Leiftur - 24.02.1934, Síða 7

Leiftur - 24.02.1934, Síða 7
L E I F T U R 5 * Vormenn Islands Eftiv Ólaf Þ. Kristjánsson. Vormeun íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd, segir eitt okkar snjöllustu skálda í ávarpi sínu til íslenzkra æskumanna. Hann snyir par máli sínu einkum til ungmennafélag- anna, sem á þeim tíma voru miklu merk- astur félagsskapur æskulýðsins, enda tiefir margt manna hafizt til þroska í þjóðmál- um og félagsmálum fyrir starf sitt í þeim félagsskap. En boðskapur skáldsins bindiir sig ekki við ungmennafélaga eina. Hann snýr máli sínu til allra vormanna, en það eru vor- menn, sem trúa á íramtíðina og vilja leggja fram krafta sína til þess að auka hagsæld og menningu :sína og annara. Vormenn irnir eru hvarvetna þar, sem göfugri hug- sjón er tekið með hrifningu. Hvar sem unnið er að því með ráðnum hug, að bæta andleg og efnisleg kjör manna, — þar eru vormenn að verki. Vormennirnir geta verið á ýmsum aldri. Sumir eru vorinenn alla sina æfi. Aðrir hafa aldrei fundið taugar sínar titra eða hug sinn hitna við andblæ vormennskunnar. Vormennirnir eru jafnt karlar og konur. Peir eru í öllurn stéttum þjóðfélagsins. Og þeir eru til í öllum stjórn- málaflokkum, — mismunandi þó. Ekki ættu þeir að vera fæstir í hópi jafnaðarmanna, í þeim flokkinum, sem á glæsilegastar hug- sjónir. Hún er ekkí efnileg, lýsing skáldsins á þvi verksviði, sem bíður vormannanna. Pað eru »eyðiflákar, heiðalönd«. Og þessi lýs- ing er sönn. Hvert sem litið er, blasir óræktin við sjónum, andlega og efnislega. Landið má heita óræktað, þótt mikið hafi verið unnið að jarðrækt á síðustu árum. En sú jarðrækt hefir verið framkvæmd skipulagslaust. Skipulagsleysi landbúnaðar- ins er óskaplegt. Stöku menn hafa hvatt til ineiri samvinnu og betra skipulags 1 sveitunum. En þeir hafa verið eins og hrópandinn í eyðimörkinni. Orðum þeirra hefir lítill gaumur verið gefinn. Og þó, — málgögn íhaldsins í landinu hafa séð ástæðu til að hrakníða þessa tnenn, sem voru víð- sýnni en fjöldinn, og rægja þá við almenn- ing fyrir víðsýni þeirra. Samir eru þeir jafnan við sig, andspyrnumenu menningar- innar. Sjávarútvegurinn er sömuleiðis óskipu- lagður, að undantekinni þeirri litlu sam- vinnu, sem er milli útgerðarhringa og má teljast almenningi til vafasamra hagsbóta. Fiskiveiðarnar, aðalatvinnuvegur þjóðar- innar, er rekinn með öllum ágöllum og annmörkum gróðafyrirtækja stóriðjunnar, að svo rniklu leyti sem við verður komið í kotríki. Fjöldi manna víðsvegar um land- ið er vaknaður til alvarlegrar umhugsunar um þessi mál, en þó er hnúturinn ennþá óleystur: hvernig á að skipuleggja sjávar- útveginn? Menntamálin eru öll í molum. Ýmislegt hefir að vísu verið gert til bóta í þeim efnum og flokkur manna ber þau fyrir brjósti, hugsar um þau og starfar að þeim eftir mætti. En þar er við ramman reip að draga. Aðstæðan er erfið vegna strjálbýlis og mannfæðar. Etja verður við fjandskap manna, sem sjá að þeim og valdi þeirra stendur hætta af rökréttri hugarstarfsemi og víðfeðmum skilningi. Allt of margir eru áhugalausir um þessa hluti, eiga engan skilning á mikilvægi þeirra, láta gamlar erfðavenjur vera sína andlegu mælisnúru, hugsa ekkert, eða þá eingöngu um fánýt efni. — Vormanna bíða »eyðiflákar, heiðalönd« sem þeir eiga að breyta í ræktaða jörð> sem gefur góðan ávöxt. Peir eiga »þunga

x

Leiftur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.