Leiftur - 24.02.1934, Side 4

Leiftur - 24.02.1934, Side 4
2 L E I F T U R Félagið var stofnað tneð 17 félögum. — Yoru það allt áhugasamir menn, sem vildu mikið á sig leggja, til þess að félag peirra gæti gert gagn í baráttunni við íhaldið. Fyrsta árið voru fundir haldnir hálfs- mánaðarlega. Var allajafna reynt að hafa bæði fræði- og skemmti-atriði á fundunum. Má segja, að enginn fundur háfi svo verið haldinn, að ekki sæti f>á allir meðlimir. Sýnir Jmð áhuga og löngun til starfs, enda hygg ég, að fyrstu menn félagsins séu á einu máli um það, að |>eir hafl hat't marg- þætt gagn af pessari félagsstarfsemi. Og benda má á það. að tveir af fyrstu stofn- endum félagsins eiga nú sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Alþýðuflokkinn. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu pessir menn: Formaður Guðmundur Gissurarson, ritari Páll Sve sson og féhirðir Ólafur Pórðarsc n. Pað er fyrst rið 1930 að félagið stækk- ar að miklum mun. 1 ársbyrjun 1930 fóru fram bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Bar Albýðuflokkurinn glæsilegan sigur af hólmi, og fiótti f>að benda til, að unga fólkið fylgdi flokknum, pví það voru fyrstu kosningarnar, er 21 árs gamlir nutu kosn- ingarréttar. Pá mynduðu ungir Sjálfstæðis- menn með sér félag, er þeir nefndu »Stefni«. Skyldi því ætlað að ná til sín æskulýð bæjarins, — en útkoman varð nú önnur. Æskulýður þessa bæjar skildi hlutverk sitt. Pað vissi, að »Stefnir« var ekki sá vettvangur, er það ætti að helga starfs- kröftum sínum. Pað var Félag ungra jafn- aðarmanna, og þangað leitaði æskan. Firnrn dögum áður en félagið er tveggja ára, eða 7. febrúar 1930, var fundur hald- inn, og liggur þá fyrir fundinum inntöku- beiðni frá 70 — segi og skrifa sjötíu —• æskumönnum, stúlkum og piltum, dætrum og sonum hafnfirskra verkamanna. Petta sýnir betur en nokkuð annað, að æskan, þróttmikil og ábugasöm, var and- víg íhaldinu. Enda væri annað með öllu óskiljanlegt. Pví erfitt á maður með að skilja, að til sé nokkur æskumaður, er geti léð krafta sína flokk, sem engar á hugsjónir aðrar en þær, að verja budduna og skildingana, sem verkamaðurinn skapar þeim með striti sínu. Fyrsta stjórn F. U. J Talið frá vinstri: Guðm. Gissurarson, form., Páll Sveinssou, ritari og Ólafur Pórðarson, gjaldkeri.

x

Leiftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.