Bæjarins besta - 30.04.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 7
Verkfallsvarsla Baldursmanna við höfnina
Skaðabótakröfur á verka-
lýðsfélagið hugsanlegar
Verkfallsverðir komu í veg fyrir að ökumaður lyftara frá
TryCo gæti sinnt starfi sínu. Ljósm.: Kári Jóh.
Á þriðjudag í síðustu viku
komu félagsmenn í verkalýðs-
félaginu Baldri í veg fyrir losun
úr skipi Eimskipafélagsins,
Skógarfossi, á Ísafirði, en þeir
töldu að verið væri að ganga í
störf félaga sinna. Tryggvi
Tryggvason, eigandi Tryco hf.,
umboðsaðila Eimskipafélags-
ins á Ísafirði, var sjálfur við
stjórnvölinn á stórum gáma-
lyftara og var ósáttur mjög
vegna aðgerða verkfallsmanna.
„Pétur Sigurðsson hafði
samband við mig þegar hann
frétti að skipið væri að koma
og spurði hvort við ætluðum
að losa það. Ég gerði honum
grein fyrir því að myndum losa
það en ekki lesta og jafnframt
að ég myndi vinna þá vinnu en
ekki menn sem voru í verkfalli.
Hann sagðist þá ætla að athuga
málið og láta mig vita. Ég
heyrði svo ekki meira frá
honum og vissi ekki fyrr til en
verkfallsverðir mættu á stað-
inn. Þeir sendu síðan skeyti til
til Sjómannafélags Reykja-
víkur en Pétur kom svo hlaup-
andi hérna niður á kant þegar
hann sá að þetta var allt að
byrja. Hann var auðvitað sá
sem stjórnaði þessum aðgerð-
um og enginn annar, þannig að
þetta átti Pétur einn,“ sagði
Tryggvi aðspurður um tildrög
málsins.
„Verkfallsmenn voru ekki í
neinum rétti til að stöðva vinnu
við uppskipunina. Ég tel að
þeir hafi enga lögsögu hér á
hafnarsvæðinu. Ég á þetta
fyrirtæki og má vinna á þeim
tækjum og tólum sem ég hef til
umráða, án þess að biðja um
leyfi hjá Pétri Sigurðssyni,“
sagði Tryggvi. Hann segir að
starfsmenn sínir séu félags-
menn í Baldri en hann hafi
unnið þessi störf þegar þurft
hefur. Það liggi fyrir dómur
um að mönnum sé heimilt að
vinna við fyrirtæki sín í verk-
föllum. „Pétur getur ekki búið
til einhverjar sérreglur fyrir sig
og sína. Menn keyrðu bifreið-
um sínum fyrir lyftarann og
lögðu sig í hættu. Menn keyra
ekki í veg fyrir tæki sem er 70
tonn að þyngd og reikna með
því að það stöðvist eins og
fólksbíll. Lögreglan var kölluð
til en þeir blanda sér ekki í
vinnudeilur að öðru leyti en að
taka skýrslur af viðkomandi.
Ég reikna fastlega með því
að það komi fram skaðabóta-
kröfur á Baldur út af þessu
máli sem skipta milljónum
króna. Þarna átti að setja í land
33 gámaeiningar og við höfð-
um sagt þeim hjá verkalýðs-
hreyfingunni að það yrði ekkert
lestað. Aðalmarkmiðið hjá
okkur var að ná í tóma gáma
svo hægt yrði að hefja vinnu
þegar verkfallið leystist, þann-
ig að þetta átti ekki að bitna á
félagsmönnum í Baldri. Þar
fyrir utan var Pétri gerð grein
fyrir því í fyrsta lagi, að ég
væri ekki í Vinnuveitendafélagi
Vestfjarða, sem hann á í deilu
við, og þar af leiðandi ekki
aðili að þessari deilu. Í öðru
lagi er enginn starfsmaður hjá
okkur sem hefur laun undir
þessari 100 þúsund króna kröfu
hans. Ég tel þess vegna að hann
hafi verið að ráðast á rangan
aðila. Ég spurði Pétur, hvort
hann reiknaði kannski með að
við tækjum upp þennan taxta
hans og lækkuðum alla starfs-
menn okkar þar með í launum,
þegar hann yrði búinn að semja
um þessi 4%.“
Tryggvi segir að sú stað-
reynd skipti ekki máli, að haft
var samband við Sjómannafé-
lag Reykjavíkur til að fá því
framgengt að skipsmenn hífðu
ekki með skipskrönunum.
Verkfallsmenn hafi verið búnir
að stöðva hann þegar að því
kom. „Mér finnst þessar að-
gerðir hjá verkalýðsfélaginu
Baldri hálfgerð tímaskekkja.
Þeir eru auðvitað fyrst og
fremst að berjast fyrir fisk-
verkafólk og þetta virðist vera
eini atvinnureksturinn fyrir
utan þann geira, sem þeir eru
að reyna að stoppa. Það eru
allir aðrir félagar í Baldri að
vinna, samanber starfsmenn
hjá bænum og fleiri,“ sagði
Tryggvi að lokum.
Karitas Pálsdóttir um verkfallsbrot og kröfur ASV
Það er ekki bara forystan
sem ákveður kröfurnar
Karitas Pálsdóttir.
Verkfallsverðir stöðva ísflutningabifreið sem kom frá Þingeyri á laugardag.
Karitas Pálsdóttir varð fyrir
svörum á föstudaginn, þegar
haft var samband við skrif-
stofu Alþýðusambands Vest-
fjarða út af málsatvikum við
Skógarfoss. Hún kvað það
verða koma í ljós hvort
skaðabótakrafa bærist frá
Tryggva. „Við teljum okkur
hafa verið í fullum rétti. Ég
efa ekki að Tryggvi sé með
öll tilskilin réttindi en hann
var þarna að ganga í störf
starfsmanna sem eru í verk-
falli. Menn eins og Tryggvi,
virðast ekki skilja í hvernig
kjarabaráttu við erum. Þetta
er almenni kjarasamningurinn
var ekki boðuð allsherjar
vinnustöðvun og það eru marg-
ar starfsgreinar sem eru ekki í
verkfalli þótt þar starfi félags-
menn í Baldri, t.d. fólk í heil-
brigðisgeiranum. Auðvitað
gæti þetta endað með því að
það verði allsherjar vinnu-
stöðvun.“
- Er ekki hætt við, að eftir
því sem verkfallið dregst á
langinn verði félagsmenn ósátt-
ari og deili þá kannski á for-
ystuna fyrir að setja fram kröfur
umfram aðra?
„Nú held ég að þú miskiljir
hlutina. Það er ekki bara for-
ystan sem ákveður þessar kröf-
ur. Það er auðvitað fólkið í
félögunum sem ákveður þetta,
en ekki einhver einn eða tveir
karlar, eða kerlingar, út í horni.
Þú heyrir auðvitað áróður
vinnuveitenda í öllum fjölmiðl-
um, þar sem þeir tala um að
fólkinu hafi ekki verið kynnt
þetta og hitt.“
„Nú hefur það sjónarmið
heyrst, og jafnvel frá fólki í
verkfalli, að þetta sé orðin
þráhyggja hjá forystunni. Hvað
segir þú um það?
„Þá skaltu fá ummæli þessa
fólks. Þetta sjónarmið hefur
ekki komið fram á þeim fund-
um sem hér hafa farið fram
eða frá þeim mikla fjölda
fólks sem kemur á skrifstofu
félaganna. Auðvitað er fólk
óttaslegið og það eru eðlileg
viðbrögð, en það er samt
engan bilbug að finna hjá
fólki,“ sagði Karitas
sem hér um ræðir og hafnar-
vinna fellur undir hann. Það
Lionsklúbbur Ísafjarðar
Skemmtun gegn
fíkniefnum
Lionshreyfingin á Íslandi
hefur tileinkað sér fyrsta
laugardag í maí ár hvert, sem
sérstakan baráttudag gegn
fíkniefnum. Laugardaginn 3.
maí nk., verður dagskrá á
vegum Lionsklúbbs Ísafjarðar
í íþróttahúsinu á Torfnesi af
þessu tilefni.
Til liðs við Lionsklúbb
Ísafjarðar kemur Magnús
Scheving, þolfimikennari, og
mun hann halda uppi skemmti-
dagskrá í tilefni dagsins með
leikjum og ýmsum uppátækj-
um. Lionshreyfingin hefur haft
með höndum viðamikla fræð-
slu um forvarnir í þessu sam-
bandi og má þar nefna Lions
Quest námsefnið, sem hefur
farið víða í skóla landsins.
Lionsklúbbur Ísafjarðar hefur
staðið fyrir einu slíku nám-
skeiði á Ísafirði þar sem tóku
þátt á fjórða tug manna, kenn-
arar, hjúkrunarfræðingar, lög-
regla og aðrir aðilar sem vinna
að þessu málefni. Frá Torfnesi.