í fjölbýlishúsi ásamt sérgeymslu. Verð: 6.900.000,- Fjarðarstræti 13: 80m² íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, tvö aukaherbergi í risi og kjallara. Verð 5.900.000,- Hlíðarvegur 27: 76m² íbúð á efri hæð tvíbýlishúsi ásamt 35m² bílskúr. Mögulegt að taka bíl uppí. Verð: 5.500.000,- Seljalandsvegur 67: 107m² íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Verð: 6.000.000,- Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 1. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð: 5.100.000,- Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3. hæð einni hæð ásamt bílskúr. Skipti á minni eigna á Eyrinni möguleg. Tilboð óskast. Hafraholt 14: 144,4m² raðhús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Verð: 9.500.000,- Heiðarbraut 6: 133,3m² einbýlishús á einni hæðásamt bílskúr. Verð: 10.700.000,- Hjallavegur 19: 242m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Verð : 12.700.000,- Hliðarvegur 26a: 120m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Verð: 6.700.000,- Einbýlishús / raðhús Bakkavegur 23: 133,8m² einbýlishús á einni hæð ásamt 34,9m² bílskúr. Verð kr. 8.900.000,- Bakkavegur 25: 154m² einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 8.700.000,- Brautarholt 12: 143,3m² einbýlishús á einni hæð ásamt 56m² bílskúr. Verð: 11.300.000,- Dalbraut 13: 120,7m² einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 9.500.000,- Fagraholt 12: 156,7m² einbýlishús á Brautarholt 12: 161,2m² einbýlishús á einni hæð ásamt 53,3m² bílskúr. Verð: 11.300.000,- Tangagata 6a: 99,7m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt litlum kjallara. Verð: 6.800.000,- Hlíðarvegur 48: 146,4m² einbýlishús á þremur pöllum, mjög fallegt útsýni. Verð: 7.000.000,- bergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mikið uppgerð. Verð: 5.900.000,- Fjarðarstræti 4: 120m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjöbýlishúsi. Verð kr. 6.500.000,- Fjarðarstræti 14: 191m² 3ja her- bergja íbúð á neðri hæðí tvíbýlishúsi ásamt kjallara. Verð: 6.200.000,- Fjarðarstræti 38: 130m² 5 herbergja íbúð á 2 hæðum í þríbýlishúsi. Hag- stæð lán fylgja. Verð: 7.000.000,- Pólgata 4: 136 m² 5 herbergja íbúð á 2 hæð í þríbýlishúsi ásamt litlum bílskúr. Verð: 5.500.000,- Seljalandsvegur 20: 125,2m² 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Verð: 7.900.000,- Seljalandsvegur 20: 161,2m² 5-6 herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt stórum bílskúr. Mjög fallegt útsýni. Verð: 10.700.000,- Sólgata 5: 102m² 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum í norðurenda í tvíbýl- ishúsi. Verð: 5.000.000,- Stórholt 7: 116m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. t.h. í fjölbýlishúsi. Verð 7.400.000,- Stórholt 11: 103m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílageymslu. Íbúðin er laus fljótlega. Verð: 7.800,000,- Tangagata 20: 70m² 4ra herbergja Hlíðarvegur 38: 183,2m² raðhús á þremur hæðum. Verð: 9.500.000,- Miðtún 31: 190m² endaraðhús í norðurenda á tveimur hæðum. Tilboð óskast. Silfurgata 9: 150m² einbýlishús, 4ra herbergja á tveimur hæðum, ásamt garði, kjallara og geymsluskúr. Tilboð óskast. Skipagata 11: 78 m² einbýlishús á tveimur hæðum. Tilboð óskast. Stakkanes 4: 144 m² raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr og sólstofu. Skipti möguleg á Eyrinni. Verð: 9.900.000,- Stakkanes 6: 144 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr og sólstofu. Skipti minni eign möguleg. Verð: 10.900.000,- Strandgata 3: 130,5m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt geymsluskúr. Verð 3.500.000,- Urðarvegur 26: 236,9m² raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Verð: 11.800.000,- 4-6 herbergja íbúðir Engjavegur 21: 132,2m² 4-5 her- bergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt kjallara. Verð: 8.500.000,- Engjavegur 31: 92,1m² 4ra her-

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.