Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Ísafjörður Hagnaður Póls hf., á Ísafirði nam um einni milljón króna fyrstu sex mánuði þessa árs, sem er nokkuð lakari afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Heildarvelta fyr irtækisins nam 71 milljón króna og hækkaði eiginfjárhlutfall úr rúmum 36% í árslok 1996 í rúmlega 41% í lok júní. Um 80% af tekjum Póls er vegna útfluttra tæknivara og hefur óhagstæð gengisþróun rýrt tekjur félagsins en þar vegur lækkandi gengi norsku krónunnar þungt. Ekki liggja fyrir samanburðarhæfar tölur fyrir fyrstu sex mánuði síðasta árs en hagnaður ársins 1996 nam rúmum sjö milljónum króna. Væntingar eru um betri afkomu á seinni hluta ársins. Minni hagn- aður hjá Póls Golf Kristinn vann Júlíusar Brand mótið í golfi fór fram á Tungudalsvelli sl., laugardag. 21 keppandi tók þátt í mótinu, en leiknar voru 18 holur með og án forgjafar. Kristinn Þ. Kristjánsson sigr- aði án forgjafar á 81 höggi, annar varð Egill Sigmundsson á 84 höggum og þriðji Pétur H.R. Sigurðsson, einnig á 84 höggum. Gunnlaugur Einarsson sigr- aði með forgjöf á 63 höggum nettó, annar varð Kristinn Þ. Kristjánsson á 66 höggum og þriðji Samúel Einarsson á 68 höggum nettó. Mótaröð Golf- klúbbs Ísafjarðar lýkur nk., laugardag með hinni árlegu Bændaglímu sem hefst kl. 14. Á mótinu verða leiknar 9 holur í ,,léttum dúr” milli tveggja liða þ.e. liðs formanns klúbbsins og liðs formanns mótanefndar. Að leik loknum verður grillveisla, verðlaunaafhend- ing og gamanmál. Allt áhuga- fólk er hvatt til að mæta. Þingeyri 25 Pólverjar hjá Rauðsíðu Um 50 manns vinna nú hjá Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og hefur verið stöðug og góð vinna hjá fyrirtækinu síðan það hóf starfsemi. Á mánu- daginn landaði rússneskur togari um 600 tonnum af frosnum fiski í Rauðsíðu, en fyrirtækið hefur nú samtals tekið við um 2000 tonnum af rússafiski. Um helmingur starfsmann- anna 50 eru Pólverjar og hafa þeir flestir komið frá Bol- ungarvík þar sem þeir voru í vinnu hjá Bakka hf. Sam- kvæmt heimildum blaðsins mun hafa verið gert sam- komulag meðal Pólverjanna, Rauðsíðu og Bakka, um að verkafólkið flytti sig um set til Þingeyrar, að minnsta kosti um tíma. Fimm íbúðir í félags- lega kerfinu á Þingeyri hafa nú verið leigðar Pólverjum. Einhver hreyfing virðist vera í sölu fasteigna á Þingeyri um þessar mundir, en nýverið seldist þar einbýlishús og íbúð í tvíbýli. Reykhólar Átta mán- aða fangelsi Á mánudaginn var Bjarni P. Magnússon fyrrum sveit- arstjóri í Reykhólahreppi, dæmdur í Héraðsdómi Reyk- javíkur í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjár- drátt og brot í opinberu starfi á árunum 1991 til 1994. Bjarni var dæmdur fyrir umboðssvik í opinberu starfi með því að veðsetja eign í eigu hreppsins í eigin þágu. Einnig fyrir fjárdrátt með því að ráðstafa án heimildar milli fimm og sex milljónum króna sem voru í eigu hreppsins. Þá var Bjarni einnig dæmdur fyrir að draga sér 600 þúsund króna lífeyrisiðgjöld á kostnað hreppsins og fyrir að halda ekki eftir sem sveitarstjóri, 600 þúsund krónum af stað- greiðslu opinberra gjalda sjálfs sín. Tíðni ferða hefur aukist til flestra áfangastaða Íslands- flugs með tilkomu haust- áætlunar sem tók gildi 8. sept- ember sl. Íslandsflug mun sem fyrr sinna sjúkraflugi á Vest- fjörðum og verður flugvél fé- lagsins staðsett á Ísafirði allar nætur og um helgar. Áætlunarflug frá Ísafirði verður í framhaldi af nætur- setunni, og verður flogið frá Ísafirði kl. 08:00 og frá Reyk- javík kl. 17:00, alla virka daga auk annarar áætlunar félags- ins til Ísafjarðar. Þá verður sérstakt flug milli Ísafjarðar og Bíldudals á fimmtudögum og föstudögum. Hin lágu far- gjöld sem félagið hefur boðið upp á síðustu misseri verða óbreytt í vetur, en vegna for- falla í bókunum verður nú að greiða farseðilinn við bókun. Íslandsflug Haustáætlun tekur gildi Þorkell Sigurðsson, augn- læknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni á Ísafirði dagana 22. - 26. september . Tímapantanir hjá Þorkeli eru í síma Heilsugæslustöðv- arinnar 450 4511, alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00. Á öðrum tímum eru ekki gefnar upplýsingar um þjónustuna. Ísafjörður Augnlækn- ir á HSÍ Á sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslu- nefndar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var á mánudag, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gerður verði samanburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskóla Ísafjarðar, þar sem eftirtaldir kostir yrðu skoðaðir sérstak- lega: Nýbygging á Torfnesi, nýbygging á Wardstúni, ný- bygging á Skeiði, nýbygging á Hauganesi, nýbygging á núverandi skólalóð með upp- kaupum nálægra húsa og með endurbyggingu eldra húsnæð- is við Sundstræti, þ.e. húsnæði Hraðfrystihússins Norður- tanga. Fundurinn lagði til að skip- aður verði þriggja manna starfshópur, auk bæjarverk- fræðings og skólafulltrúa, sem skila á skýrslu til fræðslu- nefndar og bæjarráðs um framangreint efni fyrir lok október. Vinna starfshópsins skal m.a. taka til eftirfarandi þátta: Skilgreind verði hús- næðisþörf og gerð tillaga um stærð þess húsnæðis sem þarf til skólahaldsins og að ákvarð- aður verði framkvæmda- kostnaður við mismunandi leiðir þar sem sérstaklega verði tekið tillit til aðkomu- leiða, gatna-og holræsakerfis, lóðarstærðar og sökkuls undir hús. Þá þarf starfshópurinn að meta byggingartíma og mögu- lega áfangaskiptingu og í störfum sínum skal starfshóp- urinn meta önnur þau atriði sem verkefninu tengjast s.s. skipulagsmálum og flutningi íþróttasvæðis og skal tíma- setning og kostnaður verka liggja fyrir. Loks skal skýrsla starfshópsins leiða í ljós möguleg áhrif hverrar út- færslu fyrir sig á fjárhag bæj- arsjóðs með tilliti til áætlunar um árlegan rekstrar- og fram- kvæmdakostnað auk þeirra skuldbindinga sem bæjar- sjóður hefur þegar undir- gengist. Húsnæðisvandi Grunnskóla Ísafjarðar Gerður verður samanburður á sex mögulegum lausnum aðaráætlun vegna 2. áfanga hljóðar upp á 38,1 milljón króna, hönnunarkostnaður er áætlaður 6,5 milljónir og 3,8 milljónir króna eru áætlaðar í umsjón og eftirlit með verk- inu. Heildarkostnaður við endurbygginguna hljóðar því upp á 84,9 milljónir króna. Til viðbótar er gert ráð fyrir að kaupa bókaskápa fyrir 12 milljónir og húsgögn fyrir 2 milljónir. Heildarkostnað- Á fundi í verkefnisstjórn Safnahúss í Ísafjarðarbæ, sem haldinn var á föstudag, lagði bæjarverkfræðingur Ármann Jóhannesson, fram kostnað- aráætlun vegna endurbygg- ingu hússins, sem hljóðar upp á 98,9 milljónir króna. Á fundinum var bæjarverkfræð- ingi falið að bjóða út 1. áfanga verksins í nóvember nk., en endurskoðuð kostnaðaráætl- un vegna þess áfanga hljóðar upp á 36,5 milljónir króna. Á fundi bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar sem haldinn var í júlí var samþykkt að allri hönn- unarvinnu vegna hússins yrði lokið í október á þessu ári, að 1. áfangi yrði boðinn út í sama mánuði og að 1. áfanga yrði lokið í október - nóvember 1998. Þá samþykkti bæjarráð að 2. áfangi yrði boðinn út í október 1998 og að húsið yrði fullbúið í júní 1999. Kostn- Heildarkostnaður áætlaður um 98,9 milljónir króna 1. áfangi byggingu Safnahúss á Ísafirði boðinn út Safnahús Ísafjarðarbæjar. urinn við að gera húsið tilbúið til notkunar er því 98,9 millj- ónir króna. Á fundi verkefnisstjórnar kom einnig fram að sam- komulag hafi verið gert við Knút Jeppesen, arkitekt, um að lokið yrði við allar vinnu- teikningar fyrir 1. október nk., og að öllum innanhússteikn- ingum verði skilað fyrir 15. október. og að útboðsgögn verði fullgerð 28. október nk.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.