Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 16
Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Flugatvikið yfir Ísafjarðardjúpi Nokkrar vikur í niðurstöðu Nokkrar vikur munu líða til viðbótar þar til niðurstaða Rannsóknarnefndar flugslysa, vegna flugatviksins yfir Ísa- fjarðardjúpi, þegar Metro flugvél Flugfélags Íslands lenti í erfiðleikum, liggur fyrir. Beðið er lokagagna frá sér- fræðingum sem eru að störf- um fyrir nefndina. Skúli Jón Sigurðarson, formaður Rann- sóknarnefndar flugslysa, segir í viðtali við Morgunblaðið, að samkvæmt gögnum sem nefndin hafi undir höndum, sé ljóst að flugvélin hafi tekið þrjár dýfur í atvikarás sem hefði tekið um tvær mínútur. ,,Hún var á eðlilegum klif- urhraða og í eðlilegri flug- stöðu þegar atvikarásin hófst. Flughraðinn var vel yfir skil- greindum ofrishraða flugvél- arinnar þegar hann varð minn- stur en nálægt hámarkshraða þegar hann var mestur. Í mestu dýfunni varð hæðartap flug- vélarinnar rúmlega 2.000 fet og hún fór ekki niður fyrir 3.100 feta hæð yfir sjó,” sagði Skúli Jón í samtali við Morg- unblaðið og bætti við að vangaveltur um orsakir flug- atviksins væru ótímabærar og óviðeigandi þar sem allar staðreyndir málsins lægju ekki fyrir. Í síðasta tölublaði BB var grein eftir Hálfdán Ingólfsson, flugmann á Ísafirði, þar sem fjallað er um atvikið. Í grein sinni leiðir Hálfdán að því líkur að vélin hafi t.d. fallið vegna ofriss og hann segist sannfærður um að helsta orsökin fyrir atvikinu séu ,,óvenjulegir flugeiginleikar vélarinnar og reynsluleysi flugmannanna á þessa flug- vélategund”. Páll Halldórs- son, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að upplýs- ingar Hálfdáns, sem eiga að vera komnar úr flugrita vélar- innar, séu kolrangar og því félli það sem haldið væri fram í greininni um sjálft sig. Sigurður Aðalsteinsson, flugrekstrarstjóri Flugfélags Íslands, segir mjög margt við grein Hálfdáns að athuga og að það sé mjög alvarlegur hlutur, að jafn mikilsmetinn flugmaður á Ísafirði og hann blandi sér í málið með þessum hætti án þess að hafa réttar upplýsingar. Sjá nánar grein eftir Sigurð Aðalsteinsson á bls.11 í blaðinu í dag. Akstursstefnum breytt í miðbæ Ísafjarðar Kynningin hefði mátt vera betri Á miðnætti á sunnudags- kvöld tóku í gildi breytingar á akstursstefnum í miðbæ Ísa- fjarðar. Akstursstefna um Hafnarstræti og Aðalstræti var breytt þannig að nú er ein- stefna niður Eyrina, frá Mána- götu að Pollgötu. Þá er bannað að leggja ökutækjum í Hafn- arstræti, milli Mánagötu og Hrannargötu og einstefnu um Mánagötu hefur verið breytt þannig að í stað þess að ekið sé frá Fjarðarstræti inn Mána- götu, er ekið frá Hafnarstræti og út Mánagötu. Vegna breytinga á umferð- arstefnu í Hafnarstræti og Aðalstræti var talið nauðsyn- legt að skipta götunni í þrjár akgreinar, þ.e. tvær niður Eyr- ina og eina upp. Breyting þessi hefur í för með sér að ekki er heimilt að leggja ökutækjum í Hafnarstræti, milli Mánagötu og Hrann- argötu. Til að gera breyting- arnar mögulegar og til að gera umferðina öruggari hafa verið settar upp þrjár umferðareyjar auk þess sem merkingar verða auknar á gatnamótum Skutul- sfjarðarbrautar, Hafnarstrætis og Pollgötu. Þegar breytingin tók gildi á miðnætti á sunnu- dagskvöld, vantaði mikið á að merkingar væru til staðar auk þess sem þriðju umferðar- eyjuna vantaði. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði, gekk umferðin um mið- bæinn vel á mánudag og voru aðeins örfá tilfelli þess efnis að ökumenn ækju samkvæmt gömlum vana þ.e. gegnt nú- verandi umferðarskipulagi. Ökumenn stærri ökutækja munu hafa átt í vandræðum með að beygja úr Sólgötu nið- ur Hafnarstræti vegna umferð- areyju sem þar hefur verið sett upp, og mun þeim hafa verið bent á að aka aðrar leiðir s.s. um Túngötu. Íbúar við þá götu munu vera lítt hrifnir af auk- inni umferð stórra bifreiða um götuna, enda mikið um ung börn að leik í næsta nágrenni við götuna. ,,Allar umferðarmerkingar í Ísafjarðarbæ er yfir höfuð lélegar og ég er sammála því að kynningin á breytingunum hefði mátt vera betri. Í upphafi var talað um að senda dreifirit í hús þar sem breytingarnar yrðu kynntar en af einhverjum orsökum varð ekki af því. Slíkt hefði verið til mikilla bóta þar sem þessi breyting er í raun mun stærri, heldur ef ein- stefnum á Hverfisgötu og Laugarvegi hefði verið breytt,” sagði Önundur Jóns- son, yfirlögregluþjónn á Ísa- firði í samtali við blaðið. Ökumaður þessarar bifreiðar átti í vandræðum með að beygja úr Sólgötu og niður í Hafnarstræti á dögunum og þurfti að aka upp á umferðareyjuna til að komast leiðar sinnar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.