Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Page 9

Bæjarins besta - 08.07.1998, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 9 Þrjú börn Ólafs Sveinssonar, þau Karl læknir, Guðríður viðskiptafræðingur og Ólöf Ásta ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, með sýnishorn af börnum sínum á háhesti. Góustaðir í Skutulsfirði Góustaðaættin kemur saman Góustaðaætt í Skut- ulsfirði kemur jafnan saman á fimm ára fresti, á hálfum og heilum tug ára, þannig að næsta reglulegt mót verður „árið núll“ eins og Magni Guðmundsson í Neta- gerð Vestfjarða orðaði það, en hann er einn af sonum þeirra Góustaða- bræðra. Þessi siður var tekinn upp árið 1980. Að þessu sinni var haldið aukamót vegna þess að einn Góustaðabræðra gat ekki komið síðast, en nú voru reyndar tveir aðrir sem ekki gátu komið. Komið saman óform- lega á föstudagskvöld, drukkið súkkulaði og etið kex. Á laugardag var farið á Ingjaldssand og í Skrúð en um kvöldið var sameiginlegur máls- verður og síðan skemmtiatriði og smá- vegis dansiball, sem lauk á kristilegan hátt upp úr miðnætti. Sigurður Sveinsson á Far- mallnum eins og honum ein- um er lagið, en traktorinn tekur jafnan virkan þátt í ættarmótum Góustaðafólks og rifjar ekki aðeins hey, heldur einnig upp gamlar og góðar minningar eins og aðr- ir á þeim samkomum. Frá vinstri: Gunnlaugur Einarsson, Farmall, Magni Guðmundsson og Halldór Guðmundsson og allir með hatt og sígar nema traktor- inn. Bræðurnir Gunnar, Ólafur og Sigurður Sveinssynir frá Góustöðum í Skutulsfirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.