Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.1997, Page 11

Bæjarins besta - 04.06.1997, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 11 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Til sölu lítil og falleg 3ja herbergja íbúð á Eyrinni. Verð: 3.900.000,- Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Barnfóstru- námskeið Námskeið fyrir barnfóstrur (krakka í vist) verður haldið dagana 9. til 12. júní nk. kl. 18:00 til 21:00 í Rauða kross húsinu, Árnagötu 2, Ísafirði. Kennslu- stundir eru alls 16. Kennslu annast fóstra og hjúkrunarfræðingur. Námskeiðinu er ætlað að auka færni og öryggi ungmenna í pössun smábarna. Lágmarksaldur á námskeiðinu er 11 ár og hámarksfjöldi á námskeiðinu 20 manns. Námskeiðsgjald kr. 2.500,- Skrásetning er í sima 456 4228 eftir kl. 19:00 fram að námskeiðinu. Ef þáttaka er næg, verður námskeiðið endurtekið. Golfmót í Tungudal Gunnar sigraði Fyrsta golfmótið á vegum Golfklúbbs Ísafjarðar í sum- ar, var haldið á golfvellinum í Tungudal á sunnudag. Þar var um að ræða Esso-Birkir mótið, þar sem leiknar voru 18 holur með punkta fyrir- komulagi. Sigurvegari í mótinu var Gunnar Sigurðsson með 38 punkta, þá kom Tryggvi Guðmundsson með 34 punkta og Óli Reynir Ingimarsson með 33 punkta. Holuverðlaun mótsins hlaut Ingi Magn- freðsson, fyrir að fara 1,64 m frá holu. Sunnudaginn 8. júní fer fram Bjöggu og Lassa mótið í golfi þar sem leiknar verða 18 holur. Mótið fer fram á golfvelli Bolvíkinga. Laug- ardaginn 14. júní fer síðan fram afmælismót Ernis á golfvellinum í Tungudal. Þar verða einnig leiknar 18 hol- ur. Sömu helgi fer fram sparisjóðsmót Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri. Ísafjörður Söngvar um vorið Kór eldri borgara á Ísafirði mun syngja nokkur af sínum uppáhaldslögum í Ísafjarð- arkirkju á föstudagskvöldið kemur, kl. 20:30. Á tónleikunum flytja eldri borgarar söngva um vorið, sumarið og sólina undir stjórn Ágústu Þórólfsdóttur við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Allir bæjar- búar eru hjartanlega vel- komnir á tónleikana. Ísafjörður ,,Við slaghörpuna” Þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar, sem vera áttu í frímúrara- salnum á laugardaginn var, en fresta varð af óviðráðan- legum orsökum, verða haldn- ir á sama stað fimmtudaginn 5. júní kl. 20:30. Á tónleikunum flytja þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sópransöngkona og Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari, íslensk og erlend sönglög á sinn sérstaka hátt. Tónleik- arnir eru haldnir undir heit- inu ,,Við slaghörpuna” enda mun Jónas kynna efnis- skrána jafnóðum frá slag- hörpunni, og áheyrendur munu ekki fá hana í prentuðu formi fyrr en að tónleikunum loknum. Ísafjörður Bifreið stolið Fólksbifreið var stolið þar sem hún stóð fyrir utan heimili eiganda hennar í Holtahverfi á Ísafirði á föstu- dagskvöld. Bifreiðin fannst á sunnudag bak við bifreiða- verkstæði á Ísafirði en þá hafði verið auglýst eftir henni í útvarpi. Bifreiðin var óskemmd. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði, munu bíllyklar hafa verið skildir eftir í bifreiðinni auk þess sem hún var ólæst, og átti þjófurinn því auðvelt um vik við verknað sinn. Hefur þú séð þenn- an kertastjaka? Kertastjakinn á myndinni, sem er þriggja arma úr brassi ( fyrir fjögur kerti ) og u.þ.b. 50 cm á hæð, hvarf frá Hótel Ísafirði í febrúar s.l. Þó ekki sé verðgildið mikið er hér um gamlan ættargrip að ræða sem skiptir eigandann miklu máli að finnist. Þeir sem telja sig vita hvar hann er niður- kominn nú, eru vinsamlegast beðnir um að hringja og láta blaðamann BB vita í síma 456 4560. Góð fundarlaun eru í boði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.