Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 08.07.1998, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 3 taferðin leið, fyrir viðvaninga alla vega, en alls kyns mýkingar- efni og sögur ferðafélaganna léttu sporin. Ég var þó stöðugt að verða betri reiðmaður, að minnsta kosti dásömuðu ferðafélagarnir tilburðina! Reiðmannslífið var heillandi! Náttúran í Súgandafirði er undurfögur, og fallegri af hest- baki en á bak við rúður bílsins. Eina hestafólkið á Suðureyri, Bjarni og Bryndís, tók þar á móti okkur af súgfirskum höfðingsskap. Gistum við í frábæru húsnæði verkalýðs- félagsins á Suðureyri, Bjarna- borg, fórum í sundlaugina og átum veislumat sem konurnar útbjuggu. Endað var á söng við undirspil Sigmundar og erindi Guðmundar frá Fjalli um Sigurð skurð, sem ákærð- ur var af Skúla sýslumanni Thoroddsen fyrir að hafa banað manni á Klofningsheið- inni, en Sigurður var þó ekki dæmdur sekur. En snemma fóru (næstum) allir að sofa. Endaði ofan á frúnni Seint var vaknað – allir út- hvíldir. Annar dagur ferðar var hafinn. Nú var í hópinn mættur Bjarni saltfiskútflytjandi Benediktsson, ferskur, hress og glaður. Nú skyldi áfram riðið, út í Staðardal, fram Vatnadal yfir Klofningsheiði. Sagan um negrastrákana sem týndu hver af öðrum tölunni, varð mér ofarlega í huga þegar í ljós kom að tvær konur í hópnum gátu ekki tekið þátt í reið dagsins, þær ætluðu að aka. Við hjónin riðum af stað – en hnakkur konunnar reynd- ist vera of laust girtur, því hún seig út á hlið og átti erfitt með að stoppa. Söguritari hefur horft á marga vestrana þar sem hetjan ríður einfaldlega upp að hesti konunnar, grípur í tauminn og stöðvar hestinn. En þetta reyndist ekki einfalt, hestarnir hlupu til hliðar og flæktust í vírneti sem lá á götunni. Allt varð vitlaust, hestarnir, konan og ég. Við hjónin flugum af baki og ég endaði ofan á frúnni! Við vorum óslösuð, en aðeins skelkuð. Nú var erfitt að vera karlmaður, því konan sagðist halda að úr því að það væri þoka á Klofnings- heiðinni, þá væri best að hún færi með hinum konunum AKANDI til Flateyrar. Hetjan ákvað að ríða áfram. Við áðum í fjárréttinni niður við sjó í Staðardal. Sagðar fleiri sögur, innbyrt mýkingarefni og kveðjukossar. Taglhnýtingur Það var rétt, þokan lá yfir heiðinni. Við riðum samt ótrauð áfram. Hallinn jókst og jókst. Við misstum sjónar af þeim sem fremst voru, urðum að fara af baki og teyma. Nú kynntist söguritari í fyrsta sinn því hvað er að vera taglhnýtingur, í orðsins fyrstu merkingu. Mikið er nú samt dásamlegt að fá að hanga í taglinu. En svo kom áfallið, ég gat ekki meira, þrátt fyrir taglhnýtinguna, rann til á skaflinum undir kvið hestsins og hélt að ég væri að fá hjartakast. Sveinbjörn – vinur minn – kom mér til bjargar og sagði: „Á bak með þig Eiríkur, ég teymi undir þér upp á brúnina.“ Niðurlægður, en ánægður, hlýddi ég möglunar- laust, en muldraði að ég hefði nefnilega meitt mig svo mikið þegar að ég féll af baki, að ég væri kvalinn í brjóstinu. Jón Guðni, Sveinbjörn og Guð- mundur formaður voru þarna hrópandi, hlæjandi og hlaup- andi upp og niður skaflinn, til þess að passa hestana í rekstr- inum. Mennirnir hljóta að hafa mörg hjörtu hver. Margt býr í þokunni. Hermt var að Guðmundur frá Fjalli hafi orðið vitni að því, að Valdi Víkari hafi ætlað að hendast á bak ofarlega í skaflinum. Guð- mundur sem skreið upp síð- asta hluta skaflsins eins og selur, varð saltvondur og reif upp kuta einn mikinn og otaði honum að Valda og sagði: „Ef þú vogar þér að fara á bak, þá rek ég hann þennan á kaf í afturendann á þér!“ Valdi hljóp tvífættur upp skaflinn á mettíma, með hestinn í taumi. En Sveinbjörn lögfræðingur bölvaði og bölvaði, því þetta hefði getað orðið eitt dýrasta og dýrmætasta mál þessarar aldar. En hann mun áreiðan- lega finna önnur mál, bless- aður maðurinn, sér til fram- færslu. Yfir komumst við og riðum niður í Klofningsdalinn, inn Eyrarfjallið og lokaáfangi dagsins var við hesthúsin og landnámsbæinn á Flateyri. Við skiptum okkur niður á heimahús Flateyringanna í ferðinni. Farið í sund og heita pottinn, sagðar sögur og sungið mikið og hátt. Ótrú- legur maður hann Guðmundur frá Hrauni – óstöðvandi í söng og litríkum frásögum, ómet- anlegur ferðafélagi, enda frændi minn. Guðrún Bjarna- dóttir frá Hrauni tók á móti okkur eins og konungum. Allir voru heillaðir af árangri dagsins og fóru tiltölulega snemma að sofa, eftir göngu- ferð um þorpið og upp á nýju snjóvarnarvirkin. Þetta var magnaður félagsskapur. Ann- ar dagur hestaferðarinnar var liðinn. Ekkert átti að geta orðið til þess að raska ró ferðafélag- anna þennan daginn, ekki spillti að veðrið var dásamlegt og hestarnir farnir að rekast vel. Allir knapar heilir og nú var tala þeirra orðin 18; Guð- mundur Steinar Björgmunds- son og Sigríður Magnúsdóttir, bændur að Kirkjubóli í Val- þjófsdal, voru komin til að ríða með hópnum fyrir fjörð. Við riðum með tveim stuttum stoppum inn að bænum Hesti undir fjallinu Hesti, innst í firðinum. Áðum þar í fjárrétt- inni og snæddum, sögðum sögur, sungum og smurðum okkur fyrir framhaldið. Náttúran hljóp í Sigmund Gerðust nú þeir hlutir sem engan gat órað fyrir. Náttúran hljóp svo heiftarlega í Sig- mund B. Þorkelsson, að hann skreið á hnjánum undir hest sinn, í fjárréttinni að Hesti undir fjallinu Hesti, spennti greipar og ávarpaði ástmey sína Sigríði Björgmundsdótt- ur: „Viltu giftast mér?“ Sigga tók heiftarlegan smók, hélt honum lengi niðri og blés svo frá sér. Eftir nokkra umhugsun sagði hún: „Já, en með nokkr- um skilyrðum þó!“ Ekki var það óskiljanlegt fannst okkur hinum, konan var búin að vera ástmey hans í tuttugu ár og eiga með honum eitt barn! Skilyrðin voru reifuð og sam- þykkt af Sigmundi. Allt var klárt – hún vildi og hann vildi. Aftur varð allt vitlaust, en nú aðeins fólkið. Riðið var í loftköstum út í Valþjófsdal og hestunum komið fyrir í girð- ingu á jörðinni Tungu, sem Sigmundur á. Síðan var okkur boðið upp á veitingar hjá Steina og Siggu á bæ þeirra Kirkjubóli í Valþjófsdal, eina bænum í byggð í Dalnum. Gengið var skriflega frá skil- yrðum Siggu fyrir giftingunni og pappírinn vottaður af öllum viðstöddum. Hvað var nú að ske? Hringir þá ekki Sig- mundur í séra Gunnar Björns- son og spyr hvort hann geti gefið sig og Siggu saman í Dalskirkjunni á laugardegin- um kl. 14! Fengu ekki að sofa saman Heyrið mig nú. Allt var ger- breytt. Nú var þessi Safari- hestaferð orðin að brúðkaups- ferð Simma og Siggu. Við urð- um öll að taka á honum stóra okkar, útvega kampavín, æfa söng, kaupa hringa (Dýrfinna hafði aldrei smíðað svo stóran hring eins og Sigmundur þurfti) og halda gæsa- og steggjapartí! Allt gekk upp, farið var í Vagninn (krána á Flateyri) og gæsirnar og stegg- irnir gerðu sitt besta til að reyna á möguleg heitrof. Jafn- vel var gengið svo langt að væntanleg brúðhjón fengu ekki að sofa saman um nótt- ina. Nú var farið frekar seint að sofa – en flestir sváfu þó eitthvað. Þriðji ferðadagur var á enda runninn. Fjölskyldur Simma og Siggu mættu á tilsettum tíma og saman komu brúðhjónin, ríðandi (á hestbaki), frá Tungu að Dalskirkju. Söguritara vöknaði um augun – þetta var dásamlega fallegt par og tignarlegt. Þau voru orðin gift um hálftíma síðar eftir fallega og látlausa athöfn í kirkjunni. Skálað var í kampavíni og hrópað ferfalt húrra fyrir hjón- unum. Síðan var riðið af stað í síðasta áfanga ferðarinnar, fram Dalsdal, yfir Klúku og niður að Hrauni. Nú var sögu- ritari orðinn feikilega fær reið- maður, gaf hestinum vel undir kviðinn og keyrði hann á skeið síðasta spölinn. Dásamleg tilfinning. Kvöldið er fagurt Ólýsanlega skemmtileg, jafnvel ótrúleg hestaferð var á enda runnin. Rúna í Hrauni og hinar konurnar sáu um að metta ferðalangana. Fleiri gestir bættust í hópinn og nú varð mikið fjör. Sungið og trallað, talað og etið – langt fram á nótt. Brúðhjónin voru rekin til rekkju, fljótlega upp úr miðnættinu. Nokkrum mín- útum síðar, svona álíka mörg- um og reikna má með að líði þegar slík nótt skal að velli lögð, þá safnaðist allur hópur- inn saman undir glugganum á brúðarsvítunni og söng við undirspil Guðríðar: „Kvöldið er fagurt.“ Við létum okkur svo hverfa, en mikið var gam- an, reyndar ofsagaman. Hestamenn eru án efa með skemmtilegra fólki. Við áttum erfitt með að fara að sofa. Það er ekki skrýtið að fólk sækist eftir gistingu í Hrauni, fegurðin og veður- blíðan gera þennan stað að því sem hann er: Frábær. Hestaleigan Hraun hafði sýnt það og sannað að hún var fullkomlega fær um að skipuleggja eftirminnilega og skemmtilega hestaferð. Ferðafélagarnir voru, allir með tölu, einstakir. Sunnu- dagurinn fór í það að njóta veðurblíðunnar og náttúrunn- ar í Hrauni. Engar voru harð- sperrurnar, engin þreytan, að- eins góðar minningar. Nú er búið að leggja á ráðin um myndakvöld í vetur og að fara aðra álíka ferð, síðar – en það verður önnur saga. -Eiríkur Finnur Greipsson. Söguritari, Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri á Flateyri í fullum skrúða. Sigríður Björgmundsdóttir og Sigmundur B. Þorkelsson innsigla giftinguna með kossi í Dalskirkju. Brúðhjónin fyrir framan Dalskirkju ásamt ættingjum og vinum og sóknarprestinum, sr. Gunnari Björnssyni. Hestar og menn hvíla sig og mannfólkið nýtur veitinga úti í guðsgrænni náttúrunni.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.