Leiftur


Leiftur - 24.02.1934, Qupperneq 13

Leiftur - 24.02.1934, Qupperneq 13
L E I F T U R 11 peirra, voldug elliheimili, barnaheimili, mæðraheimili og æskulýðsheimili. Víriar- borg var risin úr rústum. Hönd verka- mannsins hafði lyft henni, skapað hana nýja. Hallir aðalsins voru herteknar af framtíð borgarinnar, börnum og unglingum, og í sumarbústöðum og skemmtihúsum hins horfna keisarahyskis voru heimilin fyrir verkamannakonurnar, stríðsörkumlamenn og ellihruma. 1 Vín ríkti pá menntað samfélag, hug- sjónaríkt og göfugt. Þá kvað borgin við af söng og gleði, blysförum, »Freundschaft«-hrópum. Tá hvarf hver einstakur í glæsilegan eldmóð allra Vínarbúa og 52 púsunda erlendra æsku. manna fyrir bræðralagshugsjón jafnaðar- stefnunnar og sameiningu ailra pjóða að samstarfi að endursköpun nýs heims, par sem engin liarðstjórn átti að vera til, ekk- ert sverð smíðað og engar byssur gerðar. Ég gisti á einni af peim stöðvum, sem herteknar voru uin daginn. Tar voru peir sömu mennirnir, sem létu lífið í bardögun- um. Og ég man svo vel, er einn peirra sagði við rnig: »Teir hata okkur, af pví að peir skilja okkur ekki. Teir eru aö búa sig til stríðs gegn okkur — og peir koina, peir koma til að leggja pað í rústir, sem við höfum byggt upp. Við viljum ekki ráðast á, pv að pað er svo ægilegt, að purfa að bera vopn á menn, en við verðum að verja okkur — og ef pú lifir, pá skaltu vera viss urn pað, að er ráðist verður á okkur^ munum við verja okkur. Tað verður ein- hver blóðugasti kaílinn í frelsisbaráttu undirstéttanna«. Og peir komu. Teir komu til að svifta fólkið rétti sínum. Jafnaðarinenn höfðu 68 bæjarfulltrúa í Vínarborg af 100, peir höfðu 2 af hverjum premur kjósendum í borg- inni. Tá vantaði að eins 1 atkvæði til að hafa jafnmarga fulltrúa á sambandspingi hinna 9 ríkja í Austurríki og allir hinir flokkarnir til samans. Með járni og blóði voru verkamennirnir sviftir réttindum, með vélbyssum og eitur- gasi voru börn og konur drepin í verka- mannabústöðum. Með sprengjum voru peir sprengdir í loft upp og jafnaðir við jörðu. Jafnaðarmenn börðust eins og glæsilegar hetjur. Teir vissu pað fyrir 8 mánuðum, að pessi barátta var vonlaus. Austurrísku jafnaðarmennir eru glæsileg- ustu hetjur, sem saga sósíalismans getur um, og blóð peirra markar ný tímamót í sögu verkalýðsbaráttunnar. Tað vissu peir. Teir vissu, að peir urðu að berjast og láta lífið til pess að bjarga stéttarbræðr- um og vinum í öðrum löndum. Tað er tíðindalaust frá Vínarborg, en tugpúsundir manna, barna og unglinga, æða um göturnar og kringum heimili sín, vopnlaus, vitfirrt af örvæntingu, sem er mögnuð af hatri, sem svívirðilegt og gír- ugt, trúað og blint hervald hefir skapað. — Vopnlaus meirihluti í Austurríki hatar vopnaðan minnihluta blóðugu hatri, og petta hatur skapar nýjar hetjur — nýjar hetjur, með öðruin hugsunarhætti en hinar föllnu hetjur höfðu, með blóðugum hugsunarhætti, hræðilegum hugsunarhætti. Baráttan er hafin á ný. 50% af austur- rískum jafnaðarmönnum eru menntaðir f o r i n g j a r . Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. F. U. J. í Hafnarfirái hélt aðalfund sinn 28. jan. s. 1. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Jón Magn- ússon verzlunarmaður, varaformaður Vigfús Sigurðsson, ritari Stefán Júlíusson, gjald- keri Marteinn Marteinsson verzlunarmaður, fjármálaritari Hannes Sigurjónsson.

x

Leiftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.