Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.1997, Page 7

Bæjarins besta - 04.06.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 7 öðrum að meirihluta þjóðarinnar finnst þetta kerfi vera rekið fyrir hina fáu á kostnað hinna mörgu.“ Arnar Barðason: „Það sem fer upp, kemur aftur niður“ Arnar Barðason var næstur í pontu og tók upp hanskann fyrir Sighvat Björgvinsson, sem honum fannst verið vegið að, hálfu sjávarútvegsráðherra. „Mér þótti leiðinlegt þegar Þorsteinn var að höggva að Sighvati Björgvinssyni, að honum fjarstöddum, vegna ummæla Sighvats um að lífeyrissjóðirnir væru að leggja tugi milljóna í fjárfestingu í sjávarútveginum. Ég er sammála Sighvati í þessu og hef aldrei áður verið eins sammála krata. Það er hryllilegt þegar fólk er að sóa annarra manna peningum í vitleysu. Ég segi vitleysu vegna þess að hlutafjárverðmæti sjávarútvegsfyrirtækja eru í undantekningartilfellum byggð á rekstrarforsendum. Þau eru byggð á kvóta sem er eign. Hvað þurfa þessi félög síðan að hagnast mikið til að lífeyrissjóðurinn geti borgað okkur út ellilífeyrinn, okkur sem nú er verið að skikka til að borga í þessa sjóði. Mér finnst það vera ábyrgðarleysi að vera skylda okkur til að borga í sjóði sem henda svo peningunum svona. Einhvern tímann kemur að því að kvótakerfið verður afnumið vegna þess að það sem fer upp, kemur aftur niður,“ sagði Arnar. Hann lagði jafnframt að ráðherra að ganga frá þeim lausa enda sem dagakerfi krókabáta væri, en hann líkti því við tímasprengju sem tifaði hægt og rólega. Sveinbjörn Jónsson: „Trillusjómaðurinn vinnur víst vinnu sína út frá tölum Hafró“ Þá var röðin komin að Sveinbirni Jónssyni, trillukarli á Suðureyri, sem rakti í talsvert löngu máli útreikninga sína á rannsóknargögnum Hafrannsóknarstofnunar. Hann lýsti trausti sínu á rannsóknum fiskifræðinga en dróg í efa stærðfræðikunn- áttu þeirra. Að minnsta kosti varð niðurstaðan önnur en niðurstaða fiskifræðinganna, þegar Sveinbjörn setti tölur Hafrannsóknar- stofnunar í tölvuna sína. Kenningar Sveinbjörns eru athyglisverðar og gerði hann nokkuð góða grein fyrir þeim í viðtali sem BB átti við hann í upphafi árs og verður því ekki farið nánar út í þá sálma að þessu sinni. Sveinbjörn færði sjávarútvegsráðherra súluritsmyndir þar sem niðurstöður hans koma fram og bað hann um að hengja þær upp á áberandi stað í ráðuneytinu. Jafnframt bað hann Þorstein um að segja, ef einhver myndi spyrja: „Þetta er gjöf sem mér var færð vestur á fjörðum af einhverjum trillusjómanni sem telur sig geta reiknað út framleiðslugetu þorskstofna og líkra tegunda, út frá stofnformi einu saman. Hann vinnur víst vinnu sína út frá tölum Hafrannsóknarstofnunar og einhvern veginn fær hann þetta út.“ Halldór Her- mannsson: „Má grafa yfir þá með jarðýtu og ég skal hjálpa til“ Loks var komið að þætti Halldórs Hermannssonar, frá Ísafirði, sem fór vítt og breitt um hin ýmsu svið kvótakerfis og sjávarútvegsmála. Halldór kvaðst sannfærður um að kvótinn væri orðinn eign útgerðarmanna eftir afgreiðslu frumvarpsins um samningsveð og bað menn um að banka upp á hjá sér eftir svona 15 ár ef í ljós kæmi að hann hafi haft rangt fyrir sér. Hann benti jafnframt á afleiðingar afnáms línutvöföldunar og sagði að línuskip hefðu verið að seljast um allar jarðir síðan tvöföldunin var tekin af. Halldór lét ekki staðar numið og gagnrýndi kvótasetningu steinbíts. „Það er sagt í lögunum um fiskveiðistjórnunina að ekki skuli settur kvóti á tegundir nema þörf sé á vegna ofveiði eða minnkandi stofnstærðar. Steinbíturinn hefur aldrei verið ofveiddur og veiðin hefur verið 13-17 þúsund tonn í fjölda ára. Samt sem áður er þetta gert og mönnum eru færðir 2,3 milljarðar til eignar.“ Ýmsir stjórnmálamenn fengu pillur frá Halldóri og var Jón Baldvin Hannibalsson einn af þeim: „Hvað gerðist með hann Jón Baldvin sem hélt 150 fundi um árið og spurði: hver stal Íslandi? hver á Ísland? Svarið er aukaatriði en ég segi; Íslandi var stolið á meðan Jón Baldvin var á þessum 150 fundum. Hann gerði það líka mögulegt með setu í ríkisstjórnum. Hvað með forsetann okkar hann Ólaf Ragnar? Hann sat yfir þessu á meðan þessu var hleypt í gegn. Nú situr hann og núir hendur á maga sínum í skjóli á Bessastöðum. Hinn bíður eftir því að fá sendiherraembætti í Washington. Ég er ekki vinstri maður, ég var maður þeirra Ólafs Thors og Bjarna Ben. Ég var maður sjálfstæðismanna en ekki bara maður manna sem hugsuðu eingöngu um einkavini sína - að einkavæða fyrir þá sjálfa og hugsa um 8% þjóðarinnar. Bjarni Ben og Ólafur Thors hugsuðu um meira en 8% þjóðarinnar. Ef þessir vinstri menn koma sér ekki saman í einn flokk, þá má grafa yfir þá með jarðýtu og ég skal hjálpa til,“ sagði Halldór Hermannsson meðal annars. Hann ítrekaði þá skoðun sína að útgerðarmenn ættu kvótann og sagði: „Ég vona bara að hann Þorsteinn fari ekki að segja okkur á sjómannadaginn að þjóðin eigi þetta. Guð minn almáttugur - það yrði hræðilegt áfall.“ Ísafjörður 200 þátttakendur á landsþingi Lions Um helgina var landsþing Lions á Íslandi haldið á Ísafirði. 210 fulltrúar mættu til leiks ásamt 105 mökum og voru þeir flestir aðkomnir. Dagskrá þingsins samanstóð af skólum fyrir verðandi embættismenn innan Lions- hreyfingarinnar, þ.e.a.s. fyrir verðandi formenn, gjaldkera og ritara, ásamt þingum fyrir umdæmi A og B, en landinu er skipt í tvö umdæmi. Á laugardaginn fór svokallað fjölumdæmisþing fram í íþróttahúsinu á Torfnesi, en það er aðalfundur allra Lions- manna á landinu. Á föstudagskvöld var sam- eiginlegur 360 manna kvöld- verður í íþróttahúsinu og á laugardagskvöld var svo lokahófið haldið með miklum glæsibrag á sama stað, en þar mættu um 390 manns. Að sögn Ásgeirs Sólbergssonar, sem tók þátt í undirbúning- num fyrir hönd Lionsklúbbs Bolungarvíkur, gekk þing- haldið eins og best verður á kosið. Aðkomnir fulltrúar voru ánægðir með skipulagn- inguna og sérstaklega með það að hinir margvíslegu þættir þinghaldsins skyldu haldnir á nánast sama svæð- inu, þ.e.a.s. í Framhaldsskóla Vestfjarða og í íþróttahúsinu. Ásgeir segir að nánast allt gistirými á svæðinu hafi ver- ið fullnýtt vegna þingsins en Lionsmenn gistu m.a. á Hótel Ísafirði, Framhaldsskóla Vestfjarða, Föndurloftinu, Gistiheimili Áslaugar, Núpi og Alviðru. Hann segir að vel hafi gengið að breyta íþróttahúsinu í „veitinga- hús“, en m.a. voru smíðaðir barir, svið og dansgólf ásamt því að gangar voru teppa- lagðir. Einnig þurfti að koma upp aðstöðu til uppvasks og stólum og borðum var safnað saman víðs vegar að. Ásgeir segir að æskilegt væri að íþróttahúsið ætti þann búnað sem þarf til þinghalds sem þessa og það hljóti að verða svo í framtíðinni. Vestfirðir Gönguferðir um Hornstrandir og hjólreiðar Rúta og reiðhjól er nýjung í ferðaþjónustu á Vestfjörð- um sem Vesturferðir standa að í samvinnu við aðra ferða- þjónustuaðila. Ferðamönnum verður boðið að aka og hjóla til skiptis á ákveðnum leiðum sérleyfishafa og mun mark- miðið með þessu framtaki vera að Vestfirðir verði kynntir sérstaklega fyrir hjólreiðafólki og því auðveld- að að ferðast um fjórðunginn. Skipulagðar verða ákveðnar leiðir og verður hægt að að hefja ferð og ljúka á þremur stöðum á Vestfjörðum. Gönguferðir um Horn- strandir þar sem áhersla verð- ur lögð á sögu og menningu svæðisins, er önnur nýjung í ferðatilboðum Vesturferða. Í ferðunum verður þátttakend- um gefið tækifæri til að fræð- ast um lifnaðarhætti fólksins sem byggði Hornstrandir og þá sögu sem er að finna á þessum slóðum. Hver ferð tekur sex daga og hefst með göngu um Ísafjörð og þátt- töku í Sumarkvöldi í Neðsta- kaupstað. Síðan verður siglt til Aðalvíkur þaðan sem gengið verður í áföngum til Hesteyrar og Grunnavíkur þar sem gist verður í húsum. Að sögn Sigríðar Kristjáns- dóttur, hjá Vesturferðum, er gönguferð um Hornstrandir boðin á kynningarverði, 35 þúsund krónur og er ferð frá Reykjavík innifalin ásamt fæði, gistingu og leiðsögn. Að sjálfsögðu stendur Vest- firðingum til boða að fara í ferðir þessar og er þeim bent á að skrifstofa Vesturferða er í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.