Bæjarins besta - 04.06.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
FRAMHALDSSKÓLI
VESTFJARÐA
PÓSTHÓLF 96 - 400 ÍSAFJÖRÐUR
Innritunarfrestur vegna náms nýrra
nemenda í dagskóla á væntanlegri haust-
önn er til 10. júní 1997.
Í boði eru einkum þessar brautir:
Atvinnulífsbraut
Fornám
Almennt bóknám 1. árs
Grunndeild málmiðna
Grunndeild rafiðna
Hagfræði- og tölvubraut (2. ár)
Matartæknibraut
Mála- og samfélagsbraut (2. ár)
Náttúrufræðibraut
Sjávarútvegsbraut
Sjúkraliðabraut (2. ár)
Vélstjórnarbraut
Mjög brýnt er að allir nýir nemendur
komi með eða sendi til skólans ( á Ísafirði
eða útibúsins á Patreksfirði) útfyllt um-
sóknareyðublöð ásamt afritum af próf-
skírteinum upp úr 10. bekk grunnskóla.
- Nemendur sem koma úr öðrum fram-
haldsskólum skulu láta afrit af námsferli
þar fylgja umsókn.
- Síðar verður auglýst eftir nemendum í
öldungadeild.
Innritunargjald á haustönn er kr. 3.000,-
og verður innheimt síðar með gíróseðli.
Sé sótt of seint um skólavist má búast við
að greiða þurfi þrefalt venjulegt innrit-
unargjald, þ.e. kr. 9.000,-
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skólans kl. 9:00 til kl. 16:00.
Skólameistari.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Básafells hf. verður haldinn á
Hótel Ísafirði, fimmtudaginn 12. júní 1997
kl. 16:00.
Dagskrá er samkvæmt samþykktum félags-
ins eftirfarandi:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 18.
grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á
eigin hlutum félagsins sbr. 55. grein hluta-
félaga.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórnin.
ÍBÚAR OG HAGSMUNAAÐILAR
Á EYRINNI, ÍSAFIRÐI
Kynningarfundur vegna deiliskipulags
verður haldinn þriðjudagskvöldið 10.
júní kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu 4.
hæð.
Nýtt deiliskipulag fyrir gömlu byggð-
ina á Eyrinni á Ísafirði verður kynnt
og rætt á fundinum, um er að ræða
svæðið að norðanverðu frá Túngötu
að hafnarsvæði.
Allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta
eru hvattir til að koma á fundinn og
kynna sér skipulagið.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.
ÍSAFJARÐARBÆR
Atvinna
Vesturferðir ehf. óska eftir starfsmanni í
hlutastarf í sumar.
Góðrar tungumálakunnáttu krafist og áhugi
á ferðaþjónustu æskilegur.
Upplýsingar veitir Sigríður í síma 456 5111.
Atvinna
Óskum að ráða starfsfólk nú þegar í af-
greiðslu- og þjónustustörf o.fl. Ekki yngri en
20 ára.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
456 5367 eða á skrifstofu, Mánagötu 1
(2. hæð). Daglega frá kl.8:00 til kl. 17:00
Framhaldsskólinn
Verslunar- og hagfræði-
braut Framhaldsskóla Vest-
fjarða stóð að söfnun fyrir
tölvum og tölvubúnaði vetur-
inn 1995 til 1996.
Fyrir peningana sem söfn-
uðust var keyptur prentari,
skanner og nokkur forrit auk
þess sem Framhaldsskóli
Vestfjarða gaf deildinni
tölvu.
Við þökkum þeim sem
styrktu okkur fyrir veittan
stuðning.
Guðný Hólmsteinsdóttir,
deildarstjóri.
Þakkir til nemenda
Fjölmargir bæjarbúar og
gestir notfærðu sér boð um
siglingu með togurum bæjar-
ins um Ísafjarðardjúp, m.a.
barna- og unglingakór Hall-
grímskirkju í Reykjavík, sem
hér tekur lagið um borð í
Júlíusi Geirmundssyni.
Þar var einnig þessi móðir
með barn sitt, en eins og sjá
má veitti barnið umhverfinu
litla athygli og vildi einungis
fá pelann sinn.
Ísafjörður
Velheppnuð hátíð-
arhöld í tilefni
sjómannadagsins
Sjómenn um land allt héldu
upp á hátíðisdag sinn á sunnu-
dag. Í fjölmörgum bæjarfél-
ögum hófust hátíðarhöldin á
laugardag þ.á.m. í Bolungarvík
og á Ísafirði. Þátttaka var góð í
hátíðarhöldunum þrátt fyrir
fremur sterkan vind á laugar-
dag, og þóttu þau takast vel í
alla staði. Á Ísafirði hófust há-
tíðarhöldin með því að bæjar-
búum var boðið í siglingu með
togurum bæjarins um Ísafjarð-
ardjúp og notfærðu margir sér
þetta boð. Nýtt björgunarskip
var formlega vígt á laugardag
og mikil dagskrá fór fram við
höfnina. Haldnar voru ræður,
Pétur pókus sýndi töfrabrögð,
sjómenn kepptu í netabætningu
og kappróðri og ungmenni
sýndu snilli sína í koddaslag
og tunnuhlaupi. Á sjálfan
sjómannadaginn hófst dagskrá-
in með sjómannamessu í Hnífs-
dalskapellu og Ísafjarðarkirkju.
Við það tækifæri voru tveir
sjómenn heiðraðir fyrir störf
sín, þeir Benedikt Egilsson og
Héðinn Valdimarsson. Síðdeg-
is á sunnudag bauð síðan
kvennadeild Slysavarnafél-
agsins í Hnífsdals til hátíðar-
kaffis í félagsheimilinu í Hnífs-
dal. Meðfylgjandi myndir voru
teknar við hátíðarhöldin á Ísa-
firði á laugardag.
Kristinn Halldórsson og Gísli
Skarphéðinsson voru á meðal
þeirra sjómanna sem tóku
þátt í keppni í netabætingu.
Fjölmenni var við vígsluathöfn nýja björgunarskipsins,
Gunnars Friðrikssonar, á laugardag.
Pétur pókus sýndi snilli sína
m.a. við að losa sig úr spenni-
treyju í tveggja metra hæð.
Holtsskóli
Listsköpunarnámskeið
Listsköpunarnámskeið verð-
ur haldið í Holtsskóla, Önund-
arfirði, um helgina og hefst á
föstudaginn kl. 18:00 og stend-
ur til kl. 17:00 á sunnudaginn.
Datel Aurand, myndlistar-
kennari, mun aðstoða nemend-
ur við að finna sköpunargleðina
og veita sköpunargáfunni útrás.
Engin þörf er á kunnáttu í
myndlist til að geta notið nám-
skeiðisins.
Námskeiðið er á ensku og er
verð fyrir þátttöku kr. 13.500.
Upplýsingar og skráning er hjá
Sigrúnu Ólafsdóttur í síma 564
3379 og hjá Þórunni Gests-
dóttur í síma 456 5329.