Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 17.09.1997, Blaðsíða 1
Kjafta- sögurnar um Básafell Halldór Jónsson í yfirheyrslu Bæjarins besta Miðvikudagur 17. september 1997 • 37. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Ísafjarðardjúp Féll útbyrðis við Skarfasker Rétt eftir hádegi á sunnudag lentu feðgar á tveimur gúmmí- bátum í erfiðleikum út af sorpeyðingarstöðinni á Skarfaskeri. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Ísafirði, mun faðirinn hafa fallið útbyrðis, en syninum sem er fjórtán ára, tekist að ná honum um borð á ný. Eftir að faðirinn féll útbyrð- is, festist mótor bátsins í gangi og sigldi hann því í hringi um tíma. Ekki þótti ráðlegt að fara um borð í bátinn fyrr en hann stoppaði og var því báturinn ekki sóttur fyrr en eldsneytið var uppurið. Fjölmargir veg- farendur um Óshlíð urðu báts- ins varir er hann dólaði mann- laus í hringi og létu lögregluna vita. Föðurnum mun ekki hafa orðið meint af volkinu en sonurinn mun hafa orðið dálítið skelkaður. Rauðsíða á Þingeyri Rætt um kaup á Trostan ehf Samkvæmt heimildum BB standa nú yfir viðræður milli forsvarsmanna Bolfisks hf. í Bolungarvík og Rauðsíðu ehf. á Þingeyri annarsvegar og eigenda Trostan ehf. á Bíldu- dal hinsvegar, um kaup fyrr- nefndu aðilanna á fiskvinnslu Trostan á Bíldudal, en þar starfa nú um 24 starfsmenn. Trostan starfrækir fisk- vinnslu og beinamjölsverk- smiðju á Bíldudal og rækju- verksmiðju á Brjánslæk. Í ágúst s.l. hóf fyrirtækið vinn- slu hörpudisks og hafa bátar frá Bíldudal séð um hráefnis- öflun. Trostan hefur ekki verið í útgerð, heldur hefur fyrir- tækið treyst á afla smábáta og dragnótarbáta á Bíldudal fyrir fiskvinnsluna. Fyrirtækin Bolfiskur í Bol- ungarvík og Rauðsíða á Þing- eyri hafa, eins og kunnugt er, sérhæft sig í vinnslu rússa- fisks og mun ætlun eigenda vera að reka samskonar vinn- slu á Bíldudal ef af samning- um verður. Trostan hefur verið einn helsti atvinnuveitandinn á Bíldudal ásamt Rækjuveri ehf., en Í Nausti hf. er einnig talsvert umsvifamikið fyrir- tæki sem sérhæft hefur sig í saltfiskverkun. Bíldudalur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.