Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðari Flateyri Skorað á stjórnvöld Félagsfundur í Smábátafélaginu Eldingu á Flateyri skorar á stjórnvöld að taka nú þegar á þeim vanda sem steðjar að sóknardagabátum, en þeim hafa verið skammt- aðir 20 dagar á línu og handfærum og 26 dagar á handfær- um á heilu ári. Fundurinn bendir á að slík skerðing muni hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir sjávarpláss og fiskverkunarfólk. Ísafjörður Jón Páll heiðraður Jón Páll Halldórsson, fyrrum ræðismaður Svíþjóðar á Ísa- firði, hefur hlotið hina konunglegu sænsku riddaraorðu, Norðurstjörnuna, sem er æðsta orða sem Svíar veita ræðis- mönnum sínum. Jón Páll fær orðuna afhenta í hófi sem haldið verður hon- um til heiðurs í sænska sendiráðinu í Reykjavík, á morgun fimmtudag kl. 17. Hrafnseyri Hleðsluveggur fannst Hlaðinn veggur og hugsanlega steingólf komu í ljós á hlaðinu á Hrafnseyri við Arnarfjörð þegar verið var að grafa þar fyrir nýjum bensíntanki á dögunum. Auk þess komu í ljós einhverjar öskuleifar. Framkvæmd- irnar voru stöðvaðar þar til fornleifafræðingur hefur kannað hvað þarna er að finna. Á meðan á rannsókninni stendur verða ekki leyfðar frekari framkvæmdir á svæðinu. Átta tilboð bárust í 52 eignir í „gömlu“ Súðavík Ekki verður hægt að búa í húsunum sex mánuði á ári Á fimmtudag í síðustu viku voru opnuð tilboð í 52 hús- eignir í gömlu byggðinni í Súðavík, sem Súðavíkur- hreppur og Ofanflóðasjóður höfðu auglýst til sölu. Átta tilboð bárust í þrettán húseign- ir sem eru mun minni við- brögð en búist hafði verið við. Tilboðin eru til skoðunar og verður væntanlega tekin af- staða til þeirra undir lok þess- arar viku. Engin tilboð bárust í stærri eignir né heldur í íbúðir í eina fjölbýlishúsi staðarins. Bjóðendur eru í flestum tilfellum brottfluttir Súðvík- ingar sem og aðrir sem tengj- ast sveitarfélaginu og virðist sem flestir bjóðendur hugsi sér eigninar sem sumardval- arstað í gömlu heimabyggð- inni. Hæsta tilboðið sem barst hljóðaði upp á allt að eina milljón króna en það lægsta var 50 þúsund krónur. ,,Til- boðin eru bæði ásættanleg og ekki, það fer eftir því hvaða hús á í hlut. Tilboðin verða skoðuð nánar og ég vænti þess að afstaða verði tekin til þeirra í lok þessarar viku. Við áttum ekki von á neinum stórkost- legum viðbrögðum en því er ekki að neita að þau eru minni en við vonuðumst til. Það er sammerkt með tilboðunum að það er verið að bjóða í minni timburhúsin á staðnum, það er ekki boðið í nein stærri húsin né íbúðirnar í blokk- inni,” sagði Ágúst Kr. Björns- son, sveitarstjóri í Súðavík í samtali við blaðið. Þær kvaðir fylgja sölu húseignanna að ekki verði búið í þeim á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl ár hvert. Að sögn Ágústar hefur sala sumarhúsanna gengið þokka- lega og á mánudag var búið að ganga frá sölu á fimm hús- um af þeim tólf sem auglýst voru til sölu. Grín gert að reykingum Stoppleikhópurinn - forvarnarleikhús Stoppleikhópurinn - forvarnarleikhús, frumsýndi leikverkið ,, Á kafi” eftir Valgeir Skagfjörð í Grunnskóla Bolungarvíkur á mánu- dag. Frumsýnt var fyrir nemendur og foreldra og fékk leikverkið góðar undirtektir viðstaddra. Verkið var sýnt í Grunn- skólanum á Ísafirði í gærdag og í dag og er sömu sögu að segja þar af viðbrögðum viðstaddra. Í verkinu er brugðið upp smámynd- um úr lífi reykingafólks í gleði og sorg, þar sem reykingar fá háðuglega útreið. Í verkinu koma fjórtán persónur við sögu, en tveir leikarar fara með öll hlutverkin, þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Stoppleikhópurinn er atvinnuleikhópur sem stofnaður var í nóvem- ber 1995. Aðalmarkmið hópsins er að flytja leik- sýningar sem tengjast hverskonar fræðslu og forvarnarstarfi og fannst leikhópnum tilvalið að hafa leikverkin farand- verk, þar sem áhorf- endur eru á heimavelli. Það voru grunnskólarnir og foreldrafélögin í Bolungarvík og í Ísa- fjarðarbæ sem stóðu að sýningunum. Úr leikverkinu ,,Á kafi” eftir Valgeir Skagfjörð. Katrín Þorkelsdóttir annar leikenda. Vonbrigði Viðskiptaráðherra brot- lenti þegar ríkisbankarnir voru háeffaðir. Ljóst er að helstu áform hans í bankamálinu runnu út í sandinn. Flokksbróðir ráðherrans, þingmaður okkar Vestfirð- inga og helsti sérfræðingur Framsóknarflokksins í bankamálum, hefur lýst því yfir, að hann þurfi að biðja kjósendur sína afsökunar á því hvernig staðið var að breytingunni á ríkisbönkunum. Hann hafi blekkt kjósendur sína. Yfirlýsing þingmannsins er út af fyrir sig virðingar- verð. Þingmenn stunda almennt ekki þá iðju að biðja kjósendur afsökunar á sviknum kosningaloforðum. Að lokinni yfirlýsingunni um afsökunarbeiðnina varð þingmanninum heldur betur fótaskortur á svellinu. Flokkshollustan sagði til sín og hann reyndi að klóra í bakkann fyrir ráðherrann með því að segja að lendingin í bankastjóramálinu hafi orðið til vegna skorts á faglegri þekkingu þeirra manna er undirbjuggu málið. Pólitísk hrossakaup hafi þar hvergi komið nærri. Þarna féll þingmaðurinn í djúpan pytt. Hvert einasta mannsbarn veit að pólitískt valdatafl kom í veg fyrir að ráðherranum tækist að koma fram þeim breytingum, sem hann aug- ljóslega stefndi að í upphafi. Full þörf var á því að styrkja stöðu ríkisbankanna með því að gera þá að hlutafélögum, einfalda innra stjórnkerfi þeirra, draga úr smákóngaveldinu innan þeirra og síðast en ekki síst að losa þá undan pólitísku valdi. Tækifærið fór fyrir bí að þessu sinni. Pólitískt valdatafl kom líka í veg fyrir sameiningu ríkisbankanna áður en til hlutafélagsvæðingarinnar kom, sem eitt út af fyrir sig hefði fært okkur banka af þeirri stærðargráðu sem við þurfum á að halda og sparað stórfé. Það gekk ekki eftir vegna þess að það hefði raskað valdahlut- fallinu. Skipan bankaráða í nýju háeff bönkunum hefur vakið eftirtekt. Þar birtist á blygðunarlausan hátt hvert stefnir í íslensku þjóðfélagi með samþjöppun valds og yfirráða á fjármála- og fyrirtækjamarkaðnum, sem án allrar feimni er skipt upp eftir gömlu helmingaskipta for- múlunni. Það er kaldhæðnislegt þegar þau öfl í þjóðfélaginu, sem hafa talið sig öðrum fremur boðbera frelsis til orðs og athafna, einstaklingum til handa, fá þá einkunn fyrir frammistöðu sína í bankamálinu, að þau séu á sovéska planinu. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum, sem trúa í raun á frelsi einstaklingsins. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.