Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Helgar- dagskráin Helgar- veðrið Helgar- sportið Tjöruhúsið á Ísafirði Jóhanna og Diabolus in Musica með tónleika N.k. laugardag kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Tjöruhúsinu í Neðstakaup- stað. Þar koma fram Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona, ásamt félögum úr Diabolus in Musica. Meðal hljófæraleikara má nefna Tómas R. Einarsson, Jón Sigurpálsson, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Þorbjörn Magnússon, Aagot Óskars- dóttur og Pál Torfa Önund- arson. Þau munu m.a. kynna lög af væntanlegum geisla- diski Jóhönnu. Söngfélagið úr Neðsta mun einnig syngja nokkur lög á tónleikunum. Íþróttahúsið á Torfnesi Sinfóníuhljómsveit Ís- lands heldur tónleika Sinfóníuhljómsveit Ís- lands heldur tónleika í Íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudaginn kl. 20.00 og mun hljómsveitin flytja sömu efnisskrá og flutt verður á fyrstu áskriftar- tónleikum sveitarinnar á þessu ári í Háskólabíói á morgun. Á tónleikunum verður m.a. fluttur fiðlukonsert eftir Piotr Tchaikovsky og hinna tveggja tónjöfra, Franz Scu- berts og Jóhannesar Brahms verður minnst með flutningi verka þeirra. Einleikari tónleikanna verður Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, en hljómsveit- arstjóri er B. Tommy Ander- son. Skákmótaröð verður hald- in í vetur á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Súðavík, Ísafirði og Bolungarvík á vegum skákáhugamanna á norðan- verðum Vestfjörðum. Tefld- ar verða stuttar skákir og þátttaka verður öllum frjáls. Ef þátttaka verður mikil verður teflt eftir Monrad- kerfi, en annars tefla allir við alla. Fyrsta mótið verður á Suðureyri n.k. sunnudag í matsala Fiskiðjunnar Freyju og hefst kl. 20:00. Suðureyri Skákmót á sunnudag Í lok ágúst bárust til bæjar- ráðs Bolungarvíkur fjölmarg- ar beiðnir um flutning afla- marks milli skipa. Samtals voru flutt frá bolvískum skip- um og bátum 47 tonn af stein- bít, 17 tonn af skarkola, 19 tonn af ýsu, tæp 3 tonn af grálúðu, 105 tonn af úthafs- rækju, 3 tonn af ufsa og 6 tonn af þorski. Verðmæti þessa magns sem leigukvóta er samtals tæplega 7,3 millj- ónir króna en ekki mun vera um beina leigu í öllum til- fellum, heldur einnig ýmis skipti. Hjá kvótamiðlurum fengust þær upplýsingar að framboð leigukvóta væri ekki mikið nú í upphafi nýs fiskveiðiárs. Helst væri framboð af úthafs- rækju, en leiguverð á þessari tegund er um 52 krónur á kíló um þessar mundir. Leiguverð á þorski er 70 krónur og sömuleiðis á grálúðu. Stein- bítur er á 8 krónur, skarkoli á 18 krónur, ýsa á 25 krónur og ufsi á 10-12 krónur. Verð á varanlegum þorsk- kvóta lækkaði nokkuð í upp- hafi nýs kvótaárs, eða úr 725 krónum kílóið í 600 til 610 krónur kílóið. Verð á kvóta smábáta á afla- marki í krókakerfinu mun nú vera um 220 krónur fyrir kíló- ið af þorski og er þá verð viðkomandi báts ekki reiknað með. Verð bátanna er svipað því sem var þegar hið venju- lega banndagakerfi ríkti. Samkvæmt upplýsingum blaðsins binda smábátasjó- menn nú miklar vonir við að þeim verði leyft að hagræða innan eigin kerfis. Hugmyndir eru uppi um að mönnum verði gefinn kostur á að leigja kvóta innan aflamarkskerfisins og að dagabátarnir svokölluðu fái einnig að leigja til sín kvóta eftir að hafa notað úthlutaða daga sína. Hugmyndir þessar hafa verið ræddar við sjávar- útvegsráðherra að undanförnu og er búist við niðurstöðu inn- an skamms. Varanlegur þorskkvóti lækkar úr 725 krónum í 600 krónur Beiðnir um aflamarksflutning frá Bolungarvík Frá Bolungarvíkurhöfn. FIMMTUDAGUR 16.45 Leiðarljós (728) 17.30 Fréttir 17.35 Sjónvarpskringlan 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Markús 18.15 Söguhornið 18.30 Undrabarnið Alex (34:39) The Secret World of Alex Mack Myndaflokkur um 13 ára stúlku sem býr yfir undraverðum hæfileikum. 19.00 Úr ríki náttúrunnar Flugið Eyewitness II: Flight 19.30 Íþróttir 1/2 8 19.50 Veður 20.00 Fréttir 20.30 Dagsljós 21.00 Saga Norðurlanda (1:10) Nordens historia Kalmarsambandið Fyrsti þáttur af tíu sem sjónvarps- stöðvar á Norðurlöndum hafa látið gera um sögu þeirra. 21.30 Allt í himnalagi (14:22) Something so Right 22.00 Ráðgátur (1:17) The X-Files 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok FÖSTUDAGUR 16.45 Leiðarljós (729) 17.30 Fréttir 17.35 Sjónvarpskringlan 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Árstíðirnar í Berjagerði (1:4) 18.30 Fjör á fjölbraut (31:39) FIMMTUDAGUR 09.00 Línurnar í lag 09.15 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00 Á slóð litla drekans (e) Nýr þáttur sem fréttamaðurinn Karl Garðarsson gerði á ferð sinni um Austurlönd fjær fyrr í sumar. 13.45 Lög og regla (22:22) (e) Law and Order 14.40 Sjónvarpsmarkaðurinn 15.05 Oprah Winfrey (e) 16.00 Ævintýri hvíta úlfs 16.25 Sögur úr Andabæ 16.50 Með afa 17.40 Línurnar í lag 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 19 > 20 20.00 Dr. Quinn (23:25) 20.55 Saga Madonnu Madonna Story Ný bandarísk leikin sjónvarpsmynd um söngkonuna Madonnu og þá leið sem hún fetaði til frægðar. Við kynnumst þeirri fátækt sem hún bjó við í æsku, þrengingum sem hún gekk í gegnum meðan frægðarinnar var leitað og loks því hvernig hún sló hressilega í gegn með breiðskífunni Like a Virgin. 22.30 Kvöldfréttir 22.50 Stræti stórborgar (1:20) Homicide: Life On The Street Ný syrpa af spennandi lögguþáttum sem gerast á strætum Baltimore- borgar 23.35 Leon (e) 01.25 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 09.00 Línurnar í lag 09.15 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00 Af lífi og sál (e) Heart and Souls 14.40 Sjónvarpsmarkaðurinn 15.00 Listamannaskálinn (e) 16.00 Heljarslóð 16.25 Sögur úr Andabæ 16.50 Magðalena 17.15 Glæstar vonir 17.40 Línurnar í lag 18.00 Fréttir 18.05 Íslenski listinn 19.00 19 > 20 20.00 Lois og Clark (3:23) 20.55 Faðir brúðarinnar 2 Father of the Bride 2 Framhald hinnar bráðskemmtilegu gamanmyndar um George Banks, pabbann sem mátti ómögulega til þess hugsa að litla stelpan hans væri orðin stór, byrjuð að vera með strákum og flygi brátt úr hreiðrinu. 22.45 Hafið bláa hafið Le Grande Bleu Lengri útgáfan af meistaraverki Luc Bessons um hafið og fólkið sem lætur stjórnast af dulúð þess. 01.35 Af lífi og sál (e) Heart and Souls Sjá umfjöllun að ofan. 03.15 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 09.00 Með afa 09.50 Bíbí og félagar 10.45 Geimævintýri 11.10 Andinn í flöskunni 11.35 Týnda borgin 12.00 Beint í mark með VISA 12.25 NBA-molar 12.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.10 Lois og Clark (13:22) (e) 13.55 Aðeins ein jörð (e) 14.05 Fylgsnið 15.10 Oprah Winfrey 16.00 Enski boltinn 17.45 Glæstar vonir 18.05 60 mínútur 19.00 19 > 20 20.00 Vinir (5:27) Friends 20.30 Cosby-fjölskyldan (4:26) Cosby Show 21.00 Dauðamaður nálgast Dead Man Walking Mögnuð mynd um nunnuna Helen Prejean sem er eindreginn andstæð- ingur dauðarefsinga og tekur að sér mál manns sem allir fyrirlíta. 23.10 Farinelli Belgísk úrvalsmynd frá 1994 sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. 01.00 Pelican-skjalið (e) Pelican Brief Spennumynd byggð á sögu eftir John Grisham. 03.20 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Sesam opnist þú 09.30 Dóri 09.55 Eðlukrílin 10.05 Kormákur 10.20 Aftur til framtíðar 10.45 Krakkarnir í Kapútar 11.10 Úrvalsdeildin 11.35 Ævintýralandið 12.00 Íslenski listinn (e) 13.00 Fædd í gær (e) 14.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 15.05 Húsið á sléttunni 16.00 Ítalski boltinn 17.45 Glæstar vonir 18.05 Manndómsraun í Perú (e) Seven Go Mad In Peru 19.00 19 > 20 20.00 Morðgáta (22:22) Murder She Wrote 20.50 Forseti Bandaríkjanna American President Rómantísk gamanmynd með Michael Douglas og Annette Bening í aðal- hlutverkum. 22.50 60 mínútur 23.40 Rautt sem blóð (e) Blood Red Áhrifamikil og spennandi kvikmynd sem gerist í Bandaríkjunum um síðustu aldamót og fjallar um átök ítalskra og írskra innflytjenda. 01.10 Dagskrárlok 19.30 Íþróttir 1/2 8 Hér er hafinn nýr íþróttafréttaþáttur sem er á dagskrá á þessum tíma alla virka daga. Meðal efnis á föstudögum eru íþróttir helgarinnar. 19.50 Veður 20.00 Fréttir 20.35 Dagsljós 21.10 Glæpahringur (1:9) E-Z Streets Nýr bandarískur spennumynda- flokkur um baráttu lögreglumanna í stórborginni við mafíuna annars vegar og óheiðarlega starfsbræður hins vegar. 22.45 Hvíti salurinn White Room Breskur tónlistarþáttur þar sem gamlir og nýir meistarar dægurlagatónlistar- innar mætast. 23.55 Framboð og eftirspurn Supply and Demand Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1996. Scotland Yard vill setja á laggirnar sérdeild sem berjast á gegn innflutn- ingi ítölsku og rússnesku mafínnar á eiturlyfjum til Bretlands. Þeir ráða til sín hóp fólks af ólíkum uppruna sem á það eitt sameiginlegt að berjast gegn eiturlyfjainnflutningi til Bretlands. 01.25 Ráðgátur (1:17) The X-Files 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.25 Hlé 10.50 Formúla 1 Bein útsending frá undankeppni kappakstursins í Zeltweg í Austurríki. 12.00 Hlé 13.20 Þýska knattspyrnan 15.50 Meistarakeppni kvenna í knatt- spyrnu Bein útsending frá úrslitaleik kvenna í meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- meistarar og bikarmeistarar mætast. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Dýrin tala (1:39) 18.20 Fimm frækin (1:13) The Famous Five II 18.50 Hvutti (2:17) Woof

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.