Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 9 Sameining fyrirtækja „Í kjölfarið fylgdi síðan sameining fyrirtækja. Þar eiga jarðgöngin líka sitt hlutverk og eru ein forsenda þess að fyrirtæki í þessum byggðum gætu yfirleitt sameinast, rétt eins og þau voru forsenda þess að sveitarfélögin sameinuðust. Það hefur alltaf sýnt sig, að það er erfiðara að sameina fyrirtæki yfir mörk sveitarfélaga. Hins vegar er það mín skoðun, að við Vestfirðingar hefðum mátt vera fyrr á ferðinni í sameiningu fyrirtækja. Við vorum reyndar ekki búnir að missa af síðasta vagninum, en ástandið hér var orðið mjög alvarlegt. Fyrirtækin hvert um sig höfðu ekki lengur bolmagn til þess að keppa við fyrirtæki annars staðar á landinu. En ég hefði kosið að þetta ferli, sem loksins fór í gang á síðasta ári, hefði gerst nokkrum árum fyrr. Þá stæðum við nú miklu styrkari fótum. Ég hygg að það hafi verið orðið nokkurt vandamál hér, og kannski eimir eftir af því ennþá, að menn ætluðu sér að fá alla hluti annars staðar frá. Ef einhverjir erfiðleikar komu upp, þá var hrópað upp að það væri kvótakerfinu að kenna eða þá vitlausum stjórnvöldum. Þetta gildir alls ekki um stjórnendur fyrirtækja eingöngu, heldur var öll umræðan og þanka- gangurinn hér þannig, að það var alltaf beðið eftir einhverjum björgunaraðgerðum frá hendi einhvers utanaðkomandi. Manni fannst sjálfsbjargarviðleitnin vera orðin ákaflega lítil, í og með vegna þess að atvinnulífið og fyrirtækin hér stóðust á engan hátt snúning fyrirtækjum í sjávarútvegi annars staðar.“ Engir aðrir koma til bjargar „Þess vegna er mjög gleðilegt að sjá það sem gerst hefur í málefnum fyrirtækja hér upp á síðkastið, og vonandi á fleira eftir að gerast í þeim efnum. Nú eru loksins að skapast hér fyrirtæki, sem að stærð og vonandi styrkleika líka eru í þann veginn að verða sambærileg við fyrirtæki annars staðar á landinu. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því, að miklu skiptir að þessi fyrirtæki eiga ekki lítið undir því að heimamenn sjálfir hafi trú á þeim, en leggi ekki allt út á versta veg og snúist gegn þeim í orði og verki. Mér finnst nokkuð hafa vantað upp á það hér á svæðinu, að fólk gerði sér grein fyrir því að á endanum mun allt standa og falla með því að þeim fyrirtækjum sem nú eru að verða til gangi vel og að þau búi við svipað umhverfi og svipaðar aðstæður og fyrirtæki annars staðar á landinu. Kannski er það arfur frá þeim hugs- unarhætti sem ég minntist á áðan, en mér finnst að menn hafi ekki áttað sig nógu vel á því, að það er ekki lengur uppi á borðinu að einhverjir utanaðkomandi, stjórnvöld eða aðrir, komi okkur til bjargar. Ef við gerum það ekki sjálf, þá gerir það enginn annar. Svo einfalt er það.“ Koma einhverjir og gleypa Básafell? – Má eiga von á því, að á næstunni komi einhverjir stórlaxar fyrir norðan eða sunnan og gleypi Básafell, rétt eins og Guðbjörgina og Bakka? „Nei, ég held að það sé nú ekki líklegt. Ég sé ekkert í spilunum í dag sem gæti orðið til þess. Hins vegar finnst mér töluverður rembingur í þessu sífellda tali um að „gleypa“ fyrirtæki. Við verðum að átta okkur á því, að til þess að fyrirtæki gangi þurfa að vera til staðar hluthafar með fjármagn. Ég hef undrast nokkuð þá umræðu sem hefur verið hér upp á síðkastið, um að það skipti í raun og veru einhverju máli hverjir leggi fjármuni í fyrirtæki eða að þeir þurfi að hafa eitthvert ákveðið heimilisfang. Það sem máli skiptir er að sjálfsögðu, að fyrirtækin sjálf eigi sér grundvöll og þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjárfestunum. Fyrst og fremst þurfum við að sýna, að hér á þessu svæði sé fýsilegt að fjárfesta.“ Ómakleg umræða um málefni Bakka „Umræðan í kringum Bakka fannst mér verulega ómakleg. Þarna voru að koma inn aðilar, sem hafa ekki sýnt það hingað til og ekki sagt annað en að þeim væri full alvara að halda uppi rekstri í Bolungarvík. Ég sé enga ástæðu til að vera að tortryggja það. Umræða um það, hvar einhverjir einstakir stjórnarmenn fyrirtækja eigi heima finnst mér hreinn mol- búaháttur, eða hvað svo sem á að nefna slíkt. Ég skil ekki svona umræðu.“ – En hvað með Samherja og Gugguna? „Í því máli er rétt að taka fram, að hægt hefði verið að selja úr bænum hvert og eitt þeirra fyrirtækja sem nú mynda Básafell hf. En eigendur þeirra vildu það einfaldlega ekki, vegna þess að þeir höfðu trú á áframhaldandi rekstri hér um slóðir. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. Með Guðbjörgina og Samherja var annað mál. Þar erum við að tala um fyrirtæki sem átti einn togara ásamt umtalsverðum kvóta. Vissulega þótti mér það leitt, eins og mörgum öðrum, að niðurstaðan skyldi verða sú að skipið væri selt burt, sérstaklega vegna þess að ég taldi að menn hefðu haft fulla burði til þess að halda þessu skipi hér heima fyrir. Það sorglegasta í þessu máli er kannski, að einn af aðaleigendum Guðbjargarinnar hafði nokkrum mánuðum áður gengið hér um götur og gagnrýnt ýmsa stjórnendur fyrirtækja hér fyrir lélega frammistöðu við reksturinn. Mér heyrist hann vera ennþá við sama heygarðs- hornið blessaður, enda gefst honum víst góður tími til slíks og nægir eru hlustendurnir. En við þessu er náttúrlega ekkert að gera. Þetta eru bara klár viðskipti og ég sé enga ástæðu til þess að vera að ergja sig út af því. Menn einfaldlega seldu þetta skip. Það sýnir okkur bara ennþá betur, að hér verður atvinnu- reksturinn að standa sig og bera sig, til þess að hann eigi einhvern tilverurétt hér. Það er ekkert náttúrulögmál að hér sé svo og svo mikill rekstur eða svo og svo mikill kvóti. Ef arðsemin er ekki fyrir hendi, þá leitar þetta eitthvað annað. Það er bara svo einfalt.“ Samkomulagið við verkalýðshreyfinguna – Hvernig er samkomulag ykkar hjá Básafelli við verka- lýðshreyfinguna? „Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tóku þátt í myndun Básafells hf. með eignaraðild sinni að Togaraútgerð Ísafjarðar. Þannig mátti þeim vera fullljóst hversu viðkvæmt atvinnulífið er hér á svæðinu. Þeir vissu nákvæmlega hvernig fyrirtækin stóðu. Þess vegna fannst mér það ákaflega sorglegt, að menn skyldu hér þurfa á þessum tímapunkti að horfa upp á sjö vikna verkfall. Þetta var það versta sem gat komið fyrir atvinnulífið á þessu svæði. Sér í lagi var þetta ömurlegt þar sem búið var að semja annars staðar og ákveða launastefnuna í landinu áður en til samninga kom hér. Menn verða einfaldlega að skilja, að hér verða að ríkja sömu lögmál og annars staðar í landinu. Þess vegna var ákaflega slæmt að þetta verkfall skyldi skella á og ekki síður að það skyldi verða eins hatrammt og raun bar vitni.“ Útlendingar fluttir frá Flateyri til að vinna á Ísafirði – Nú eruð þið Básafellsmenn byrjaðir að flytja útlendinga frá Flateyri til þess að vinna á nóttunni í rækjuvinnslu á Ísafirði. Hvaða áhrif hefur slíkt á samskiptin við Verkalýðs- félagið Baldur á Ísafirði? „Eftir að verkfallinu lauk stóðum við frammi fyrir því að neyðast til að tilkynna fólki um lokun fiskvinnslunnar hér í Norðurtanganum. Þessi ákvörðun var óumflýjanleg. Við gáfum okkur nokkra mánuði eftir sameiningu fyrirtækjanna til þess að reyna til hlítar hvort einhverjir möguleikar væru á því að ekki lengur eftir þessum vaktavinnusamningum. Hér hefur safnast upp mikið af hráefni sem annað hvort varð að fara að vinna hér eða selja annað. Við tókum þá ákvörðun að vinna það heldur hér heima og vinna tímabundið hefðbundna næturvinnu í annarri verksmiðju félagsins. Á sama tímapunkti ákváðum við að leggja niður í bili bolfiskfrystingu á Flateyri. Í stað þess að segja upp fólkinu þar var einfaldast að færa það til innan fyrirtækisins og flytja það hingað yfir á Ísafjörð, þannig að til uppsagna þyrfti ekki að koma. Staðreyndin er sú, sem betur fer, að hér á Ísafirði er ekki atvinnuleysi og því get ég ekki séð að þetta eigi að hafa nein áhrif á samskipti okkar við verkalýðshreyfinguna. Við skýrðum formanni Baldurs frá þessari ákvörðun okkar og ég gat ekki fundið að hann hefði neitt við hana að athuga, enda er þarna um að ræða fólk sem vinnur samkvæmt þeim kjarasamningum sem í gildi eru á svæðinu.“ Kjaftasögur um náungann „Hins vegar urðum við varir við það, þegar þetta fór að spyrjast út, að einstakir menn voru þá strax tilbúnir að koma af stað þeim sögum að við værum að flytja þetta fólk nauðung- arflutningum milli staða, ætluðum að smygla því í vinnu hér og helst ekki að borga því nein laun. Þetta urðu ansi magnaðar sögur á tímabili. Það er einn af meginlöstum þessa samfélags hér, hversu óskaplega auðveldlega fólk tekur við svona óhróðri um samborgara sína. Kjaftasögur um náungann eru það auðveldasta sem hægt er að koma af stað hér. Við Básafells- menn höfum ekki farið varhluta af því á undanförnum mán- uðum.“ – Má ég þá spyrja um nokkrar fleiri sögur sem ég hef heyrt: Er það rétt að Básafell sé dauðadæmt fyrirtæki? Er það rétt að þið stjórnendurnir hafið allir keypt ykkur stóra jeppa? Er það rétt að þú hafir verið í þann veginn að sprengja meirihlutasam- starfið í bæjarstjórninni vegna persónulegra hagsmuna þinna í Básafelli? Stjórnendur Básafells hf. reknir? „Já, þú mátt spyrja og ég skal svara. Okkur hefur þótt leiðinlegt hvernig þessar sögur hafa gengið undanfarna mánuði. halda uppi þessari fiskvinnslu hér. Við komumst að sömu niðurstöðu og flestir aðrir, að landfrysting á mjög erfitt uppdráttar. Á þeirri vinnslu hefur verið langvarandi tap og við vorum tilneyddir að loka hér. Jafnframt ákváðum við að auka rækjuvinnsluna hjá félaginu og koma þar á föstum vöktum eins og tíðkast í öllum stærri rækjuverksmiðjum á landinu. Þetta hefði gert það að verkum að við hefðum ekki þurft að segja upp einum einasta starfsmanni og hefðum reyndar þurft að ráða fleira starfsfólk. Því miður tókust ekki samningar um slíkt. Verkalýðshreyfingin léði ekki máls á því að taka hér upp vaktavinnusamninga á svipuðum nótum og annars staðar gilda. Þess vegna urðum við að segja upp rúmlega 50 manns um mánaðarmótin júní-júlí. Það er einhver ömurlegasta ákvörðun sem nokkur stjórnandi í fyrirtæki þarf að horfast í augu við, að þurfa að segja upp fólki. Sérstaklega var það sársaukafullt í þessu tilfelli, því að þarna á meðal voru starfsmenn sem höfðu unnið hjá þessum fyrirtækjum áratugum saman, sumir jafnvel frá því áður en ég fæddist. Lengi vel vorum við að vona að samningar tækjust, þannig að til þessara uppsagna þyrfti ekki að koma. Það gekk hins vegar ekki og flest af þessu fólki er nú hætt störfum hjá fyrirtækinu. Sem betur fer virðast flestir hafa fengið vinnu annars staðar. Síðan ákváðum við núna á dögunum að bíða Ég gæti nefnt miklu fleiri. Í sögum fólks höfum við stjórnendur Básafells hf. til að mynda verið reknir frá fyrirtækinu annan daginn og verið að flytja úr bænum hinn daginn. Þetta hefur gengið til skiptis. Jú, að Básafell sé dauðadæmt fyrirtæki. Einhverjir menn hafa fróun af því að ganga hér um götur og segja að Básafell sé dauðadæmt. Básafell hefur vissulega ekki sannað sig ennþá, það er alveg ljóst. Slíkt gerir ekkert fyrirtæki á einu ári. Ég bendi á, að það er ekkert smáræðis verk sem menn gengu hér í. Það er leitun að öðru eins átaki og gert var í kringum sameiningu þeirra fyrirtækja sem mynda Básafell. Þarna toguðust á ólíkir hagsmunir af ýmsum toga og við sem vorum í þessu sameiningarstarfi vissum mætavel, að það myndi seint skapa okkur vinsældir. Það þurfti að fækka í yfirstjórnum, það þurfti að færa til fólk. Sums staðar breyttust viðskipti. Okkur var ljóst að þetta myndi koma við hagsmuni mjög margra, þannig að þetta yrði ekki til þess að afla mönnum vinsælda. Hins vegar get ég fullyrt, að þessi vinna hefur gengið ótrúlega vel, þó að eftir á að hyggja séu vissulega einstök atriði sem menn hefðu hagað öðruvísi, hefðu þeir séð hlutina fyrir. En við sem stjórnum þessu fyrirtæki höfum sagt, að það muni taka allt þetta ár að koma hlutunum í rétt horf. Undanfarna mánuði höfum við verið að skipuleggja landvinnsl- Húsnæði Hraðfrystihússins Norðurtanga, sem deilur hafa staðið um að undanförnu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.